LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLeikfangabíll
MyndefniLeikfangabíll
Ártal1930-1935

StaðurVetrarbraut 19b
ByggðaheitiSiglufjörður
Sveitarfélag 1950Siglufjörður
Núv. sveitarfélagFjallabyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiJóhann Andrésson
NotandiJóhann Andrésson 1922-1996

Nánari upplýsingar

Númer91010-40
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð52 x 21,8 x 16,1 cm
EfniViður

Lýsing

Leikfangabíll, smíðaður af Jóhanni Hjalta Andréssyni, fæddum 12.4.1922. Bílinn smíðaði Jóhann sem drengur og er frá árunum 1930-1935. Bíllinn er vörubíll, smíðaður úr tré og teiknað á hann með rauðum og grænum lit. Á bílinn vantar bæði afturhjólin.

Jóhann fæddist í Skagafirði en fluttist með foreldrum sínum, Andrési Þorsteinssyni (1890-1959) og Halldóru Jónsdóttur (1896-1973), til Siglufjarðar sem ungabarn og bjó þar til dauðadags. Faðir Jóhanns var vélsmiður og rak járnsmíðaverkstæði við íbúðarhús fjölskyldunnar að Vetrarbraut 19b. Jóhann lærði vélsmíði og vann á verkstæði föður síns og tók við því árið 1958 en ári síðar lést faðir hans. Verkstæðið starfrækti Jóhann til ársins 1978 en ári áður gerðist hann vaktmaður í siglfirskum togurum á meðan þeir voru í höfn. Jóhann lést 5. apríl 1996, 74 ára að aldri.

Þetta aðfang er í Síldarminjasafni Ísland. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt munum sem snerta líf hins venjulega manns í hinum dæmigerða síldarbæ. Ógerlegt að telja gripi, um slíkan fjölda er að ræða. Ætla má að um helmingur safnskostsins sé skráður í aðfangabók eða í spjaldskrá en hinn helmingurinn er algjörlega óskráður. Skráning í Sarp er á byrjunarstigi.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.