LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSamkynhneigð
Ártal1980-2013
Spurningaskrá118 Samkynhneigð á Íslandi

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1961

Nánari upplýsingar

Númer2013-1-81
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið27.5.2013/12.11.2013
TækniTölvuskrift

Viðhorf til samkynhneigðra

Hvenær manst þú eftir að hafa fyrst heyrt talað um samkynhneigð (óháð þinni eigin kynhneigð)? Hvernig var t.d. talað um samkynhneigt fólk á fimmta áratug 20. aldar eða á áttunda áratugnum miðað við það sem síðar varð? Hefur þú tök á samanburði frá áratug til áratugar?
Ég man svo sem ekki mikið tal um samkynhneigða fyrr en eftir 1980. Þetta var alls ekki rætt heima hjá mér. Það var ekki fyrr en í framhaldsskóla sem maður fór að heyra um homma, ekki svo mikið lesbíur. Oftast var umræðan í skammartón og maður varaður við karlmönnum með eyrnalokk í hægra eyra. Smá saman fór maður að mynda sér sínar eigin skoðanir. Ég man þó áfallið sem bróðir minn fékk, rétt rúmlega 20 ára. Hann vara á skemmtistað og stóð upp við vegg þegar hann finnur að honum er strokið um læri. Þetta var karlamaður að reyna við hann og reiddist bróðir minn. Ég fór þá að velta þessu meira fyrir mér og gat ekki séð að það væri eitthvað verra að vera samkynhneigður en ekki.
Hvernig minnist þú breytinga á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi? Hvað hefur einkum orsakað þessar samfélagslegu viðhorfsbreytingar að þínu mati?
Smá saman varð umræðan opnari og þar sem ég hef starfað sem kennari frá 1987 og þar af í framhaldsskóla frá 1989, þá hef ég oftar en ekki hlustað á nemendur og vandamál þeirra. Ég var forvarnafulltrúi í 9 ár og fór amk 2 á ráðstefnur um samkynhneigt ungt fólk í framhaldsskólum og viðhorf til þeirra. Ég minnist þess að umræðan opnaðist vel hér þegar Norðurlandsdeild Samtakanna '78 varð vel virk og ungmenna- og foreldrahópar stofnaðir, fyrir um 15 árum, eða svo. Opin umræða, minni fordómar hafa að mínu mati haft mest áhrif á þessa breytingu. En einnig má minnast Gay Pride göngunnar sem hefur eytt miklum fordómum og opnað umræðuna enn meira.

Voru einhverjir atburðir eða tiltekin tímabil í sögunni þýðingarmeiri en önnur, að þínu mati, þegar þú íhugar þær breytingar sem orðið hafa? Hvernig tengist það réttindabaráttu samkynhneigðra? Hvað hafði tíska, tónlist, bókmenntir og skemmtanalíf að segja? Hvaða máli skiptu erlend áhrif?
Ég hef því miður ekki fylgst svo vel með réttindabaráttu samkynhneigðra að ég geti markað eitt eða annað frekar, kannski þegar séttindi þeirra til hjónavígslu varð að veruleika. Áhrif frá hippaárunum höfðu líka mikil áhrif á t.d. opnari huga til frjálsra ásta og minni hömlur í samskiptum kynja. Á hippaárunum varð minni útlitsmunur á kynjuum þar sem sítt hár var á öllum kollum og margir klæddust á “unisex” máta.

Finnst þér að það sé eða hafi verið munur á talsmáta og viðhorfum fólks til samkynhneigðra eftir búsetu, t.d. í dreifbýli og þéttbýli? Hvaða munur?
Hér áður fyrr var samkynhneigðum ekki vært í minni bæjum. Þeir áttu auðveldara með að “tínast” í Reykjavík, en þó helst í öðrum löndum. Minni þolinmæði er gagnvart “öðruvísi” fólki í minni sjávarplássum þar sem of mörgum karlmönnum finnst karlmennsku sinni ógnað með “mjúkum” mönnum. Auðvitað eru þetta fordómar í mér, en þeir eru allstaðar! Allskonar niðrandi orð hafa verið notuð; hommatittur, kerling, aumingi etc. Nemendur mínir hafa gjarnan notað orðið “homminnðinn” til að skammast í félögum sínum, en það er ekki leyfilegt svo ég heyri til og finnst mér þetta orð mikið að víkja.

Ýmis orð hafa verið notuð um samkynhneigða gegnum tíðina. Kynvilla, sódómía og sódómskur voru þekkt orð fyrr á tíð, en orðið samkynhneigð er aðeins rúmlega þrjátíu ára gamalt í íslensku máli. Hvaða orðum manst þú eftir að hafa heyrt um samkynhneigt fólk á ólíkum tímum? Ég man efitr orðum eins og kynvillingur og svo seinna hommar og lessur, en nota sjálf mest orðið samkynheigðir þar sem mér finnst orðið lesbía frekar ljótt.

Hefur þú vitneskju um eða persónuleg kynni af samkynhneigðu fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á fjandsamlegum viðhorfum, mætt ofbeldi og niðurlægingu, innan fjölskyldu sinnar eða utan, eða af eigin reynslu? Þekkir þú til fólks sem hefur hrökklast úr heimabyggð sinni eða úr landi eða svipt sig lífi af þeim sökum? Kanntu að rekja örlög þessa fólks í stuttu máli?
Jú, víst hefur maður heyrt af fólki, sem fætt er/var um og fyrir miðja síðustu öld sem ekki áttu uppdráttar vært hér á landi. Einn kannast ég við sem var í íþróttum og hrökklaðist burt, en er kominn aftur eftir áralanga búsetu erlendis þar sem hann nýtti reynslu sína í að aðstoða ungmenni við íþróttaiðkun og daglegt líf eftir að það kom út úr skápnum. Nokkra nemendur hefur maður haft hér bæði samkynhneigða og transfólk og er umræða innan skólans um slík mál opin. Sem betur fer þekki ég ekki neinn sem hefur svipt sig lífi, en margir hafa átt erfitt uppdráttar og komið sér úr minni byggðum. Við hjón höfum hinsvegar rætt um fólk hér í bæ, Akureyri, sem er komið á 80 og 90 aldur og við erum fullviss að er samkynhneigt en hefur aldrei komið út úr skápnum. Við erum sannfærð um að hafi þessir eingstaklingar gert slíkt á unga aldri hefði engum þeirra orðið vært hér í bæ. Nú fyllist maður sorg að vita af fólki sem hefur getað lifað sem það sjálft.

Konur og karlar
Voru/eru hommar og lesbíur litin sömu augum eða var/er munur þar á? Hvaða munur? Hefur þetta breyst og ef svo er, hvernig og af hverju?
Ég veit ekki hvort munur er á, en gæti ímyndað mér að lesbíur væru “strákalegri” og hommar “stelpulegri” í augum fólks. Allt of oft er það fyrsta hugsun fólks hvor er karlinn eða konan í sambandi samkynhneigðra. En afhverju þetta viðhorf er hef ég ekki hugmynd.

Hvað manstu um þá hugmynd að hommar væru kvenlegir upp til hópa og lesbíur óvenju karlmannlegar? Skipti öðruvísi klæðaburður, ímyndaður eða raunverulegur, hugsanlega einhverju máli í þessu sambandi? Hvernig þá?
Sjá svar að ofan. En jú, ég vil meina að drag og oft áberandi smekklegur klæðnaður homma hafi ítt undir þetta viðhorf. Ef ég hugsa bara til þeirra stelpna sem ég hef kennst hér þá eru/voru þær alltaf ögn “strákalegri” í klæðnaði, eða lögðu minni áherslu á fatnað og útlilt en hommar.

Þótti mönnum stafa meiri ógn af öðru kyninu en hinu þegar samkynhneigt fólk átti í hlut? Hvoru kyninu? Var umtal um annað kynið t.d. meira gildishlaðið en umtal um hitt kynið?
Nei, ekki er/var munur á kynjum og ég held að ekki hafi menn haldið að ógn stafaði af samkynhneigðum. En meira hefur verið rætt um homma almennt, lesbíur einhvernveginn fallið meira í skuggann, nema kannski þar til hjónaband Jóhönnu Sig og Jónínu Leós varð opinbert. Íslendingar eru stoltir af því að eiga fyrsta forsetisráðherra sem er samkynhneigð.
Manstu eftir einhverju öðru sem sagt var um samkynhneigðar konur og karla á ýmsum tímum ævi þinnar?
Nei

Löggjöf
Hvernig telur þú að löggjöf hafi haft áhrif á líf samkynhneigðra og viðhorf til þeirra síðar? Hvað vó þyngst að þínu mati?
Ég held að þar sem samkynhneigðir eru jafnréttir öðrum fyrir lögum hafi viðhorf manna breyst til þeirra og er opnara og jákvæðara. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem telja þetta kynvillinga og að hægt sé að “lækna” fólk af samkynhneigð. En þessi hópur fer minnkandi. Það að samkynhenigðir geti gift sig í kirkju var einna stærsti sigurinn og nú á “bara” eftir að vinna að réttindamálum transfólks.

