LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHirsla, Kistill, Skrautmálun, Útskurður
Ártal1900-1950

ByggðaheitiSauðárkrókur
Sveitarfélag 1950Sauðárkrókur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiAndrés H. Valberg 1919-2002

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-2385/1997-358
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð32 x 5,5 x 17 cm
EfniFura
TækniMálun

Lýsing

Kistill úr furu. Stærð 32 x  5,5 x 17 cm. Lokið er 35 x 15,5 cm. Hafa útskornir listar fallið niður á gafla báðu megin, negldir á með trétöppum og er annar farinn. Lokið er allt útskorið með fremur viðvaningslegum skurði og í litlum ramma eru stafirnir KGD - upphafstafir konu.

Lokið er allt blámálað með rauðum skellum og mjög afmáð. Sömuleiðis er allur kistillinn (hliðar og gaflar) málaður. Allur blár með rauðu laufmunstri sem dregið er á með hvítum lit. Aftan á eru lauf sveigar, á öðrum gafli túlípanablóm, hinum er sóleyjarblóm. Framan á er hjarta í miðju fyrir neðan koparskífulæsingu og blómsveigar út frá því.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.