LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHirsla, Kistill, Útskurður

SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-72
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð22 x 35 x 15 cm
EfniFura, Málning/Litur
TækniMálun

Lýsing

Kistill úr furu um 22 x 35 cm að stærð og um 15 cm á hæð. Botninn nær örlítið út fyrir gaflana. Kistillinn er allur útskorinn, á hliðum er mikið laufskrúð sem vex að mestu út frá fjórum stofnum sem vita upp á við í sveigum. Á göflum eru blómjurtir er vaxa upp frá botninum og eru tvær afskornar jurtir efst. Skurðurinn allhaganlega gerður, en kassinn sjálfur óvandaður.

Hann hefur verið málaður rauður og e.t.v. hvítur einnig, en liturinn að mestu af nú. Hluti af botnfjöl vantar, einnig vantar lok og hluta ofan af framhlið og vinstra gafli, og hægri gaflinn klofinn. Kistillinn er sagður sjórekinn, en óvíst hvaðan.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.