Hvaða augum lítur þú þessar lagasetningar, varstu hlyntur þeim eða ósammála á sínum tíma? Höfðu einhverjar af þessum lagasetningum áhrif á þitt persónulega líf, líf fjölskyldu þinnar eða vina? Á hvern hátt?
Ég hef alla tíð verið sammála því að allir, burt séð frá kynhneigð, eigi að vera jafnréttháir fyrir lögum manna og guðs. Þetta hafði ekki áhrif á mitt líf persónulega annað en ég gleðst yfir því að aðrir geti gengið skrefið til fulls í sínu samlífi eins og ég gat þegar ég gifti mig fyrir 25 árum.

Fjölmiðlar
Hvenær manstu fyrst eftir því að vikið hafi verið að kynhneigð í fjölmiðlum og þá með hvaða hætti? Kanntu að lýsa viðbrögðum við því? Manstu fjölmiðlaefni, viðtöl, greinar eða þætti sem þú telur að hafi skipt sköpum í þessu sambandi? Ég man nú ekki mikið né langt aftur í tímann. Einstaka viðtöl við Hörð Torfason og Kristján, stofnanda samtakanna '78, man ég í fjölmiðlum, en annars var þetta málefni tabú.

Hvernig myndir þú bera saman fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma og það sem nú er boðið upp á þegar vikið er að samkynhneigð? Kanntu að nefna dæmi? Hvað er líkt, hvað er ólíkt?
Í dag er mikið fjallað um málefni samkynhneigðra, sérstaklega í tengslum við réttindabaráttu þeirra og að koma í viðtal og láta taka af sér myndir verandi samkynhneigður skiptir engu máli lengur, sem betur fer

Hver finnst þér vera þáttur fjölmiðla í skoðanamótun þegar samkynhneigðir eiga í hlut?
Ég hef trú að samfélagið í heild sé sammála hvernig til hefur tekist í réttindabaráttu samkynhneigðra og umburðarlyndi hefur aukist. Ég er ekki viss um að fjölmiðlar hafi svo mikil áhrif á skoðanir almennings. Samt fá allir aðilar að tjá sig í ræðu og riti og eru ekki allir sammála. En aðgát skal höfð í nærveru sálar og má minnast þess að grunnskólakennari á Akureyri var settur af þar sem hann hafði oftar en einu sinni talað niðrandi um samkynhneigða við nemendur sína.

Manstu eftir því hvenær þú sást í fyrsta sinn kvikmynd á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi þar sem vikið var að samkynhneigð? Kanntu að lýsa áhrifum þess á þig og þitt nánasta umhverfi?
Nei.
Hvaða vægi telur þú að fjölmiðlar hafi haft þegar meta skal aukið umburðarlyndi í garð samkynhneigðra? Hafa fjölmiðlarnir styrkt félagslega stöðu þeirra og mannvirðingu eða veikt hana?
Ég tel fjölmiðla hafa styrkt söðu þeirra þar sem málefni samkynhneigðra eru meira áberandi en þeirra sem telja þetta kynvillu og að biblían banni samkynhneigð.

Hvaða áhrif hafa þekktir einstaklingar sem greint hafa frá samkynhneigð sinni í fjölmiðlum haft á viðhorf þín til hinsegin fólks? Minnist þú einhverra tiltekinna einstaklinga í þessu sambandi sem þú telur hafa haft mikil áhrif?
Páll Óskar Hjálmtýsson er hommi númer 1 á Íslandi sem staðið hefur ötullega að baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra, sem og Margrét Pála Ólafsdóttir, hjallastefnu-höfðingi. Þessir einstaklingar hafa þó ekki endilega haft áhrif á mínar skoðanir, en vonandi hjálpað öðrum að koma út úr skápnum.
Hvaða augum lítur þú veraldarvefinn (netið) og áhrif hans á stöðu og réttindabaráttu samkynhneigðra?
Þekki ekki til.

Félög og hreyfingar
Á Íslandi hafa orðið til allmörg félagasamtök eða hreyfingar samkynhneigðra og annars hinsegin fólks á síðustu áratugum. Þeirra elst og áhrifamest eru Samtökin ´78, stofnuð árið 1978, en fleiri hreyfingar hafa haft áhrif á breytt viðhorf og sýnileika samkynhneigðra, t.d. Q – Félag hinsegin stúdenta, FAS – Félag aðstandenda samkynhneigðra, Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride og Íþróttafélagið Styrmir svo fáein dæmi séu nefnd.

Hvaða augum lítur þú þessar hreyfingar og hvaða þýðingu telurðu að þær hafi haft fyrir breytt viðhorf gegnum tíðina? Þekkir þú til starfsemi þeirra og stefnumála? Áttu minningar um samskipti þín eða einhverra þér nákominna við þessi félög?
Ég þekki íþróttafélagið Styrmi og hef unnið með þeim við IGLA-leikana (International Gay and Lesbian Aquatics) og var þá ásamt manni mínum dómari í sundi og til ráðgjafar við undirbúning. FAS þekki ég líka og ungliða hér á Akureyri.
Hefur þú sótt hátíð Hinsegin daga í Reykjavík og hvaða augum lítur þú slíkt framtak?
Framtakið er frábært, en ég hef ekki sótt hátíðina.

Minningar um samkynhneigða einstaklinga
Hvaða kynni hefur þú (óháð eigin kynhneigð) haft af samkynhneigðu fólki, meðal vina, vinnufélaga eða í fjölskyldu þinni? Fyrsta samkynhneigða manneskjan sem þú kynntist (nema þú sért hinsegin), hvað er þér minnisstætt við hana? Hvaða áhrif höfðu slík kynni á skoðanir þínar og viðhorf til homma og lesbía?

Ég er nú svo mikill sauður að mér er alveg sama hvaða kynhneigð er í kringum mig og aldrei pælt í slíku. Fólk er bara fólk. Jú ég man einn nemanda sem kom oft og iðulega stormandi ögn of seint í tíma með gusti og vildi láta taka eftir sér. Ég hélt fyrst að þessi væri bara svona rosa mikill hommi að hann vildi vera meira áberandi en aðrir. Seinn reyndi viðkomandi að komast í kynleiðréttingu en stóðst ekki sálfræðiálagið. Auðvitað var maður ekki alveg viss í fyrstu hvernig bregðast ætti við, en það komst fljótt í vana að tala við viðkomandi sem stelpu. Annars man ég ekki til þess að þetta hefði nein sérstök áhrif á mig. Ég fékk þó að heyra frá fyrrum nemanda hvað hópur samkynhneigðra


Kafli 1 af 6 - Viðhorf til samkynhneigðra

Hvenær manst þú eftir að hafa fyrst heyrt talað um samkynhneigð (óháð þinni eigin kynhneigð)? Hvernig var t.d. talað um samkynhneigt fólk á fimmta áratug 20. aldar eða á áttunda áratugnum miðað við það sem síðar varð? Hefur þú tök á samanburði frá áratug til áratugar?
Hvernig minnist þú breytinga á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi? Hvað hefur einkum orsakað þessar samfélagslegu viðhorfsbreytingar að þínu mati?
Voru einhverjir atburðir eða tiltekin tímabil í sögunni þýðingarmeiri en önnur, að þínu mati, þegar þú íhugar þær breytingar sem orðið hafa? Hvernig tengist það réttindabaráttu samkynhneigðra? Hvað hafði tíska, tónlist, bókmenntir og skemmtanalíf að segja? Hvaða máli skiptu erlend áhrif?
Finnst þér að það sé eða hafi verið munur á talsmáta og viðhorfum fólks til samkynhneigðra eftir búsetu, t.d. í dreifbýli og þéttbýli? Hvaða munur?
Ýmis orð hafa verið notuð um samkynhneigða gegnum tíðina. Kynvilla, sódómía og sódómskur voru þekkt orð fyrr á tíð, en orðið samkynhneigð er aðeins rúmlega þrjátíu ára gamalt í íslensku máli. Hvaða orðum manst þú eftir að hafa heyrt um samkynhneigt fólk á ólíkum tímum?
Hefur þú vitneskju um eða persónuleg kynni af samkynhneigðu fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á fjandsamlegum viðhorfum, mætt ofbeldi og niðurlægingu, innan fjölskyldu sinnar eða utan, eða af eigin reynslu? Þekkir þú til fólks sem hefur hrökklast úr heimabyggð sinni eða úr landi eða svipt sig lífi af þeim sökum? Kanntu að rekja örlög þessa fólks í stuttu máli?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 6 - Konur og karlar

