Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurKristín Jónsdóttir frá Munkaþverá 1933-
VerkheitiFlug
Ártal1996

GreinTextíllist
Stærð150 x 1100 cm

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-9184
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniPlexigler, Ull
AðferðTækni,Textíltækni
HöfundarétturKristín Jónsdóttir frá Munkaþverá 1933-, Myndstef

Lýsing

Verkið var gert fyrir sýningu Kristínar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 1996, sem var samvinnuverkefni stjórnar flugstöðvarinnar og FÍM (Félags íslenskra myndlistarmanna). Verkið var sýnt í aðalgangi byggingarinnar og sýningarrýmið veggirnir þar sem gengið var út í flugvélarnar. Kristín notaði vegginn báðum megin og var verkið í tveimur jafn stórum hlutum sem voru í formi eins og oddaflug fugla. Á hægri vegg var hreyfing verksins út úr byggingunni, á þeim vinstri inn. Verkið er gert úr mörgum litlum plexiglerhólkum með hvítu ullartogi. Ári seinna var verkið sýnt í Gerðarsafni og var þá upphenginunni breytti og þessir tveir hlutar gerðir að einum þar sem verkið hékk á stórum vegg og hafði góða fjarlægð. 
Flug er þannig hugsað að engin endanleg fyrirskipun er um uppsetningu á því, hún má vera breytileg. Aðalatriðið er að hrynjandin, hreyfingin, haldist. Hugsunin í verkinu er einfaldleiki sem gefur möguleika á blæbrigðum. Efnisval er líka einfalt, annars vegar hart og glansandi iðnaðarefni, hins vegar hið lífræna: ullin, lítt unnin, í náttúrulit. 
Kristín tileinkar verkið minningu móður sinnar, Solveigar Kristjánsdóttur, f. 1905, d. 1998. Hún hafði yndi af því að ferðast.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.