118 Samkynhneigð á Íslandi
Viðhorf til samkynhneigðra
Hvenær manst þú eftir að hafa fyrst heyrt talað um samkynhneigð (óháð þinni eigin kynhneigð)? Hvernig var t.d. talað um samkynhneigt fólk á fimmta áratug 20. aldar eða á áttunda áratugnum miðað við það sem síðar varð? Hefur þú tök á samanburði frá áratug til áratugar?
Ég er fædd 1945 og er því aðeins dómbær á c.a. 1955 og áfram en á þeim tímum var þetta algjört tabú og helst ekki rætt; minnist ekki að hafa heyrt né orðið vör við umræðu um samkynhneigð á þessum árum. Á unglingsárunum þá fór maður kannski að kynnast umræðunni en þá helst í sögubókum. Það litla sem maður man var að nota orðið hommi í niðrandi merkingu.
Hvernig minnist þú breytinga á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi? Hvað hefur einkum orsakað þessar samfélagslegu viðhorfsbreytingar að þínu mati?
Ég tel að þessi breyting komi milli 1960-1970. Þá er eins og komi bylgja af strákum sem þora að koma fram og kannski voru þeir að ögra til umræðu. Eitthvað var um að þeir færu erlendis til að hitta vini í öðrum opnari löndum s.s. Hollandi.
Voru einhverjir atburðir eða tiltekin tímabil í sögunni þýðingarmeiri en önnur, að þínu mati, þegar þú íhugar þær breytingar sem orðið hafa? Hvernig tengist það réttindabaráttu samkynhneigðra? Hvað hafði tíska, tónlist, bókmenntir og skemmtanalíf að segja? Hvaða máli skiptu erlend áhrif?
Ég tel að ungir strákar hafi verið í námi erlendis þar sem það þótti ekki tiltökumál að hafa aðrar hvatir. Það ýtti undir umræðu. Svo kom AIDS og þá fór önnur umræða af stað og líka ótti. Það var þarna mikið undir sem fólk varð ekki vart við nema vera að leita að því!
Finnst þér að það sé eða hafi verið munur á talsmáta og viðhorfum fólks til samkynhneigðra eftir búsetu, t.d. í dreifbýli og þéttbýli? Hvaða munur?
Já, ég tel að Reykjavíkursvæðið hafi verið tölvert á undan í viðhorfsbreytingum.
Ýmis orð hafa verið notuð um samkynhneigða gegnum tíðina. Kynvilla, sódómía og sódómskur voru þekkt orð fyrr á tíð, en orðið samkynhneigð er aðeins rúmlega þrjátíu ára gamalt í íslensku máli. Hvaða orðum manst þú eftir að hafa heyrt um samkynhneigt fólk á ólíkum tímum?
Kynvilla og hommi voru fyrstu orðin; sódómskur þótti mjög niðrandi en lesbía kom inn í talmálið mun seinna. Fólk lét eitt og annað falla sérstaklega þegar fólk var í glasi.
Hefur þú vitneskju um eða persónuleg kynni af samkynhneigðu fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á fjandsamlegum viðhorfum, mætt ofbeldi og niðurlægingu, innan fjölskyldu sinnar eða utan, eða af eigin reynslu? Þekkir þú til fólks sem hefur hrökklast úr heimabyggð sinni eða úr landi eða svipt sig lífi af þeim sökum? Kanntu að rekja örlög þessa fólks í stuttu máli?
Ég kynntist ungum piltum um 1980 sem leigðu í húsinu þar sem við bjuggum. Þeir höfðu gengið í gegnum margt m.a. fordóma í eigin fjölskyldu og þegar sá yngri veiktist og dó út frá AIDS þá var grunnt á fordómum. Hinsvegar voru margir sem söknuðu hans sem einstaklega góðs drengs. Annar ungur maður vann við umönnun og hann fékk á sig margar gusur og átti líka erfiða æsku úti á landi. Hann vildi t.d. klæða sig í kjóla og dúlla sér. Það þótti skrítið. Einn enn vann í heimaþjónustu 1985-1988 og var elskaður af konunum sem hann kom til því hann var köttur þrifinn og fann sig meðal þeirra.
Konur og karlar
Voru/eru hommar og lesbíur litin sömu augum eða var/er munur þar á? Hvaða munur? Hefur þetta breyst og ef svo er, hvernig og af hverju?
Ég tel að þjóðin hafi fyrr sætt sig við homma en átt erfiðara með að sætta sig við 2 konur saman. En það kom og vissir vinnustaðir gáfu fyrirheit um umburðarlyndi. Yfirmenn með félagslega menntun höfðu meira umburðarlyndi og voru opnari.
Hvað manstu um þá hugmynd að hommar væru kvenlegir upp til hópa og lesbíur óvenju karlmannlegar? Skipti öðruvísi klæðaburður, ímyndaður eða raunverulegur, hugsanlega einhverju máli í þessu sambandi? Hvernig þá?
Þetta lifir enn vegna einstaklinga sem koma þannig fram þó það eigi ekki við um allan hópinn. Sumir hafa gert í að ýkja þetta en öðrum er þetta nauðsyn...eru bara kvenlegri í sér og vilja baka og sauma eða vera húslegir. Þetta á við á báða bóga.
Þótti mönnum stafa meiri ógn af öðru kyninu en hinu þegar samkynhneigt fólk átti í hlut? Hvoru kyninu? Var umtal um annað kynið t.d. meira gildishlaðið en umtal um hitt kynið?
Þetta skynja ég ekki en sennilega hafa karlarnir þurft að verja sig á vinnustöðum sumstaðar og verið kallaðir „ helvítis homminn þinn“ eða eitthvað í þá veru. Kannski var umræðan um lesbíur gildishlaðið þegar þær sóttu fram um að ganga með börn eftir tæknifrjógvun; mörgum fannst það tabú.
Manstu eftir einhverju öðru sem sagt var um samkynhneigðar konur og karla á ýmsum tímum ævi þinnar?
Kannski helst þessi skammaryrði sem komu fram á erfiðum stundum hjá fólki. En líka eins og ég sagði áður um strákana sem unnu óhefðbundin störf. Það þótti gott og líka opnaði fyrir þeim nýtt líf.
Löggjöf
Hvernig telur þú að löggjöf hafi haft áhrif á líf samkynhneigðra og viðhorf til þeirra síðar? Hvað vó þyngst að þínu mati?
Örugglega veitt fólki aukið sjálfsmat og um leið þá hefur almenningur gert sér ljóst að þetta er bara svona en ekki eitthvað sem fólk vill prófa og kannski lifa með. Það að jafna réttarstöðu fólks.
Hvaða augum lítur þú þessar lagasetningar, varstu hlyntur þeim eða ósammála á sínum tíma? Höfðu einhverjar af þessum lagasetningum áhrif á þitt persónulega líf, líf fjölskyldu þinnar eða vina? Á hvern hátt?
Ég tel þessar lagasetningar ágætar en þær höfðu engin áhrif á mitt líf. Ekki heldur í minni fjölskyldu.
Fjölmiðlar
Hvenær manstu fyrst eftir því að vikið hafi verið að kynhneigð í fjölmiðlum og þá með hvaða hætti? Kanntu að lýsa viðbrögðum við því? Manstu fjölmiðlaefni, viðtöl, greinar eða þætti sem þú telur að hafi skipt sköpum í þessu sambandi?
Það er vandi að svara þessu en einhverjar greinar birtast í blöðum milli 1970-1980 þar sem fjallað er um samkynhneigð og fólk af sama kyni búi saman. Væntanlega hafa verið leikrit og líka kvikmyndir sem hafa smám saman opnað þennan heim. Nokkrir þekktir leikarar komu fram og opnuðu fyrir þessa umræðu og gáfu fólki nýja sýn á samkynhneigð.
Hvernig myndir þú bera saman fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma og það sem nú er boðið upp á þegar vikið er að samkynhneigð? Kanntu að nefna dæmi? Hvað er líkt, hvað er ólíkt?
Munurinn liggur í að áður var einhver vandræðagangur og reynt að tengja umræðu um Aids og fleira inn en í dag er þetta í afslöppuðu formi að mestu nema kannski út frá trúhneigð og kristinni kirkju.
Hver finnst þér vera þáttur fjölmiðla í skoðanamótun þegar samkynhneigðir eiga í hlut?
Hann er tölverður. Nokkur þekkt andlit tengd Gay pride gera þetta opið og fjölmiðlar hafa þar átt mikinn þátt í fjölda sem tekur þar þátt án þess að allir viti í hvaða göngu þeir eru!
Manstu eftir því hvenær þú sást í fyrsta sinn kvikmynd á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi þar sem vikið var að samkynhneigð? Kanntu að lýsa áhrifum þess á þig og þitt nánasta umhverfi?
Man það ekki en hafði lesið bækur þar sem þessum hlutum voru gerð góð skil. En eins og áður sagði þá komu kvikmyndir inn sem afl sérstaklega frá öðrum löndum en USA.
Hvaða vægi telur þú að fjölmiðlar hafi haft þegar meta skal aukið umburðarlyndi í garð samkynhneigðra? Hafa fjölmiðlarnir styrkt félagslega stöðu þeirra og mannvirðingu eða veikt hana?
Fjölmiðlar hafa bæði styrkt og veikt þessa stöðu. Þeir hafa styrkt mjög félagslega stöðu og væntanlega er mun minna mál fyrir fólk að fá vinnu og annað en var þegar umræðan var neikvæðust. Veikleikar fjölmiðla eru að ofgera stundum.
Hvaða áhrif hafa þekktir einstaklingar sem greint hafa frá samkynhneigð sinni í fjölmiðlum haft á viðhorf þín til hinsegin fólks? Minnist þú einhverra tiltekinna einstaklinga í þessu sambandi sem þú telur hafa haft mikil áhrif?
Mikil áhrif stundum hneikslað en oftast gert mikið gagn í að draga úr fordómum. Bergþór Pálsson er minnisstæður svo flottur og sambýlismaður hans líka. Magga Pála ótrúlega hress og sönn! Páll Óskar þekkja allir áhrif hans mikil.
Hvaða augum lítur þú veraldarvefinn (netið) og áhrif hans á stöðu og réttindabaráttu samkynhneigðra?
Hef bara mjög lítið fylgst með því en þessi opni heimur (netið) auðveldar öll samskipti og það á við um að fólk geti sótt sínar hátíðar hvar sem er en það var áður gert bréflega sem dæmi!
Félög og hreyfingar
Á Íslandi hafa orðið til allmörg félagasamtök eða hreyfingar samkynhneigðra og annars hinsegin fólks á síðustu áratugum. Þeirra elst og áhrifamest eru Samtökin ´78, stofnuð árið 1978, en fleiri hreyfingar hafa haft áhrif á breytt viðhorf og sýnileika samkynhneigðra, t.d. Q – Félag hinsegin stúdenta, FAS – Félag aðstandenda samkynhneigðra, Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride og Íþróttafélagið Styrmir svo fáein dæmi séu nefnd.
Hvaða augum lítur þú þessar hreyfingar og hvaða þýðingu telurðu að þær hafi haft fyrir breytt viðhorf gegnum tíðina? Þekkir þú til starfsemi þeirra og stefnumála? Áttu minningar um samskipti þín eða einhverra þér nákominna við þessi félög?
Ég hef þekkt og þekki fólk í samtökunum 78 og hef gert lengi. Þau samtök hafa lyft grettistaki í réttindabaráttu samkynhneigðra. Annars værum við ekki í dag meðal þjóða sem hafa virt mannréttindi fólks með mismunandi kynhneigð.
Hefur þú sótt hátíð Hinsegin daga í Reykjavík og hvaða augum lítur þú slíkt framtak?
Nei, er yfirleitt ekki í bænum á þessum tíma.
Minningar um samkynhneigða einstaklinga
Hvaða kynni hefur þú (óháð eigin kynhneigð) haft af samkynhneigðu fólki, meðal vina, vinnufélaga eða í fjölskyldu þinni? Fyrsta samkynhneigða manneskjan sem þú kynntist (nema þú sért hinsegin), hvað er þér minnisstætt við hana? Hvaða áhrif höfðu slík kynni á skoðanir þínar og viðhorf til homma og lesbía?
Mínir góðu vinir sem leigðu á hæðinni fyrir ofan eru mér mjög minnisstæðir sem góðir strákar. Seinna kom í þá íbúð annar sem var í flækjusambandi; leyndi hlutunum og var líka í hjónabandi sem var í rugli...neikvæð minning. Hef unnið með dásamlegum manni og kynnst vinum hans lít á hann sem vin minn! Hinir eru á vinnumarkaði konur og karlar sem hafa komið og farið en eftir situr góð minning um gott fólk sem ég mun ekki gleyma.
Kafli 1 af 6 - Viðhorf til samkynhneigðra
Hvenær manst þú eftir að hafa fyrst heyrt talað um samkynhneigð (óháð þinni eigin kynhneigð)? Hvernig var t.d. talað um samkynhneigt fólk á fimmta áratug 20. aldar eða á áttunda áratugnum miðað við það sem síðar varð? Hefur þú tök á samanburði frá áratug til áratugar?
Hvernig minnist þú breytinga á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi? Hvað hefur einkum orsakað þessar samfélagslegu viðhorfsbreytingar að þínu mati?
Voru einhverjir atburðir eða tiltekin tímabil í sögunni þýðingarmeiri en önnur, að þínu mati, þegar þú íhugar þær breytingar sem orðið hafa? Hvernig tengist það réttindabaráttu samkynhneigðra? Hvað hafði tíska, tónlist, bókmenntir og skemmtanalíf að segja? Hvaða máli skiptu erlend áhrif?
Finnst þér að það sé eða hafi verið munur á talsmáta og viðhorfum fólks til samkynhneigðra eftir búsetu, t.d. í dreifbýli og þéttbýli? Hvaða munur?
Ýmis orð hafa verið notuð um samkynhneigða gegnum tíðina. Kynvilla, sódómía og sódómskur voru þekkt orð fyrr á tíð, en orðið samkynhneigð er aðeins rúmlega þrjátíu ára gamalt í íslensku máli. Hvaða orðum manst þú eftir að hafa heyrt um samkynhneigt fólk á ólíkum tímum?
Hefur þú vitneskju um eða persónuleg kynni af samkynhneigðu fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á fjandsamlegum viðhorfum, mætt ofbeldi og niðurlægingu, innan fjölskyldu sinnar eða utan, eða af eigin reynslu? Þekkir þú til fólks sem hefur hrökklast úr heimabyggð sinni eða úr landi eða svipt sig lífi af þeim sökum? Kanntu að rekja örlög þessa fólks í stuttu máli?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.
Kafli 2 af 6 - Konur og karlar
Voru/eru hommar og lesbíur litin sömu augum eða var/er munur þar á? Hvaða munur? Hefur þetta breyst og ef svo er, hvernig og af hverju?
Hvað manstu um þá hugmynd að hommar væru kvenlegir upp til hópa og lesbíur óvenju karlmannlegar? Skipti öðruvísi klæðaburður, ímyndaður eða raunverulegur, hugsanlega einhverju máli í þessu sambandi? Hvernig þá?
Þótti mönnum stafa meiri ógn af öðru kyninu en hinu þegar samkynhneigt fólk átti í hlut? Hvoru kyninu? Var umtal um annað kynið t.d. meira gildishlaðið en umtal um hitt kynið?
Manstu eftir einhverju öðru sem sagt var um samkynhneigðar konur og karla á ýmsum tímum ævi þinnar?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.
Kafli 3 af 6 - Löggjöf
Hvernig telur þú að löggjöf hafi haft áhrif á líf samkynhneigðra og viðhorf til þeirra síðar? Hvað vó þyngst að þínu mati?
Hvaða augum lítur þú þessar lagasetningar, varstu hlyntur þeim eða ósammála á sínum tíma? Höfðu einhverjar af þessum lagasetningum áhrif á þitt persónulega líf, líf fjölskyldu þinnar eða vina? Á hvern hátt?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.
Kafli 4 af 6 - Félög og hreyfingar
Á Íslandi hafa orðið til allmörg félagasamtök eða hreyfingar samkynhneigðra og annars hinsegin fólks á síðustu áratugum. Þeirra elst og áhrifamest eru Samtökin ´78, stofnuð árið 1978, en fleiri hreyfingar hafa haft áhrif á breytt viðhorf og sýnileika samkynhneigðra, t.d. Q – Félag hinsegin stúdenta, FAS – Félag aðstandenda samkynhneigðra, Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride og Íþróttafélagið Styrmir svo fáein dæmi séu nefnd.
Hvaða augum lítur þú þessar hreyfingar og hvaða þýðingu telurðu að þær hafi haft fyrir breytt viðhorf gegnum tíðina? Þekkir þú til starfsemi þeirra og stefnumála? Áttu minningar um samskipti þín eða einhverra þér nákominna við þessi félög?
Hefur þú sótt hátíð Hinsegin daga í Reykjavík og hvaða augum lítur þú slíkt framtak?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.
Kafli 5 af 6 - Fjölmiðlar
Hvenær manstu fyrst eftir því að vikið hafi verið að kynhneigð í fjölmiðlum og þá með hvaða hætti? Kanntu að lýsa viðbrögðum við því? Manstu fjölmiðlaefni, viðtöl, greinar eða þætti sem þú telur að hafi skipt sköpum í þessu sambandi?
Hvernig myndir þú bera saman fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma og það sem nú er boðið upp á þegar vikið er að samkynhneigð? Kanntu að nefna dæmi? Hvað er líkt, hvað er ólíkt?
Hver finnst þér vera þáttur fjölmiðla í skoðanamótun þegar samkynhneigðir eiga í hlut?
Manstu eftir því hvenær þú sást í fyrsta sinn kvikmynd á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi þar sem vikið var að samkynhneigð? Kanntu að lýsa áhrifum þess á þig og þitt nánasta umhverfi?
Hvaða vægi telur þú að fjölmiðlar hafi haft þegar meta skal aukið umburðarlyndi í garð samkynhneigðra? Hafa fjölmiðlarnir styrkt félagslega stöðu þeirra og mannvirðingu eða veikt hana?
Hvaða áhrif hafa þekktir einstaklingar sem greint hafa frá samkynhneigð sinni í fjölmiðlum haft á viðhorf þín til hinsegin fólks? Minnist þú einhverra tiltekinna einstaklinga í þessu sambandi sem þú telur hafa haft mikil áhrif?
Hvaða augum lítur þú veraldarvefinn (netið) og áhrif hans á stöðu og réttindabaráttu samkynhneigðra?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.
Kafli 6 af 6 - Minningar um samkynhneigða einstaklinga
Hvaða kynni hefur þú (óháð eigin kynhneigð) haft af samkynhneigðu fólki, meðal vina, vinnufélaga eða í fjölskyldu þinni? Fyrsta samkynhneigða manneskjan sem þú kynntist (nema þú sért hinsegin), hvað er þér minnisstætt við hana? Hvaða áhrif höfðu slík kynni á skoðanir þínar og viðhorf til homma og lesbía?