Voru/eru hommar og lesbíur litin sömu augum eða var/er munur þar á? Hvaða munur? Hefur þetta breyst og ef svo er, hvernig og af hverju?
Hvað manstu um þá hugmynd að hommar væru kvenlegir upp til hópa og lesbíur óvenju karlmannlegar? Skipti öðruvísi klæðaburður, ímyndaður eða raunverulegur, hugsanlega einhverju máli í þessu sambandi? Hvernig þá?
Þótti mönnum stafa meiri ógn af öðru kyninu en hinu þegar samkynhneigt fólk átti í hlut? Hvoru kyninu? Var umtal um annað kynið t.d. meira gildishlaðið en umtal um hitt kynið?
Manstu eftir einhverju öðru sem sagt var um samkynhneigðar konur og karla á ýmsum tímum ævi þinnar?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 6 - Löggjöf

Hvernig telur þú að löggjöf hafi haft áhrif á líf samkynhneigðra og viðhorf til þeirra síðar? Hvað vó þyngst að þínu mati?
Hvaða augum lítur þú þessar lagasetningar, varstu hlyntur þeim eða ósammála á sínum tíma? Höfðu einhverjar af þessum lagasetningum áhrif á þitt persónulega líf, líf fjölskyldu þinnar eða vina? Á hvern hátt?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 6 - Félög og hreyfingar

Á Íslandi hafa orðið til allmörg félagasamtök eða hreyfingar samkynhneigðra og annars hinsegin fólks á síðustu áratugum. Þeirra elst og áhrifamest eru Samtökin ´78, stofnuð árið 1978, en fleiri hreyfingar hafa haft áhrif á breytt viðhorf og sýnileika samkynhneigðra, t.d. Q – Félag hinsegin stúdenta, FAS – Félag aðstandenda samkynhneigðra, Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride og Íþróttafélagið Styrmir svo fáein dæmi séu nefnd. Hvaða augum lítur þú þessar hreyfingar og hvaða þýðingu telurðu að þær hafi haft fyrir breytt viðhorf gegnum tíðina? Þekkir þú til starfsemi þeirra og stefnumála? Áttu minningar um samskipti þín eða einhverra þér nákominna við þessi félög?
Hefur þú sótt hátíð Hinsegin daga í Reykjavík og hvaða augum lítur þú slíkt framtak?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 6 - Fjölmiðlar

Hvenær manstu fyrst eftir því að vikið hafi verið að kynhneigð í fjölmiðlum og þá með hvaða hætti? Kanntu að lýsa viðbrögðum við því? Manstu fjölmiðlaefni, viðtöl, greinar eða þætti sem þú telur að hafi skipt sköpum í þessu sambandi?
Hvernig myndir þú bera saman fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma og það sem nú er boðið upp á þegar vikið er að samkynhneigð? Kanntu að nefna dæmi? Hvað er líkt, hvað er ólíkt?
Hver finnst þér vera þáttur fjölmiðla í skoðanamótun þegar samkynhneigðir eiga í hlut?
Manstu eftir því hvenær þú sást í fyrsta sinn kvikmynd á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi þar sem vikið var að samkynhneigð? Kanntu að lýsa áhrifum þess á þig og þitt nánasta umhverfi?
Hvaða vægi telur þú að fjölmiðlar hafi haft þegar meta skal aukið umburðarlyndi í garð samkynhneigðra? Hafa fjölmiðlarnir styrkt félagslega stöðu þeirra og mannvirðingu eða veikt hana?
Hvaða áhrif hafa þekktir einstaklingar sem greint hafa frá samkynhneigð sinni í fjölmiðlum haft á viðhorf þín til hinsegin fólks? Minnist þú einhverra tiltekinna einstaklinga í þessu sambandi sem þú telur hafa haft mikil áhrif?
Hvaða augum lítur þú veraldarvefinn (netið) og áhrif hans á stöðu og réttindabaráttu samkynhneigðra?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 6 - Minningar um samkynhneigða einstaklinga

Hvaða kynni hefur þú (óháð eigin kynhneigð) haft af samkynhneigðu fólki, meðal vina, vinnufélaga eða í fjölskyldu þinni? Fyrsta samkynhneigða manneskjan sem þú kynntist (nema þú sért hinsegin), hvað er þér minnisstætt við hana? Hvaða áhrif höfðu slík kynni á skoðanir þínar og viðhorf til homma og lesbía?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana