LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSamkynhneigð
Ártal1974-1995
Spurningaskrá118 Samkynhneigð á Íslandi

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2013-1-90
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið27.5.2014/21.2.2014
TækniTölvuskrift

Kona, 60 ára, Reykjavík, Kaupmannahöfn, New York City 1974 - 1995.

 

Feitletra upphaf að mínum svörum ... (..1..)

 

Viðhorf til samkynhneigðra

Hvenær manst þú eftir að hafa fyrst heyrt talað um samkynhneigð (óháð þinni eigin kynhneigð)? Hvernig var t.d. talað um samkynhneigt fólk á fimmta áratug 20. aldar eða á áttunda áratugnum miðað við það sem síðar varð? Hefur þú tök á samanburði frá áratug til áratugar?

 

Mamma átti skólabróður sem var hommi og mikill vinur hennar. Vissi af kynhneigð hans frá unglingsaldri á sjöunda áratugnum. Átti sjálf marga hommavini og kunningja frá áttunda áratugnum til þess tíunda.

 

Hvernig minnist þú breytinga á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi? Hvað hefur einkum orsakað þessar samfélagslegu viðhorfsbreytingar að þínu mati?

 

Samtökin 78 gerðu mikið til þess að orsaka viðhorfsbreytingar, en einnig þeir sem settu andlit á baráttuna; á við Hörð Torfa og síðar Einar Þór Jónsson.

 

Voru einhverjir atburðir eða tiltekin tímabil í sögunni þýðingarmeiri en önnur, að þínu mati, þegar þú íhugar þær breytingar sem orðið hafa?

 

Held að alnæmi hafi breytt málum til hins betra - þótt það hljómi kannski undarlega. Þó ekki fyrr en síðar, eftir að fólk fór að hrynja niður í stórum stíl. Þeir sem smituðust á fyrstu árunum upplifðu hjúkrunarfólk í hazmat-búningum inni á stofunni og að vinir og vandamenn vildu ekki borða með þeim eða snerta þá. Hreinlega eins og í þríleik Jonasar Gardell, Þerraðu aldrei tár án hanska. 1993 urðu viss vatnaskil á Íslandi, þá létust 7 karlmenn og ein kona úr alnæmi.

 

Hvernig tengist það réttindabaráttu samkynhneigðra? Hvað hafði tíska, tónlist, bókmenntir og skemmtanalíf að segja? Hvaða máli skiptu erlend áhrif?

 

Bandarískir hommar ruddu brautina í réttindabaráttu samkynhneigðra vegna AIDS og hvernig tekið var á smituðum‚ eða réttara sagt ekki tekið á þeim. Þar komu fræg andlit við sögu, m.a. Rock Hudson sem dó 1983. Elizabeth Taylor kom snemma að fjármögnun og söfnunum fyrir AIDS-rannsóknir og allir á Broadway þekktu og unnu með fjölda homma. Mjög margir hommar voru/eru í tískubransanum, Freddie Mercury úr tónlistarbransanum, Rudolf Nureyev úr balletbransanum og fleiri og fleiri áttu stóra hópa vina og kunningja, svo þrýstihópurinn stækkaði ört.

 

Finnst þér að það sé eða hafi verið munur á talsmáta og viðhorfum fólks til samkynhneigðra eftir búsetu, t.d. í dreifbýli og þéttbýli? Hvaða munur? 

 

Hef aldrei búið í dreifbýli, en held að neikvæðu viðhorfin litist meira af eins konar andlegri örbirgð, sem því miður er að finna hjá háum sem lágum, ríkum sem fátækum - rétt eins og heimilisofbeldi og barnaníð.

 

Ýmis orð hafa verið notuð um samkynhneigða gegnum tíðina. Kynvilla, sódómía og sódómskur voru þekkt orð fyrr á tíð, en orðið samkynhneigð er aðeins rúmlega þrjátíu ára gamalt í íslensku máli. Hvaða orðum manst þú eftir að hafa heyrt um samkynhneigt fólk á ólíkum tímum?

 

Man mjög vel eftir 'kynvillingur' og síðan hommi og lessa. Danska orðið er bøsse, líklega dregið af byssuhlaupi. Nú, Kaninn er náttúrlega gay. Man eftir að heyra - þetta er líklega 1994 - saurþjappari, sem er greinilega gildishlaðið og meiðandi

 

Hefur þú vitneskju um eða persónuleg kynni af samkynhneigðu fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á fjandsamlegum viðhorfum, mætt ofbeldi og niðurlægingu, innan fjölskyldu sinnar eða utan, eða af eigin reynslu? Þekkir þú til fólks sem hefur hrökklast úr heimabyggð sinni eða úr landi eða svipt sig lífi af þeim sökum? Kanntu að rekja örlög þessa fólks í stuttu máli?

 

Þekkti einn sem varð fyrir árás eftir mök og til margra íslenskra homma sem hrökkluðust úr landi til Danmerkur. Sumir voru þar í nokkur ár; aðrir þar til yfir lauk. Annars hef ég líklega aðallega þekkt homma með sterka sjálfsmynd og gott tilfinningalegt bakland, bæði á Íslandi og í Danmörku. Var síðan í New York þegar plágan braust út, en umgekkst aðeins einn homma þar, yfirmann minn á vinnustað - sem ég er í sambandi við enn þann dag í dag.

 

Konur og karlar

Voru/eru hommar og lesbíur litin sömu augum eða var/er munur þar á? Hvaða munur? Hefur þetta breyst og ef svo er, hvernig og af hverju?

 

Held að lesbíur hafi átt miklu auðveldara með að fá viðurkenningu samfélagsins - að fólki hafi stafað minni 'ógn' af þeim en hommum.

 

Hvað manstu um þá hugmynd að hommar væru kvenlegir upp til hópa og lesbíur óvenju karlmannlegar? Skipti öðruvísi klæðaburður, ímyndaður eða raunverulegur, hugsanlega einhverju máli í þessu sambandi? Hvernig þá?

 

Eins og ég segi - ég þekkti allt of marga homma til þess að sjá hlutina í svona alhæfingarhugtökum. Auk þess sem hommar hafa sagt mér að þegar þeir hitti nýtt viðfang og nú eigi að skora, leggi þeir einmitt áherslu á það sem gerir þá karlmannlega.

 

Þótti mönnum stafa meiri ógn af öðru kyninu en hinu þegar samkynhneigt fólk átti í hlut? Hvoru kyninu? Var umtal um annað kynið t.d. meira gildishlaðið en umtal um hitt kynið?

 

Jabb, mín upplifun er sú að hommarnir hafi 'ógnað' miklu meira en lessurnar og að í flestum kreðsum hafi umtal um þá verið miklu gildishlaðnara.

 

Manstu eftir einhverju öðru sem sagt var um samkynhneigðar konur og karla á ýmsum tímum ævi þinnar?

 

Man mjög vel eftir hugtakinu trukkalessa og finnst það alveg eins geta átt við vissar gagnkynhneigðar konur ...

  

Löggjöf

Hvernig telur þú að löggjöf hafi haft áhrif á líf samkynhneigðra og viðhorf til þeirra síðar? Hvað vó þyngst að þínu mati?

 

Hvaða augum lítur þú þessar lagasetningar, varstu hlynntur þeim eða ósammála á sínum tíma? Höfðu einhverjar af þessum lagasetningum áhrif á þitt persónulega líf, líf fjölskyldu þinnar eða vina? Á hvern hátt?

 

Fjölmiðlar

Hvenær manstu fyrst eftir því að vikið hafi verið að kynhneigð í fjölmiðlum og þá með hvaða hætti? Kanntu að lýsa viðbrögðum við því? Manstu fjölmiðlaefni, viðtöl, greinar eða þætti sem þú telur að hafi skipt sköpum í þessu sambandi?

 

Hvernig myndir þú bera saman fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma og það sem nú er boðið upp á þegar vikið er að samkynhneigð? Kanntu að nefna dæmi? Hvað er líkt, hvað er ólíkt?

 

Hver finnst þér vera þáttur fjölmiðla í skoðanamótun þegar samkynhneigðir eiga í hlut?

 

Manstu eftir því hvenær þú sást í fyrsta sinn kvikmynd á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi þar sem vikið var að samkynhneigð? Kanntu að lýsa áhrifum þess á þig og þitt nánasta umhverfi?

 

Man mjög vel eftir Philadelphia frá 1993 og Boys Don't Cry frá 1999, sem er að vísu um kynskipting. And the Band Played On frá 1993, eftir samnefndri bók Randy Shilts var þó lengi vel sú áhrifamesta og kemur mjög vel inn á allar hinar lokuðu dyr ríkisstjórnar Reagans. Sú sem slær allar hinar út er svo þríleikur Jonasar Gardell, Þerraðu aldrei tár án hanska, frá STV. Vona að allir sjái hana, hvort sem þeir þekkja homma eða ekki, þótt þeir færu ekki í sjö jarðarfarir 1993 - og sérstaklega þeir sem eru haldnir hómófóbíu.

Úr bókunum: "Í einangruninni á smitsjúkdómasjúkrahúsinu uppi á klöppinni rétt utan borgarmarkanna er hann einn og yfirgefinn, svo ægilega einn að einsemdin er orðin eins og hylki utan um hann. Fyrir utan hjúkrunarfólkið og læknana sem annast Reine, í hlífðarsloppum og með hanska og grímur, hittir hann ekki eina einustu manneskju. Jú, Paul kom einhvern tíma. En þar fyrir utan. Hann bað meira að segja um að yfir honum væri ekki vakað.

Hann mun deyja án þess að nokkur vaki við hlið hans. Af kostgæfni hefur hann séð til þess að enginn utanaðkomandi viti hvar hann er staddur. Hvorki fjölskylda né vinir.

Enginn veit. Í þeim skilningi er hann þegar dáinn.“

Þannig var þetta hjá þeim sem voru að deyja á milli 1983 og 1993.

 

Hvaða vægi telur þú að fjölmiðlar hafi haft þegar meta skal aukið umburðarlyndi í garð samkynhneigðra? Hafa fjölmiðlarnir styrkt félagslega stöðu þeirra og mannvirðingu eða veikt hana?

 

Hvaða áhrif hafa þekktir einstaklingar sem greint hafa frá samkynhneigð sinni í fjölmiðlum haft á viðhorf þín til hinsegin fólks? Minnist þú einhverra tiltekinna einstaklinga í þessu sambandi sem þú telur hafa haft mikil áhrif?

 

Páll Óskar held ég hafi flutt fjöll og sömuleiðs Gleðigangan.

 

Hvaða augum lítur þú veraldarvefinn (netið) og áhrif hans á stöðu og réttindabaráttu samkynhneigðra?

 

Félög og hreyfingar

Á Íslandi hafa orðið til allmörg félagasamtök eða hreyfingar samkynhneigðra og annars hinsegin fólks á síðustu áratugum. Þeirra elst og áhrifamest eru Samtökin ´78, stofnuð árið 1978, en fleiri hreyfingar hafa haft áhrif á breytt viðhorf og sýnileika samkynhneigðra, t.d. Q – Félag hinsegin stúdenta, FAS – Félag aðstandenda samkynhneigðra, Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride og Íþróttafélagið Styrmir svo fáein dæmi séu nefnd.

 

Hvaða augum lítur þú þessar hreyfingar og hvaða þýðingu telurðu að þær hafi haft fyrir breytt viðhorf gegnum tíðina? Þekkir þú til starfsemi þeirra og stefnumála? Áttu minningar um samskipti þín eða einhverra þér nákominna við þessi félög?

 

Hefur þú sótt hátíð Hinsegin daga í Reykjavík og hvaða augum lítur þú slíkt framtak?

  

Minningar um samkynhneigða einstaklinga

Hvaða kynni hefur þú (óháð eigin kynhneigð) haft af samkynhneigðu fólki, meðal vina, vinnufélaga eða í fjölskyldu þinni? Fyrsta samkynhneigða manneskjan sem þú kynntist (nema þú sért hinsegin), hvað er þér minnisstætt við hana? Hvaða áhrif höfðu slík kynni á skoðanir þínar og viðhorf til homma og lesbía?

 

Skoðanir mínar og viðhorf til homma og lesbía lituðust aldrei af fordómum né hræðslu, hvorki fyrir né eftir. Er svo heppin að vera laus við að flokka fólk eftir kynhneigð eða pólitík - þótt ég kannist við að flokka fólk í þrjá hópa: Skemmtilegt, leiðinlegt og ömurlegt og allar kynhneigðir eiga fulltrúa í öllum flokkum.

Sá fyrsti sem ég kynntist af samkynhneigðu fólki var íslenskur hommi í Kaupmannahöfn og varð okkur mjög vel til vina. Þekkti líka danska homma, sumir voru hönnuðir; einn var yfir gluggaskreytingum hjá Illum og allir lifðu þeir skemmtilegu lífi. Árlega var fylkt liði niður á Hovedbanegaard, til að vinka bless þegar þeir voru að fara til Parísar, en þar var t.d. afar vinsælt að halda orgíur á gröf Jim Morrison í Pére Lachaise kirkjugarðinum. Svo skildi maður eftir fulla flösku af Bourbon á gröfinni, handa þeim næsta. Nú er þó kominn vopnaður vörður við gröfina, dag og nótt, svo menn verða að finna sér annað að dunda við í Parísarheimsóknum.

Kom einnig oft á Madame Arthur í Lavendelstræde í Höfn, sem lokaði 1989, eftir að AIDS var nánast búið að útrýma aðalkúnnahópnum.

DR2 sendi árið 2007 heimildamyndina Da døden kom forbi Madame Arthur, eftir Audrey Castañeda, sem stundaði Madame Arthur frá unglingsaldri.

 

Yfirmaður minn í New York var/er hommi - en svo þekkti ég marga þeirra íslensku sem nú eru fallnir, Trixie Delight (Guðmundur Sveinbjörnsson, en kallaði sig eftir hórunni í Paper Moon) var sá litríkasti - að öðrum ólöstuðum. Trixie var hávaxinn, dökkhærður, glæsilegur á velli, með Freddie Mercury yfirskegg og skopskyn í betra lagi. Í viðtali við Hörð Torfa 1984 kemur fram að lag hans Trixie Delight er samið um 'kanamelluna' Trixie Delight og Trixie okkar var soldil Kanamella, á þann hátt að hann fór oft til New York, beina leið á gay club og fór að reyna við blökkumennina. Á þriðju spurningu eða svo spurði hann alltaf, fjálglega: Og  hvað er langt aftur í þrælana? Þeir sem voru með honum í þessum vettvangsleiðangri voru alltaf með lífið í lúkunum, að nú yrði hann barinn í klessu - sem gerðist aldrei. Einlægni þarfnast sem betur fer aldrei túlkunar og Trixie var sérlega hreinskiptinn og fyrstur manna til að gera grín að fordómum og sýndarmennsku.

Í viðtali Einars Arnar Benedikts við Spörra í Eintaki 1994, er líka minnst á Trixie, en þeir Spörri voru góðir vinir. Trixie lést sumarið 1991.

 

Fékk textann um Trixie frá Herði Torfa og langar að hafa hann með í mínu svari. (..1..)

Hörður Torfason trixie delight 3.33

kynlífsins fegurð í hausnum á mér
er hefðbundin vitleysa í augum þér
ó trixie delight
sjáðu hvernig ég læt
ég hlæ og ég græt
you know I just might
wrap my arms arround you tonight
þú ert svo sæt!

sykurtoppar fjallanna svífa inn við sund
þú sýgur á þér puttanna ef þú festir blund
ó trixie delight …

þegar ég er einmana hugsa ég til þín
þú veist að þér er velkomið að líta inn til

mín
ó trixie delight …

ekki hemja svipbrigðin er strákana þú sérð
fáðu þá til að skilja hvernig þú ert gerð
ó trixie delight …

Hörður Torfason Trixie (his real name was

Guðmundur) was a close friend of mine and I

made this song for him in 1974. We used to

have lot of fun together until he died of

aids.

trixie delight 3:33

the beauty of sex in my head
is a traditional crap in your eyes
oh trixie delight
look how I behave
I laugh and I cry
you know I just might
wrap my arms arround you tonight
you are so sweet!

the sugar peaks of the mountains float about

the sounds
you suck your fingers when you doze off
oh trixie delight ...

when I'm lonely I think of you
you know that you are welcome to drop by at my

place
oh trixie delight ...

do not constrain your looks when you see the

guys
get them to understand who you really are
oh trixie delight ...

 

 


Kafli 1 af 6 - Viðhorf til samkynhneigðra

Hvenær manst þú eftir að hafa fyrst heyrt talað um samkynhneigð (óháð þinni eigin kynhneigð)? Hvernig var t.d. talað um samkynhneigt fólk á fimmta áratug 20. aldar eða á áttunda áratugnum miðað við það sem síðar varð? Hefur þú tök á samanburði frá áratug til áratugar?
Hvernig minnist þú breytinga á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi? Hvað hefur einkum orsakað þessar samfélagslegu viðhorfsbreytingar að þínu mati?
Voru einhverjir atburðir eða tiltekin tímabil í sögunni þýðingarmeiri en önnur, að þínu mati, þegar þú íhugar þær breytingar sem orðið hafa? Hvernig tengist það réttindabaráttu samkynhneigðra? Hvað hafði tíska, tónlist, bókmenntir og skemmtanalíf að segja? Hvaða máli skiptu erlend áhrif?
Finnst þér að það sé eða hafi verið munur á talsmáta og viðhorfum fólks til samkynhneigðra eftir búsetu, t.d. í dreifbýli og þéttbýli? Hvaða munur?
Ýmis orð hafa verið notuð um samkynhneigða gegnum tíðina. Kynvilla, sódómía og sódómskur voru þekkt orð fyrr á tíð, en orðið samkynhneigð er aðeins rúmlega þrjátíu ára gamalt í íslensku máli. Hvaða orðum manst þú eftir að hafa heyrt um samkynhneigt fólk á ólíkum tímum?
Hefur þú vitneskju um eða persónuleg kynni af samkynhneigðu fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á fjandsamlegum viðhorfum, mætt ofbeldi og niðurlægingu, innan fjölskyldu sinnar eða utan, eða af eigin reynslu? Þekkir þú til fólks sem hefur hrökklast úr heimabyggð sinni eða úr landi eða svipt sig lífi af þeim sökum? Kanntu að rekja örlög þessa fólks í stuttu máli?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 6 - Konur og karlar

Voru/eru hommar og lesbíur litin sömu augum eða var/er munur þar á? Hvaða munur? Hefur þetta breyst og ef svo er, hvernig og af hverju?
Hvað manstu um þá hugmynd að hommar væru kvenlegir upp til hópa og lesbíur óvenju karlmannlegar? Skipti öðruvísi klæðaburður, ímyndaður eða raunverulegur, hugsanlega einhverju máli í þessu sambandi? Hvernig þá?
Þótti mönnum stafa meiri ógn af öðru kyninu en hinu þegar samkynhneigt fólk átti í hlut? Hvoru kyninu? Var umtal um annað kynið t.d. meira gildishlaðið en umtal um hitt kynið?
Manstu eftir einhverju öðru sem sagt var um samkynhneigðar konur og karla á ýmsum tímum ævi þinnar?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 6 - Löggjöf

Hvernig telur þú að löggjöf hafi haft áhrif á líf samkynhneigðra og viðhorf til þeirra síðar? Hvað vó þyngst að þínu mati?
Hvaða augum lítur þú þessar lagasetningar, varstu hlyntur þeim eða ósammála á sínum tíma? Höfðu einhverjar af þessum lagasetningum áhrif á þitt persónulega líf, líf fjölskyldu þinnar eða vina? Á hvern hátt?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 6 - Félög og hreyfingar

Á Íslandi hafa orðið til allmörg félagasamtök eða hreyfingar samkynhneigðra og annars hinsegin fólks á síðustu áratugum. Þeirra elst og áhrifamest eru Samtökin ´78, stofnuð árið 1978, en fleiri hreyfingar hafa haft áhrif á breytt viðhorf og sýnileika samkynhneigðra, t.d. Q – Félag hinsegin stúdenta, FAS – Félag aðstandenda samkynhneigðra, Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride og Íþróttafélagið Styrmir svo fáein dæmi séu nefnd. Hvaða augum lítur þú þessar hreyfingar og hvaða þýðingu telurðu að þær hafi haft fyrir breytt viðhorf gegnum tíðina? Þekkir þú til starfsemi þeirra og stefnumála? Áttu minningar um samskipti þín eða einhverra þér nákominna við þessi félög?
Hefur þú sótt hátíð Hinsegin daga í Reykjavík og hvaða augum lítur þú slíkt framtak?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 6 - Fjölmiðlar

Hvenær manstu fyrst eftir því að vikið hafi verið að kynhneigð í fjölmiðlum og þá með hvaða hætti? Kanntu að lýsa viðbrögðum við því? Manstu fjölmiðlaefni, viðtöl, greinar eða þætti sem þú telur að hafi skipt sköpum í þessu sambandi?
Hvernig myndir þú bera saman fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma og það sem nú er boðið upp á þegar vikið er að samkynhneigð? Kanntu að nefna dæmi? Hvað er líkt, hvað er ólíkt?
Hver finnst þér vera þáttur fjölmiðla í skoðanamótun þegar samkynhneigðir eiga í hlut?
Manstu eftir því hvenær þú sást í fyrsta sinn kvikmynd á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi þar sem vikið var að samkynhneigð? Kanntu að lýsa áhrifum þess á þig og þitt nánasta umhverfi?
Hvaða vægi telur þú að fjölmiðlar hafi haft þegar meta skal aukið umburðarlyndi í garð samkynhneigðra? Hafa fjölmiðlarnir styrkt félagslega stöðu þeirra og mannvirðingu eða veikt hana?
Hvaða áhrif hafa þekktir einstaklingar sem greint hafa frá samkynhneigð sinni í fjölmiðlum haft á viðhorf þín til hinsegin fólks? Minnist þú einhverra tiltekinna einstaklinga í þessu sambandi sem þú telur hafa haft mikil áhrif?
Hvaða augum lítur þú veraldarvefinn (netið) og áhrif hans á stöðu og réttindabaráttu samkynhneigðra?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 6 - Minningar um samkynhneigða einstaklinga

Hvaða kynni hefur þú (óháð eigin kynhneigð) haft af samkynhneigðu fólki, meðal vina, vinnufélaga eða í fjölskyldu þinni? Fyrsta samkynhneigða manneskjan sem þú kynntist (nema þú sért hinsegin), hvað er þér minnisstætt við hana? Hvaða áhrif höfðu slík kynni á skoðanir þínar og viðhorf til homma og lesbía?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana