Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Ívar Brynjólfsson 1960-
MyndefniLjósmynd, Ljósmyndasýning, Sýning, Sýningarsalur
Ártal2013

StaðurÞjóðminjasafn Íslands
Annað staðarheitiSuðurgata 41
ByggðaheitiVesturbær
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerVi_Sýn/2013-1-10
AðalskráMynd
UndirskráViðburðir_Sýningar, Ljósmyndasýningar í Myndasal Þjms
GerðStafræn frummynd - JPEG 300 pic, Stafræn frummynd - TIFF 300 pic

Lýsing

Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990.
Myndasalur Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin stendur 19. janúar - 26. maí 2013.

Á sýningunni eru myndir þeirra ljósmyndara sem fjallað er um með beinum hætti í ný útkominni skýrslu Þjóðminjasafns Íslands, Þættir úr sögu ljósmyndunar á Íslandi 1970-1990 eftir Steinar Örn Atlason.


Sýningartexti

Hefðbundin ljósmyndasaga hefur að mörgu leyti verið bundin listsögulegum viðmiðum en í skýrslunni er leitað annarra leiða til að fjalla um sögu íslenskrar ljósmyndunar og sjónum beint að ólíkum félagslegum sviðum innan greinarinnar: ljósmyndaklúbbum, atvinnu- og áhugamönnum, og ljósmyndasöfnum. Þátttakendur á sýningunni eru fulltrúar ólíkra sviða ljósmyndunar á þessu tímabili, frá stofuljósmyndun til listrænnar ljósmyndunar.
Þeir eru:
Bragi Þ. Jósefsson, Davíð Þorsteinsson, Guðmundur Ö. Ingólfsson, Gunnar V. Andrésson, Hallgerður Arnórsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Laufey Helgadóttir, Mats Wibe Lund, Páll Stefánsson, Pjetur Þ. Maack, Ragnar G. Axelsson, Sigríður Bachmann, Sigurgeir Sigurjónsson og Svala Sigurleifsdóttir.

Á sýningunni eru myndir úr safneign Þjóðminjasafnins, Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur, en fyrst og fremst úr einkaeigu ljósmyndaranna sjálfra. Margar myndanna hafa verið sýndar áður, hér á landi eða erlendis.


Heimildir

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana