LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiKistill, Útskurður

StaðurByggðasafn Skagfirðinga
ByggðaheitiLangholt
Sveitarfélag 1950Seyluhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiHjálmar Jónsson

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-5288/2018-8
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð34 x 34 x 69 cm
EfniFura
TækniÚtskurður

Lýsing

Kistill úr furu, dökkbrúnbæsaður og lakkaður, allur útskorinn og hefur verið festur á stól. Hæð alls er 69 cm. Kistillinn sjálfur er 53 x 34 x 34 cm. Á göflum eru annars vegar blómvafningar utan um blóm í miðju og einskonar hnútamynstur með laufteinungum á línum. Framan á kistlinum er ártalið 1838. Þar undir eru tvö ljón, umlukin laufteinungum og laufum. Skráarlauf er úr tini, laufskorið. Aftan á kistlinum er útskorið landakort - Guðbrandskort. Utan um það er laufskurður. Innan í kistlinum, vinstra megin, er handraði, loklaus. Undir honum er skúffa með lykkju. Stóllinn (fæturnir) eru með þverslám milli fóta.

Skurðurinn á kistlinum er allur hinn glæsilegasti og vel skýr nema á lokinu þar sem hann er orðinn afar grunnur/eyddur. Þar á er blómsturmynstur eins og á göflunum.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.