Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Óþekktur
MyndefniKona
Nafn/Nöfn á myndKristjana Sigurðardóttir Gudbrandsen 1828-1904,
Ártal1848-1855

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerMms/1999-192
AðalskráMynd
UndirskráMannamyndasafn
Stærð12,5 x 10 cm
GerðSólmynd - Daguerreótýpa
GefandiÞóra Kristjánsdóttir 1939-

Lýsing

Kristjana Sigurðardóttir. Daguerreótýpa. Barst upplímd á sporöskjulaga kartoni sem greinilega hafði verið í ramma en ramminn var horfinn. Myndin er hálfmynd. Ung kona í kjól með hvítum lausum kraga og hvítum líningum á ermum. Neðan við kragann er hún með nælu. Hún hvílir aðra  hendi á borði. Myndin er illa farin vegna þess að hún var lengi óvarin og súrefni komst að henni þannig að hún hefur dökknað. Aftan á kartonið er skrifað nafnið Kristjana Sigurdar.

Myndin var viðgerð af Karen Brynjolf Pedersen á danska þjóðminjasafninu árið 2005. Viðgerðin fólst í því að bursta laust ryk af myndinni og setja hana í loftþéttan ramma, gler og hvítt karton með svörtu límbandi á köntum.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana