118 Samkynhneigð á Íslandi
Viðhorf til samkynhneigðra
1. Hvenær manst þú eftir að hafa fyrst heyrt talað um samkynhneigð (óháð þinni eigin kynhneigð)? Hvernig var t.d. talað um samkynhneigt fólk á fimmta áratug 20. aldar eða á áttunda áratugnum miðað við það sem síðar varð? Hefur þú tök á samanburði frá áratug til áratugar?
1. Skilgreiningin á því hvenær breytt viðhorf hefur skapast er erfitt að tímasetja, fyrst þegar rætt var um að Sódóar væru „öðruvísi“ menn hefur verið í mínum eyrum um 1950 . Viðhorfið var þá að ungir drengir ættu ekki að vera blanda geði við þá, nokkrir voru nafngreiundir og voru menn varaðir við því að blanda geði við þá.
Á Laugavegi 11 var hópur manna sem var álitið að hefðu eitthvað vafasamt athæfi í huganum og forðuðust menn samskipti við þá, seinna hefur komið í ljós að þetta var blanda af mönnum sem hugsuðu ekki eins og flestir, að einhverjir hafi verið hinsegin virðist ekki hafa verið aðal málið.
1957 var ég vitni að því að Esjan kom til Vestmanneyja og var þar um þjóðhátiðina, spurðist út að um borð væru „sódómennskir“ menn sem ógnuðu siðferði eyjamanna, voru sumir eyjamenn sem ég var í sambandi við mjög uggandi yfir komu þeirra.
2. Hvernig minnist þú breytinga á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi? Hvað hefur einkum orsakað þessar samfélagslegu viðhorfsbreytingar að þínu mati?
2. Breytingin átti sér stað þegar samkynhneigðir komu „út úr skápnum“ m.ö.o. það var barátta þeirra sem varð þess valdandi að fólk fór að hugsa þetta mannlega „afbrigði“ með breyttu hugarfari.
Læknar og fagfólk veitt þeim stuðning og seinna komu einstaka prestar fram með sínar skoðanir.
3. Voru einhverjir atburðir eða tiltekin tímabil í sögunni þýðingarmeiri en önnur, að þínu mati, þegar þú íhugar þær breytingar sem orðið hafa? Hvernig tengist það réttindabaráttu samkynhneigðra? Hvað hafði tíska, tónlist, bókmenntir og skemmtanalíf að segja? Hvaða máli skiptu erlend áhrif?
3. Breytingin átti sér stað hægt og sígandi þannig að almenningur tók ekki eftir því, en aðlaðast henni smátt og smátt. Það eru ekki nein tíðindi lengur að samkynhneigt par giftist.
4. Finnst þér að það sé eða hafi verið munur á talsmáta og viðhorfum fólks til samkynhneigðra eftir búsetu, t.d. í dreifbýli og þéttbýli? Hvaða munur?
4. Án þess að hafa það beint fyrir mér þá leyfi ég mér að a´lykta að samkynhneigðir hafi átt erfiða tíma í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla.
5. Ýmis orð hafa verið notuð um samkynhneigða gegnum tíðina. Kynvilla, sódómía og sódómskur voru þekkt orð fyrr á tíð, en orðið samkynhneigð er aðeins rúmlega þrjátíu ára gamalt í íslensku máli. Hvaða orðum manst þú eftir að hafa heyrt um samkynhneigt fólk á ólíkum tímum?
5. Sódó og eða sódómennskur var algengast í minni bernsku, hýr og hommi er að mínu mati algengast í dag. Samkynhneigður er notað þegar menn vanda orðaval sitt.
6. Hefur þú vitneskju um eða persónuleg kynni af samkynhneigðu fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á fjandsamlegum viðhorfum, mætt ofbeldi og niðurlægingu, innan fjölskyldu sinnar eða utan, eða af eigin reynslu? Þekkir þú til fólks sem hefur hrökklast úr heimabyggð sinni eða úr landi eða svipt sig lífi af þeim sökum? Kanntu að rekja örlög þessa fólks í stuttu máli?
6. Ég hef heyrt sögur af harmleikum,. Persónuleg kynni hef ég og er sá einstaklingur ekki látinn gjalda þess á neinn hátt, þvert á móti er hann í uppáhaldi hjá öllum.
Konur og karlar
7. Voru/eru hommar og lesbíur litin sömu augum eða var/er munur þar á? Hvaða munur? Hefur þetta breyst og ef svo er, hvernig og af hverju?
7. Mín skoðun er að karlar fárast ekki yfir sambandi tveggja kvenna en líta frekar sambúð karla hornaugum, konur eru annarra skoðunar, þannig að það virðist vera kynbundið viðhorf. Hinsvegar held ég að það hafi ekki verið amast við sambýli tveggja kvenna langt aftur í aldir, þar sem fólk áleit að ekkert vafasamt færi fram milli þeirra.
8. Hvað manstu um þá hugmynd að hommar væru kvenlegir upp til hópa og lesbíur óvenju karlmannlegar? Skipti öðruvísi klæðaburður, ímyndaður eða raunverulegur, hugsanlega einhverju máli í þessu sambandi? Hvernig þá?
8. Klæðaburður er ekki eingöngu það sem „merkir“ fólkið, það er fasið og líkamshreyfingar en það er ekki nein regla í gildi, sem ég skynja, „gey pride“ er tækifærið sem þetta fólk hefur til að leika sér svolítið og rasa út.-
9. Þótti mönnum stafa meiri ógn af öðru kyninu en hinu þegar samkynhneigt fólk átti í hlut? Hvoru kyninu? Var umtal um annað kynið t.d. meira gildishlaðið en umtal um hitt kynið?
9. Karlmenn sem voru álitnir „sódó“ voru taldir vafasamir og voru strákar varið við að blanda geði við þá, það er möguleiki á því að konur hafi verið varaðar við samskiptum við lesbíur, en ég hef ekki heyrt talað um það.
10. Manstu eftir einhverju öðru sem sagt var um samkynhneigðar konur og karla á ýmsum tímum ævi þinnar?
10. Nei.
Löggjöf
11. Hvernig telur þú að löggjöf hafi haft áhrif á líf samkynhneigðra og viðhorf til þeirra síðar? Hvað vó þyngst að þínu mati?
11. Að leyfa sambúð hjá samkynhneigðu fólki.
12. Hvaða augum lítur þú þessar lagasetningar, varstu hlyntur þeim eða ósammála á sínum tíma? Höfðu einhverjar af þessum lagasetningum áhrif á þitt persónulega líf, líf fjölskyldu þinnar eða vina? Á hvern hátt?
12. Ég er mjög hlynntur, þar sem ég hef heyrt dæmi þess að pör sem höfðu átt heimili saman í mörg ár og skyndilegt dauðsfall breytti aðstöðu eftirlifnandi aðila, þar sem sá látni hafði verið skráður fyrir allri eigninni. Skylduerfingjar gerðu sínar kröfur og gátu látið bera sambýlismanninn út.
Fjölmiðlar
13. Hvenær manstu fyrst eftir því að vikið hafi verið að kynhneigð í fjölmiðlum og þá með hvaða hætti? Kanntu að lýsa viðbrögðum við því? Manstu fjölmiðlaefni, viðtöl, greinar eða þætti sem þú telur að hafi skipt sköpum í þessu sambandi?
13. Ég get ekki tímasett það en Páll Óskar á heiður skilið fyrir sinn þátt og ætti að vera búið að „krossa“ hann fyrir löngu.
14. Hvernig myndir þú bera saman fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma og það sem nú er boðið upp á þegar vikið er að samkynhneigð? Kanntu að nefna dæmi? Hvað er líkt, hvað er ólíkt?
14. Það er ekki oft að tilefni gefast til að ræða kynhneigð fólks, þetta var „tapú“ í gamla daga og þótt ekki siðlegt að ræða þessi mál. Pressan gerði sig seka um að dæma einstaka menn með skelfilegum afleiðingum.
15. Hver finnst þér vera þáttur fjölmiðla í skoðanamótun þegar samkynhneigðir eiga í hlut?
15. Ef tilefni gefst eiga fjölmiðlar að leggja málinu lið.
16. Manstu eftir því hvenær þú sást í fyrsta sinn kvikmynd á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi þar sem vikið var að samkynhneigð? Kanntu að lýsa áhrifum þess á þig og þitt nánasta umhverfi?
16. Ég mann eftir sjónvarpsþáttum þar einn fjölskyldumeðlimur var „gey“, þessi þættir voru bannaðir í Bandaríkjunum.
17. Hvaða vægi telur þú að fjölmiðlar hafi haft þegar meta skal aukið umburðarlyndi í garð samkynhneigðra? Hafa fjölmiðlarnir styrkt félagslega stöðu þeirra og mannvirðingu eða veikt hana?
17. Ég er þeirra skoðunar að fjölmiðlar á Íslandi hafi styrkt stöðu þeirra, m.a. með fréttaflutningi af „Gey Pride“.
18. Hvaða áhrif hafa þekktir einstaklingar sem greint hafa frá samkynhneigð sinni í fjölmiðlum haft á viðhorf þín til hinsegin fólks? Minnist þú einhverra tiltekinna einstaklinga í þessu sambandi sem þú telur hafa haft mikil áhrif?
18. Nefni aftur Páll Óskar.
19. Hvaða augum lítur þú veraldarvefinn (netið) og áhrif hans á stöðu og réttindabaráttu samkynhneigðra?
19. Hef ekki kynnt mér það.
Félög og hreyfingar
Á Íslandi hafa orðið til allmörg félagasamtök eða hreyfingar samkynhneigðra og annars hinsegin fólks á síðustu áratugum. Þeirra elst og áhrifamest eru Samtökin ´78, stofnuð árið 1978, en fleiri hreyfingar hafa haft áhrif á breytt viðhorf og sýnileika samkynhneigðra, t.d. Q – Félag hinsegin stúdenta, FAS – Félag aðstandenda samkynhneigðra, Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride og Íþróttafélagið Styrmir svo fáein dæmi séu nefnd.
20. Hvaða augum lítur þú þessar hreyfingar og hvaða þýðingu telurðu að þær hafi haft fyrir breytt viðhorf gegnum tíðina? Þekkir þú til starfsemi þeirra og stefnumála? Áttu minningar um samskipti þín eða einhverra þér nákominna við þessi félög?
20. Ég tel að þessi samtök hafi gjörbreytt aðstöðu þessa hóps og sömuleiðis viðhorfi og skilningi almennings.
21. Hefur þú sótt hátíð Hinsegin daga í Reykjavík og hvaða augum lítur þú slíkt framtak?
21. Nei ekki ennþá, hef ekki verið í aðstöðu, e.t.v. seinna.
Minningar um samkynhneigða einstaklinga
22. Hvaða kynni hefur þú (óháð eigin kynhneigð) haft af samkynhneigðu fólki, meðal vina, vinnufélaga eða í fjölskyldu þinni? Fyrsta samkynhneigða manneskjan sem þú kynntist (nema þú sért hinsegin), hvað er þér minnisstætt við hana? Hvaða áhrif höfðu slík kynni á skoðanir þínar og viðhorf til homma og lesbía?
22. Ég vandist því að vera innan um fólk sem hafði þess eiginleika og það er einstaklingur í fjölskyldunni. Þetta fólk hefur ekki þurft að liða neitt fyrir, hvernig kynhegðun þeirra er eða hefur verið, kynhneigð er einkamál hvers og eins og fólk er ekki að flagga því. Það er útbreyttur misskilningur að samkynhneigt fólk sér að ræða kynlíf sitt í tíma og ótíma, samkvæmt minni reynslu er það ekkert opinskárra en gagnhneigt fólk.
Kafli 1 af 6 - Viðhorf til samkynhneigðra
Hvenær manst þú eftir að hafa fyrst heyrt talað um samkynhneigð (óháð þinni eigin kynhneigð)? Hvernig var t.d. talað um samkynhneigt fólk á fimmta áratug 20. aldar eða á áttunda áratugnum miðað við það sem síðar varð? Hefur þú tök á samanburði frá áratug til áratugar?
Hvernig minnist þú breytinga á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi? Hvað hefur einkum orsakað þessar samfélagslegu viðhorfsbreytingar að þínu mati?
Voru einhverjir atburðir eða tiltekin tímabil í sögunni þýðingarmeiri en önnur, að þínu mati, þegar þú íhugar þær breytingar sem orðið hafa? Hvernig tengist það réttindabaráttu samkynhneigðra? Hvað hafði tíska, tónlist, bókmenntir og skemmtanalíf að segja? Hvaða máli skiptu erlend áhrif?
Finnst þér að það sé eða hafi verið munur á talsmáta og viðhorfum fólks til samkynhneigðra eftir búsetu, t.d. í dreifbýli og þéttbýli? Hvaða munur?
Ýmis orð hafa verið notuð um samkynhneigða gegnum tíðina. Kynvilla, sódómía og sódómskur voru þekkt orð fyrr á tíð, en orðið samkynhneigð er aðeins rúmlega þrjátíu ára gamalt í íslensku máli. Hvaða orðum manst þú eftir að hafa heyrt um samkynhneigt fólk á ólíkum tímum?
Hefur þú vitneskju um eða persónuleg kynni af samkynhneigðu fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á fjandsamlegum viðhorfum, mætt ofbeldi og niðurlægingu, innan fjölskyldu sinnar eða utan, eða af eigin reynslu? Þekkir þú til fólks sem hefur hrökklast úr heimabyggð sinni eða úr landi eða svipt sig lífi af þeim sökum? Kanntu að rekja örlög þessa fólks í stuttu máli?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.
