LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Johan Bülow Birk 1819-1858
MyndefniGata, Hús, Tré
Ártal1850

Núv. sveitarfélagÁlaborg
SýslaJótland
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr/2019-1
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn
Stærð7,6 x 9,5 cm
GerðSólmynd - Daguerreótýpa
GefandiÚr fórum safnsins

Lýsing

Götumynd úr borg. Myndin er undir gleri og hefur grænn pappi verið límdur aftan á myndina og gengur hann fram yfir glerið og myndar þar kant. Undir glerinu er gyllt karton með ferköntuðum myndglugga. Myndin sýnir steinhús á fimm hæðum í hollenskum endurreisnarstíl, sambyggð hús og götuna fyrir framan húsin með trjám, grindverki og einhvers konar handvagni undir einu trjánna. Húsið var byggt á árunum 1623-24 af Jens Bang stórkaupmanni og er við hann kennt og nefnt Jens Bangs Stenhus.

Aftan á plötuna sem myndin er tekin á hefur verið rispað á förnsku: OIF dimanche 29. septembre a 11 h 50 . Í annrri línu er tökutími sagður 2:45 mínútur. 

Sunnudaginn 29. september bar upp á árið 1850 en það ár tók Johan Bülow Birk fleiri daguerreótýpur í Álaborg samkvæmt auglýsingu í staðarblaði. Nokkrar þeirra eru varðveittar í Aalborg historiske Museum .

Myndin var lagfærð hjá George Eastman House í Rochester, U.S.A. á árunum 1973-74 af José Orraca.

Upplýsingar fengust um hvar myndin var tekin á sýningu í tilefni af 100 ára afmæli ljósmyndarinnar árið 1989. Lis Nelleman Pálsson sem uppalin var í Álaborg bar kennsl á húsið sem er mjög þekkt kennileiti í borginni.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana