LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiLoftslagsbreytingar
Ártal2018
Spurningaskrá125 Loftslagsbreytingar og framtíðin

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1951

Nánari upplýsingar

Númer2018-1-118
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.10.2018/27.10.2018
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 8 - Almennt

Hvað tengir þú helst við loftslagsbreytingar af mannavöldum? Hér getur þú látið hugann reika.

1. Hækkandi hitastig andrúmslofts2. Loftmengun3. Bráðnun jökla4. Hækkun yfirborðs sjávar5. Öfgar í veðri6. Hnignun viðkvæmra dýrategunda7. Breytingar á hafstraumum og hlýnun og súrnun sjávar8. Breytingar á norður og suðurskautinu9. Fæðu- vatns- og landskortur10. Barátta um auðlindirKafli 2 af 8 - Eigin upplifun

Loftslagsbreytingar eru hnattrænar en hækkað hitastig á jörðinni getur einnig haft miklar staðbundnar afleiðingar. Hefur þú upplifað einhverjar afleiðingar af loftslagsbreytingunum? Hvaða afleiðingar, hvar og hvernig? Hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á líf þitt? Á hvaða hátt?

Ég var í Pólland (Kraká) í maí s.l. og hitar þar voru mjög miklir fyrir þennan tíma á árinu. Það voru þó nokkuð margir dagar með yfir 30° C. Égman ekki eftir því að svona heitt veður hafi verið í maí mánuði. Þetta var mjög þreytandi fyrir manneskju á mínum aldri og gerði það að verkum aðég hélt mig miklu meira heima við og fór út helst með kvöldinu eins og gert er í miklu sunnlægari löndum. Hér á Íslandi veit ég um hopun jökla og tek eftir lærri stöðu vats í ám og tjörnum á sumrin vegna þurrka. Hlýrra loftslag breytir líka vaxta skilyrðum gróðurs (kannski til hins betra í sumu tilvikum?) sem verður búsnari og meiri.Kafli 3 af 8 - Hvað get ég gert?

Hefur þú gert eitthvað sjálf(ur) til að draga úr loftslagsbreytingum? Hvaða máli telur þú að daglegt líf þitt eða lífstíll skipti fyrir loftslagsbreytingar?

Já, ég tel það, við höfum endurnýjað bíl og nýr bíllin er bæði minni og eyðslugrennri, mengar minna. Við höfum ekki ferðast með flugi eins mikið og við gætum. Kaupum mat sem kemur ekki langt að, helst íslenskan eða evrópskan.Leggjum smá til trjáaræktar. Forðumst sóun, bæði matar og hluta, reynum að láta endast og endurnýta sem mest af því sem við notum.Kafli 4 af 8 - Upplýsingagjöf

Hvar hefur þú helst fengið upplýsingar um loftslagsbreytingar (sjónvarp, netmiðlar t.d.)?

Já, úr fjölmiðlum, útvarpi oft, bæði íslensku og ensku (BBC), sjónvarpi og netinu. Kafli 5 af 8 - Úrræði

Telur þú að það sé hægt að takmarka hinar hnattrænu loftslagsbreytingar? Hvernig? Heldur þú að ný tækni, eins og t.d. rafmagnsbílar, skip og flugvélar, skipti máli fyrir loftslag í framtíðinni?

Það er hægt að takmarka loftslagsbreytingar með sameiginlegu átaki allra þjóða þar sem þetta er hnattrænt mál. Mér finnst best að félagsgrassrótahreyfingar og vísindasamfélagið láti meira til sín taka. Rikísstjórnir virðast frekar staðnaðar og þunglamalegar í þeim málum,þær draga dám hagsmunaaðila í mikilvægum málum sem varða umhverfisvernd. Loftslag og náttúran mega sín minna en peningahagsmunir.Já, tækni er mjög mikilvæg en hegðun okkar, óbreyttra borgara (7, 5 miljarðar íbúa jarðar) hefur geysilega mikið að segja. Með okkar  neyslumunstri getum við gert mjög mikið, t.d. sniðgengið vörur sem eru fluttar langt að eða framleiddar á óvisvænan hátt, úr óendurvinnanlegumefnum. Við þurfum að senda frá okkur miklu minni úrgang svo við mengum jarðveginn og loftið ekki eins mikið, hætta þessari gríðarlegri sóun sem við ástundum, sérstaklega núna í góðæri !Kafli 6 af 8 - Aðrar ógnir

Eru einhverjar aðrar samfélagslegar ógnir að þínu mati sem eru uggvænlegri en loftslagsbreytingar? Ef svo er, hvaða?

Já, hef mjög miklar áhyggjur vegna hraðvaxandi þjóðernishyggju, oft kallað pópulismi. Neikvæð afstaða til innflytjenda er mér líka óskiljanlegþar sem öll “gamla” Evrópa þarf sáran á þeim að halda, þarf fleiri hendur til að vinna verkin. Mér finnst heldur ekki nægilega sterk áherslan lögð á þróun nýrra bóluefna gegn fjölónæmum og öðrum bakteríum. Hér má nefna líka plastagnir sem finnast bæði í sjávarlífverum og mönnum, orðið líka eins og nýjustu rannsóknir sýna. Og svo síðast en ekki síst ójöfn skipting auðs. Auður safnast á sífellt færri hendur og snauðum fjölgar sem leiðir óhjákvæmilega til hættu á umturnun samfélaga og orsakar nú þegar þessa miklu þjóða flutninga. Fátækt fólk í örvæntingu leitar að betri lífskylirðum í öðrum löndum, eins og við fáum fréttir af dagsdaglega.Kafli 7 af 8 - Framtíðin

Flestir eða allir reyna að gera sér einhverja grein fyrir hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Við viljum gjarnan að þú segir frá hugmyndum þínum um framtíðina, væntingum, óskum eða áhyggjum. Frásögnin má bæði vera um nærumhverfi þitt og framtíð jarðarinnar, eða annað hvort, og hún þarf ekki endilega að vera um loftslagsbreytingar. Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér?

Ég hef svarað þessari spurningu að einhverju leyti hér fyrir ofan. Hef mikla áhyggjur af framtíð jarðar, það horfir ekki byrlega við fyrir henni, margt þarf að laga í okkar neyslumunstri svo betur megi fara og þá strax. Almenningssamgöngur eru mál sem ég hef ekki nefnt hingað til en við þurfum að læra að nota þær miklu betur. Til að afhlaða umferðaþunga eru þær eina lausnin. Það má líka tala um það að beisla vindinn og hafstrauma til orkuframleiðslu. Það kemur mér að óvart að þjóðin skuli ekki stunda skemmtisiglingar, bæði ferjur og strandskip sem færi í kringum landið með viðkomu í bæjum og þorpum. Ég sé það alveg fyrir mér að Ísland mun gerast grænna með hækkandi lofthita, hér munu vaxa fleiri tegundir trjáa og annar gróður eins og kornrækt mun verða stunduð í ríkara mæli. Engu að síður vill maður vera bjarsýnn fyrir hönd mannkynsinns og vona að það fari sér ekki að voða alveg strax.Kafli 8 af 8 - Viðbætur og athugasemdir

Hér hefur þú pláss fyrir viðbætur eða athugasemdir við spurningaskrána.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana