LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiLoftslagsbreytingar
Ártal2018
Spurningaskrá125 Loftslagsbreytingar og framtíðin

Sveitarfélag 1950Kópavogshreppur
Núv. sveitarfélagKópavogsbær
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1946

Nánari upplýsingar

Númer2018-1-117
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.10.2018/19.10.2018
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 8 - Almennt

Hvað tengir þú helst við loftslagsbreytingar af mannavöldum? Hér getur þú látið hugann reika.

Tíðari fellibyljir, meiri öfgar í veðurfari á síðari árum.Kafli 2 af 8 - Eigin upplifun

Loftslagsbreytingar eru hnattrænar en hækkað hitastig á jörðinni getur einnig haft miklar staðbundnar afleiðingar. Hefur þú upplifað einhverjar afleiðingar af loftslagsbreytingunum? Hvaða afleiðingar, hvar og hvernig? Hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á líf þitt? Á hvaða hátt?

Í rauninni hafa þær ekki brotnað beinlínis á mér hér á landi, svo að ég geti sagt. En þær birtast í daglegum fréttum, í sjónvarpi og almennum umræðum.Kafli 3 af 8 - Hvað get ég gert?

Hefur þú gert eitthvað sjálf(ur) til að draga úr loftslagsbreytingum? Hvaða máli telur þú að daglegt líf þitt eða lífstíll skipti fyrir loftslagsbreytingar?

Ég get ekki hrósað mér af slíku. En margt smátt gerir eitt stórt og fráleitt er mannskepnan utan við ábyrgð að sínu leyti.Kafli 4 af 8 - Upplýsingagjöf

Hvar hefur þú helst fengið upplýsingar um loftslagsbreytingar (sjónvarp, netmiðlar t.d.)?

Í almennum fréttum, helst í blöðum, tímaritum og sjónvarpi.Kafli 5 af 8 - Úrræði

Telur þú að það sé hægt að takmarka hinar hnattrænu loftslagsbreytingar? Hvernig? Heldur þú að ný tækni, eins og t.d. rafmagnsbílar, skip og flugvélar, skipti máli fyrir loftslag í framtíðinni?

Mjög mörg öfl verka í þessari atburðarás. Máttugum öflum ræður maðurinn ekki, en mannkynið ræður því sem það ræður. Athafnir og aðgerðir manna geta ráðið miklu sem jaðar-afl, því að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Þetta getur verkað í báðar áttir í þessu máli. Áreiðanlegt má telja að endurheimt votlendis, minni útblástur,  mengunarlausir orkugjafar o.fl. (bílar, skip, flugvélar o.fl.) hafi áhrif.  Kafli 6 af 8 - Aðrar ógnir

Eru einhverjar aðrar samfélagslegar ógnir að þínu mati sem eru uggvænlegri en loftslagsbreytingar? Ef svo er, hvaða?

Engin ástæða er til að gera lítið úr jarðskjálftum, eldgosum, drepsóttum, styrjöldum, offjölgun manna o.fl.þ.h. Ósagt skal látið hvort þær eru uggvænlegari en loftslagsbreytingar. En okkur ber að lyfta undir á því horni sem við getum haft áhrif á, jafnvel þótt lítið kunni að vera.  Kafli 7 af 8 - Framtíðin

Flestir eða allir reyna að gera sér einhverja grein fyrir hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Við viljum gjarnan að þú segir frá hugmyndum þínum um framtíðina, væntingum, óskum eða áhyggjum. Frásögnin má bæði vera um nærumhverfi þitt og framtíð jarðarinnar, eða annað hvort, og hún þarf ekki endilega að vera um loftslagsbreytingar. Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér?

Ég er á áttræðisaldri og á fortíð en ekki framtíð. Mér finnst eðlilegt að mannkynið reyni að liðka fyrir æskilegri framtíð sinni, jafnvel þótt álitið sé að heimsendir verði þegar langtum lengra líður fram.  Kafli 8 af 8 - Viðbætur og athugasemdir

Hér hefur þú pláss fyrir viðbætur eða athugasemdir við spurningaskrána.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana