Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurKristín Jónsdóttir frá Munkaþverá 1933-
VerkheitiRuna
Ártal1997

GreinTeiknun, Teiknun - Blekteikningar
Stærð106 x 1032 cm

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-9185
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniBlek, Pappír
AðferðTækni,Teiknun,Blekteikning
HöfundarétturKristín Jónsdóttir frá Munkaþverá 1933-, Myndstef

Lýsing

Runa er pappírsverk sem samanstendur af tuttugu og þremur lóðréttum pappírsörkum og er hver þeirra x 46 cm að stærð. Á örkunum eru handskrifuð með bleki íslensk örnefni (með lágstöfum) sem tengjast öll náttúrunni,mætti kalla þau náttúrulýsandi heiti. Nöfnin eru skrifuð í láréttum röðum og er stærðin á stöfunum og bilið milli línanna svo og orðanna eins á öllum síðunum. Verkið hefur aðeins einu sinni verið sýnt og var það á einkasýningu Kristínar í Gerðarsafni árið 1997. Þar var pappírsörkunum raðað hlið við hlið og hefur það ytra form verksins tilvísun í nafnið sjálft, en einnig og ekki síður í náttúrufyrirbærið foss. Runa er eitt af mörgum verkum Kristínar með skrifuðum texta sem hún hóf að gera um 1984. Þessi verk eru mjög ólík að stærð og efnisgerð. Í mörgum þeirra má finna íslensk örnefni sem Kristín hefur allt frá barnæsku verið mjög heilluð af og telur vera mikinn fjársjóð í íslenskri sögu og menningu. 

Nafnið á verkinu, Runa, hefur tvenns konar skírskotun. Hið augljósa er nafnorðið „runa“ (röð, síbylja osfrv.), en örnefnið „Runa“ þekkir Kristín vel þar sem svo nefnist staður á Mjaðmárdal í Eyjafirði á afréttinum sem tilheyrir Munkaþverá, bænum þar sem hún fæddist og ólst upp. Á sýningunni í Gerðarsafni tileinkaði Kristín verkið minningu föður síns. Hann hét Jón Marinó Júlíusson, f. 1882, d. 1971, og var sá sem fyrstur allra vakti áhuga hennar á örnefnum. Sjálfur safnaði hann fjölda örnefna og má finna skrá frá honum á Örnefnastofnun Íslands. Eru það aðallega nöfn frá Munkaþverá og nágrenni.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.