Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSigga Björg Sigurðardóttir 1977-
VerkheitiDagdraumur
Ártal2015

GreinTeiknun, Teiknun - Blekteikningar
Stærð145 x 115 cm
EfnisinntakDraumur, Martröð

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-9247
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Listaverkasjóður Amalie Engilberts

EfniBlek, Pappír
AðferðTækni,Teiknun
HöfundarétturMyndstef , Sigga Björg Sigurðardóttir 1977-

Sýningartexti

 

Furðuverur og kynjadýr með mannlega eiginleika hafa lengi verið viðfangsefni Siggu Bjargar. Hún vinnur yfirleitt ekki eftir fyrir fram ákveðinni hugmynd eða skissu, heldur skapar hún í flæði í einni atrennu og sækir innblástur í hugarheim sinn og undirmeðvitund. Útkoman er oftar en ekki sería af teikningum, þar sem mannleg hegðun, frumstæðar kenndir og tilfinningar birtast í verkum þar sem listakonan kannar óljós mörkin milli mennskunnar og hins dýrslega. Verkið Dagdraumur er hluti af seríunni Óvera þar sem Sigga Björg teflir saman teikningum og textum á óræðan og dulúðugan hátt. Sambandið á milli þeirra er óljóst en heiti verksins gefur þó ákveðna vísbendingu um mögulegan lestur. Það er þó engin línuleg framvinda til staðar eða annað haldreipi venjulegrar sögu heldur reynir á ímyndunarafl áhorfandans.

 

Fantastical and hybrid creatures with human features have long been Sigga Björg´s subject matter. She usually does not start the working process from a preconceived idea, but creates flow in one go, looking for inspiration in her internal life and subconscious. The result, more often than not, is a series of drawings where human behaviour, primal forces and emotions appear as motifs for the artist´s exploration of the undefined boundaries between what is human and what is animal. The work is part of the series Unbeing, where Sigga Björg weaves together drawings and text in an ambiguous, mystical manner. The connection between these is not clear, but the title of the work provides a certain hint on how it might be read. There is no linear progression to a certain place, or any other tethering device for a traditional story; instead, the viewer´s imagination is tested.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.