LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSamkynhneigð
Ártal1968
Spurningaskrá118 Samkynhneigð á Íslandi

ByggðaheitiHöfuðborgarsvæði
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2013-1-76
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið27.5.2013/9.9.2013
TækniTölvuskrift

Kyn: Samkynhneigður karl
Aldur: 51
Starf: Hásólamenntaður (BA, MS) skrifstofumaður

Viðhorf til samkynhneigðra
Hvenær manst þú eftir að hafa fyrst heyrt talað um samkynhneigð (óháð þinni eigin kynhneigð)?
Ég heyrði fyrst orðið „hommi“ þegar ég var u.þ.b. 7 ára (árið 1968 í Kópavogi). Einhver strákur, lítið eldri en ég, stríddi mér og sagði: “Pabbi þinn er hommi“. Ég hafði greinilega heyrt líkt hljómandi orð áður (ennfremur notað sem skammaryrði) og svaraði um hæl: „Nei, pabbi minn skiptir sér ekkert af stjórnmálum“.
Hvernig var t.d. talað um samkynhneigt fólk á fimmta áratug 20. aldar eða á áttunda áratugnum miðað við það sem síðar varð?
Höldum okkur bara við áttunda áratuginn. Foreldrarnir sendu mig vikulega í „sjoppuna“ í Kársnesinu til að kaupa Mánudagsblaðið. Allir vita nú að illa var talað um samkynhneigt fólk í sneplinum þeim.
Hefur þú tök á samanburði frá áratug til áratugar?
Nei.

Hvernig minnist þú breytinga á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi? Hvað hefur einkum orsakað þessar samfélagslegu viðhorfsbreytingar að þínu mati?
Jákvæðari almenn umræða mikilsmetandi manna og kvenna og öflugt starf Samtakanna 78.

Voru einhverjir atburðir eða tiltekin tímabil í sögunni þýðingarmeiri en önnur, að þínu mati, þegar þú íhugar þær breytingar sem orðið hafa?
Tilkoma eyðnifaraldar.
Hvernig tengist það réttindabaráttu samkynhneigðra?
Nauðsynlegt var að uppfræða fólk og leiðrétta fordóma og vanþekkingu. Ennfremur náði faraldurinn að þjappa samkynhneigðum karlmönnum saman.
Hvað hafði tíska, tónlist, bókmenntir og skemmtanalíf að segja?
Frægir einstaklingar létust úr AIDS. Skrifuð voru þekkt leikverk eins t.d. „Angels in America“.
Hvaða máli skiptu erlend áhrif?
Ég á erfitt með að meta þau. Var sjálfur búsettur í Bandaríkjunum frá 1981-87.

Finnst þér að það sé eða hafi verið munur á talsmáta og viðhorfum fólks til samkynhneigðra eftir búsetu, t.d. í dreifbýli og þéttbýli? Hvaða munur?
Get ekki metið það. Hef alla tíð búið í þéttbýli.

Ýmis orð hafa verið notuð um samkynhneigða gegnum tíðina. Kynvilla, sódómía og sódómskur voru þekkt orð fyrr á tíð, en orðið samkynhneigð er aðeins rúmlega þrjátíu ára gamalt í íslensku máli. Hvaða orðum manst þú eftir að hafa heyrt um samkynhneigt fólk á ólíkum tímum?
Hommi. Aftaníoss…

Hefur þú vitneskju um eða persónuleg kynni af samkynhneigðu fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á fjandsamlegum viðhorfum, mætt ofbeldi og niðurlægingu, innan fjölskyldu sinnar eða utan, eða af eigin reynslu?
Já, auðvitað.
Þekkir þú til fólks sem hefur hrökklast úr heimabyggð sinni eða úr landi eða svipt sig lífi af þeim sökum?
Nei.
Kanntu að rekja örlög þessa fólks í stuttu máli?
Nei.

Konur og karlar
Voru/eru hommar og lesbíur litin sömu augum eða var/er munur þar á?
Veit ekki.
Hvaða munur?
Veit ekki.
Hefur þetta breyst og ef svo er, hvernig og af hverju?
Veit ekki.

Hvað manstu um þá hugmynd að hommar væru kvenlegir upp til hópa og lesbíur óvenju karlmannlegar?
Mest bar á þeim sem skáru sig úr fjöldanum, þ.e.a.s. kvenlegum hommum.
Skipti öðruvísi klæðaburður, ímyndaður eða raunverulegur, hugsanlega einhverju máli í þessu sambandi?
Auðvitað.
Hvernig þá?
Allir áttu að vera steyptir í sama mótið í þá góðu, gömlu daga.

Þótti mönnum stafa meiri ógn af öðru kyninu en hinu þegar samkynhneigt fólk átti í hlut?
Veit ekki.
Hvoru kyninu?
Veit ekki.
Var umtal um annað kynið t.d. meira gildishlaðið en umtal um hitt kynið?
Veit ekki.

Manstu eftir einhverju öðru sem sagt var um samkynhneigðar konur og karla á ýmsum tímum ævi þinnar?
Nei.

Löggjöf
Hvernig telur þú að löggjöf hafi haft áhrif á líf samkynhneigðra og viðhorf til þeirra síðar? Hvað vó þyngst að þínu mati?
Lögin um staðfesta samvist (1986?).

Hvaða augum lítur þú þessar lagasetningar, varstu hlynntur þeim eða ósammála á sínum tíma?
Hlynntur. Þetta var stórsigur og mikið framfaraskref.
Höfðu einhverjar af þessum lagasetningum áhrif á þitt persónulega líf, líf fjölskyldu þinnar eða vina?
Já.
Á hvern hátt?
Ég var svaramaður þegar æskuvinkona mín (..1..) og (..2..) staðfestu samvist sína sama dag og lögin tóku gildi.
Við (..3..) staðfestum samvist okkar árið 2004.

Fjölmiðlar
Hvenær manstu fyrst eftir því að vikið hafi verið að kynhneigð í fjölmiðlum og þá með hvaða hætti?
Neikvæð umræða í Mánudagsblaðinu á áttunda áratugnum. Viðtalið við Hörð Torfason í tímaritinu Samúel. Umfjöllun um Samtakaball í Samúel.
Kanntu að lýsa viðbrögðum við því?
Þótti forvitnilegt, jafnvel krassandi.
Manstu fjölmiðlaefni, viðtöl, greinar eða þætti sem þú telur að hafi skipt sköpum í þessu sambandi?
Nei.

Hvernig myndir þú bera saman fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma og það sem nú er boðið upp á þegar vikið er að samkynhneigð? Kanntu að nefna dæmi? Hvað er líkt, hvað er ólíkt?
Veit ekki.

Hver finnst þér vera þáttur fjölmiðla í skoðanamótun þegar samkynhneigðir eiga í hlut?
Að vera upplýsandi og leiðrétta misskilning og fordóma.

Manstu eftir því hvenær þú sást í fyrsta sinn kvikmynd á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi þar sem vikið var að samkynhneigð?
Ég sá kvikmyndina „Midnight Express“ þegar hún var ný í bíó sem barn í fríi með foreldrum mínum í London.
Kanntu að lýsa áhrifum þess á þig og þitt nánasta umhverfi?
Ég var barn. Þetta var nokkuð óvænt og kunni ég þessu vel.

Hvaða vægi telur þú að fjölmiðlar hafi haft þegar meta skal aukið umburðarlyndi í garð samkynhneigðra? Hafa fjölmiðlarnir styrkt félagslega stöðu þeirra og mannvirðingu eða veikt hana?
Veit ekki.

Hvaða áhrif hafa þekktir einstaklingar sem greint hafa frá samkynhneigð sinni í fjölmiðlum haft á viðhorf þín til hinsegin fólks?
Ég var mjög ungur þegar Samúel var og hét. Eins og börnum er tamt fannst mér ég trúlega þurfa að vera eins og tíðkaðist helst.
Minnist þú einhverra tiltekinna einstaklinga í þessu sambandi sem þú telur hafa haft mikil áhrif?
Sjá svar hér að ofan (Hörður Torfason).

Hvaða augum lítur þú veraldarvefinn (netið) og áhrif hans á stöðu og réttindabaráttu samkynhneigðra?
Veit ekki.

Félög og hreyfingar
Hvaða augum lítur þú þessar hreyfingar og hvaða þýðingu telurðu að þær hafi haft fyrir breytt viðhorf gegnum tíðina? Þekkir þú til starfsemi þeirra og stefnumála? Áttu minningar um samskipti þín eða einhverra þér nákominna við þessi félög?
Slíkar hreyfingar eru vissulega nauðsynlegar. Hef verið félagi í Samtökunum 78 frá árinu 2000. Var félagi í MSC-klúbbnum lengi vel áður en hann lagðist í dvala.

Hefur þú sótt hátíð Hinsegin daga í Reykjavík og hvaða augum lítur þú slíkt framtak?
Já. Laugardagurinn, þegar gangan fer fram, er minn 17. júní, 4. júlí, 14. júlí o.s.frv.

Minningar um samkynhneigða einstaklinga
Hvaða kynni hefur þú (óháð eigin kynhneigð) haft af samkynhneigðu fólki, meðal vina, vinnufélaga eða í fjölskyldu þinni? Fyrsta samkynhneigða manneskjan sem þú kynntist (nema þú sért hinsegin), hvað er þér minnisstætt við hana? Hvaða áhrif höfðu slík kynni á skoðanir þínar og viðhorf til homma og lesbía?
Æskuvinkona mín og vinkona enn er lesbía. Ég man að um líkt leiti og ég fékk bílpróf (þ.e. var 17 ára) sögðum við Anna hvort öðru að við ætluðum að prófa að sofa hjá manneskju af sama kyni. Ekki óraði okkur fyrir því þá (1978) að við ættum bæði eftir að „giftast“ einstaklingi af sama kyni síðar.
Á almennari nótum tel ég jákvæðast og mest uppfræðandi þegar fólk kynnist persónulega samkynhneigðum einstaklingi, t.d. fjölskyldumeðlimi, og áttar sig á því að við erum í raun ekkert öðruvísi.

 


Kafli 1 af 6 - Viðhorf til samkynhneigðra

Hvenær manst þú eftir að hafa fyrst heyrt talað um samkynhneigð (óháð þinni eigin kynhneigð)? Hvernig var t.d. talað um samkynhneigt fólk á fimmta áratug 20. aldar eða á áttunda áratugnum miðað við það sem síðar varð? Hefur þú tök á samanburði frá áratug til áratugar?
Hvernig minnist þú breytinga á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi? Hvað hefur einkum orsakað þessar samfélagslegu viðhorfsbreytingar að þínu mati?
Voru einhverjir atburðir eða tiltekin tímabil í sögunni þýðingarmeiri en önnur, að þínu mati, þegar þú íhugar þær breytingar sem orðið hafa? Hvernig tengist það réttindabaráttu samkynhneigðra? Hvað hafði tíska, tónlist, bókmenntir og skemmtanalíf að segja? Hvaða máli skiptu erlend áhrif?
Finnst þér að það sé eða hafi verið munur á talsmáta og viðhorfum fólks til samkynhneigðra eftir búsetu, t.d. í dreifbýli og þéttbýli? Hvaða munur?
Ýmis orð hafa verið notuð um samkynhneigða gegnum tíðina. Kynvilla, sódómía og sódómskur voru þekkt orð fyrr á tíð, en orðið samkynhneigð er aðeins rúmlega þrjátíu ára gamalt í íslensku máli. Hvaða orðum manst þú eftir að hafa heyrt um samkynhneigt fólk á ólíkum tímum?
Hefur þú vitneskju um eða persónuleg kynni af samkynhneigðu fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á fjandsamlegum viðhorfum, mætt ofbeldi og niðurlægingu, innan fjölskyldu sinnar eða utan, eða af eigin reynslu? Þekkir þú til fólks sem hefur hrökklast úr heimabyggð sinni eða úr landi eða svipt sig lífi af þeim sökum? Kanntu að rekja örlög þessa fólks í stuttu máli?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 6 - Konur og karlar

Voru/eru hommar og lesbíur litin sömu augum eða var/er munur þar á? Hvaða munur? Hefur þetta breyst og ef svo er, hvernig og af hverju?
Hvað manstu um þá hugmynd að hommar væru kvenlegir upp til hópa og lesbíur óvenju karlmannlegar? Skipti öðruvísi klæðaburður, ímyndaður eða raunverulegur, hugsanlega einhverju máli í þessu sambandi? Hvernig þá?
Þótti mönnum stafa meiri ógn af öðru kyninu en hinu þegar samkynhneigt fólk átti í hlut? Hvoru kyninu? Var umtal um annað kynið t.d. meira gildishlaðið en umtal um hitt kynið?
Manstu eftir einhverju öðru sem sagt var um samkynhneigðar konur og karla á ýmsum tímum ævi þinnar?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 6 - Löggjöf

Hvernig telur þú að löggjöf hafi haft áhrif á líf samkynhneigðra og viðhorf til þeirra síðar? Hvað vó þyngst að þínu mati?
Hvaða augum lítur þú þessar lagasetningar, varstu hlyntur þeim eða ósammála á sínum tíma? Höfðu einhverjar af þessum lagasetningum áhrif á þitt persónulega líf, líf fjölskyldu þinnar eða vina? Á hvern hátt?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 6 - Félög og hreyfingar

Á Íslandi hafa orðið til allmörg félagasamtök eða hreyfingar samkynhneigðra og annars hinsegin fólks á síðustu áratugum. Þeirra elst og áhrifamest eru Samtökin ´78, stofnuð árið 1978, en fleiri hreyfingar hafa haft áhrif á breytt viðhorf og sýnileika samkynhneigðra, t.d. Q – Félag hinsegin stúdenta, FAS – Félag aðstandenda samkynhneigðra, Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride og Íþróttafélagið Styrmir svo fáein dæmi séu nefnd. Hvaða augum lítur þú þessar hreyfingar og hvaða þýðingu telurðu að þær hafi haft fyrir breytt viðhorf gegnum tíðina? Þekkir þú til starfsemi þeirra og stefnumála? Áttu minningar um samskipti þín eða einhverra þér nákominna við þessi félög?
Hefur þú sótt hátíð Hinsegin daga í Reykjavík og hvaða augum lítur þú slíkt framtak?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 6 - Fjölmiðlar

Hvenær manstu fyrst eftir því að vikið hafi verið að kynhneigð í fjölmiðlum og þá með hvaða hætti? Kanntu að lýsa viðbrögðum við því? Manstu fjölmiðlaefni, viðtöl, greinar eða þætti sem þú telur að hafi skipt sköpum í þessu sambandi?
Hvernig myndir þú bera saman fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma og það sem nú er boðið upp á þegar vikið er að samkynhneigð? Kanntu að nefna dæmi? Hvað er líkt, hvað er ólíkt?
Hver finnst þér vera þáttur fjölmiðla í skoðanamótun þegar samkynhneigðir eiga í hlut?
Manstu eftir því hvenær þú sást í fyrsta sinn kvikmynd á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi þar sem vikið var að samkynhneigð? Kanntu að lýsa áhrifum þess á þig og þitt nánasta umhverfi?
Hvaða vægi telur þú að fjölmiðlar hafi haft þegar meta skal aukið umburðarlyndi í garð samkynhneigðra? Hafa fjölmiðlarnir styrkt félagslega stöðu þeirra og mannvirðingu eða veikt hana?
Hvaða áhrif hafa þekktir einstaklingar sem greint hafa frá samkynhneigð sinni í fjölmiðlum haft á viðhorf þín til hinsegin fólks? Minnist þú einhverra tiltekinna einstaklinga í þessu sambandi sem þú telur hafa haft mikil áhrif?
Hvaða augum lítur þú veraldarvefinn (netið) og áhrif hans á stöðu og réttindabaráttu samkynhneigðra?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 6 - Minningar um samkynhneigða einstaklinga

Hvaða kynni hefur þú (óháð eigin kynhneigð) haft af samkynhneigðu fólki, meðal vina, vinnufélaga eða í fjölskyldu þinni? Fyrsta samkynhneigða manneskjan sem þú kynntist (nema þú sért hinsegin), hvað er þér minnisstætt við hana? Hvaða áhrif höfðu slík kynni á skoðanir þínar og viðhorf til homma og lesbía?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana