LeitaVinsamlega sýnið biðlund
MyndefniKona, Nisti, Sjal

LandDanmörk

Nánari upplýsingar

NúmerMms/2011-38
AðalskráMynd
UndirskráMannamyndasafn
Stærð7,4 x 6 cm
GefandiMargrét Guðrún Ingólfsdóttir 1939-2017

Lýsing

Sólmynd - daguerreótýpa af óþekktri konu. Myndin er undir gleri og er svartur kantur álímdur á mörkum baks og glers og gengur fram á glerið. Svartur pappi með tveimur misbreiðum gylltum röndum er undir glerinu með ferköntuðum myndglugga með ávölum hornum. Konan er í símunstruðum kjól með sjal og nisti við hálsmál. Hún heldur á vasaklút eða klæði á milli handanna. 

Gefandi keypti myndina í fornverslun í Kaupmannahöfn á námsárum sínum í forvörslu. 

Myndin er á bráðabirgðanúmeri þar sem safnauki ársins hefur ekki verið númeraður.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana