Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiMálverk, + mótív
MyndefniÁlft, Matjurtagarður, Stöðuvatn, Sveitabær
TitillHamar í Gaulverjabæjarhreppi
Ártal1966

StaðurHamar 1 og 2
ByggðaheitiFlói
Sveitarfélag 1950Gaulverjabæjarhreppur
Núv. sveitarfélagFlóahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiMatthías Sigfússon
GefandiÞórarinn H Vilhjálmsson 1921-2000

Nánari upplýsingar

Númer2018-1-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð53,5 x 44 cm
EfniMálning/Litur, Viður

Lýsing

Málverk af sveitabæ, stöðuvatn fyrir framan og álftir. Málverk Matthíasar Sigfússonar af Hamri í Gaulverjabæjarhreppi. Þar var tvíbýlt. Miða má við að bærinn hafi litið svona út snemma á 20. öld. Myndin var í búi bræðranna Bjarna og Þórarins Vilhjálmssona sem fæddir voru í Hamri snemma 20. aldar. Þeir héldu saman heimili ásamt konu Þórarins að Kirkjuteig 14 í Reykjavík.

Matthías Sigfússon (1904-1984) frá Egilsstaðakoti í Villingaholtshreppi varafkastamikill listmálari sem málaði fyrir alþýðufólk. Hann var stundum nefndur hirðmálari Sunnlendinga. Hann málaði fjölmargar myndir af sveitabæjum á Suðurlandi en einnig voru Þingvellir honum hugleiknir. Byggðasafn Árnesinga varðveitir um 10 málverk eftir Matthías Sigfússon.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.