Kafli 2 af 6 - Konur og karlar
Voru/eru hommar og lesbíur litin sömu augum eða var/er munur þar á? Hvaða munur? Hefur þetta breyst og ef svo er, hvernig og af hverju?
Hvað manstu um þá hugmynd að hommar væru kvenlegir upp til hópa og lesbíur óvenju karlmannlegar? Skipti öðruvísi klæðaburður, ímyndaður eða raunverulegur, hugsanlega einhverju máli í þessu sambandi? Hvernig þá?
Þótti mönnum stafa meiri ógn af öðru kyninu en hinu þegar samkynhneigt fólk átti í hlut? Hvoru kyninu? Var umtal um annað kynið t.d. meira gildishlaðið en umtal um hitt kynið?
Manstu eftir einhverju öðru sem sagt var um samkynhneigðar konur og karla á ýmsum tímum ævi þinnar?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.
Kafli 3 af 6 - Löggjöf
Hvernig telur þú að löggjöf hafi haft áhrif á líf samkynhneigðra og viðhorf til þeirra síðar? Hvað vó þyngst að þínu mati?
Hvaða augum lítur þú þessar lagasetningar, varstu hlyntur þeim eða ósammála á sínum tíma? Höfðu einhverjar af þessum lagasetningum áhrif á þitt persónulega líf, líf fjölskyldu þinnar eða vina? Á hvern hátt?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.
Kafli 4 af 6 - Félög og hreyfingar
Á Íslandi hafa orðið til allmörg félagasamtök eða hreyfingar samkynhneigðra og annars hinsegin fólks á síðustu áratugum. Þeirra elst og áhrifamest eru Samtökin ´78, stofnuð árið 1978, en fleiri hreyfingar hafa haft áhrif á breytt viðhorf og sýnileika samkynhneigðra, t.d. Q – Félag hinsegin stúdenta, FAS – Félag aðstandenda samkynhneigðra, Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride og Íþróttafélagið Styrmir svo fáein dæmi séu nefnd.
Hvaða augum lítur þú þessar hreyfingar og hvaða þýðingu telurðu að þær hafi haft fyrir breytt viðhorf gegnum tíðina? Þekkir þú til starfsemi þeirra og stefnumála? Áttu minningar um samskipti þín eða einhverra þér nákominna við þessi félög?
Hefur þú sótt hátíð Hinsegin daga í Reykjavík og hvaða augum lítur þú slíkt framtak?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.
Kafli 5 af 6 - Fjölmiðlar
Hvenær manstu fyrst eftir því að vikið hafi verið að kynhneigð í fjölmiðlum og þá með hvaða hætti? Kanntu að lýsa viðbrögðum við því? Manstu fjölmiðlaefni, viðtöl, greinar eða þætti sem þú telur að hafi skipt sköpum í þessu sambandi?
Hvernig myndir þú bera saman fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma og það sem nú er boðið upp á þegar vikið er að samkynhneigð? Kanntu að nefna dæmi? Hvað er líkt, hvað er ólíkt?
Hver finnst þér vera þáttur fjölmiðla í skoðanamótun þegar samkynhneigðir eiga í hlut?
Manstu eftir því hvenær þú sást í fyrsta sinn kvikmynd á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi þar sem vikið var að samkynhneigð? Kanntu að lýsa áhrifum þess á þig og þitt nánasta umhverfi?
Hvaða vægi telur þú að fjölmiðlar hafi haft þegar meta skal aukið umburðarlyndi í garð samkynhneigðra? Hafa fjölmiðlarnir styrkt félagslega stöðu þeirra og mannvirðingu eða veikt hana?
Hvaða áhrif hafa þekktir einstaklingar sem greint hafa frá samkynhneigð sinni í fjölmiðlum haft á viðhorf þín til hinsegin fólks? Minnist þú einhverra tiltekinna einstaklinga í þessu sambandi sem þú telur hafa haft mikil áhrif?
Hvaða augum lítur þú veraldarvefinn (netið) og áhrif hans á stöðu og réttindabaráttu samkynhneigðra?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.
Kafli 6 af 6 - Minningar um samkynhneigða einstaklinga
Hvaða kynni hefur þú (óháð eigin kynhneigð) haft af samkynhneigðu fólki, meðal vina, vinnufélaga eða í fjölskyldu þinni? Fyrsta samkynhneigða manneskjan sem þú kynntist (nema þú sért hinsegin), hvað er þér minnisstætt við hana? Hvaða áhrif höfðu slík kynni á skoðanir þínar og viðhorf til homma og lesbía?