LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiHúsgagnasmíði, Stofustóll, Stóll, Útskurður
Ártal1800-1850

StaðurReykir
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-147
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð43,5 x 45 x 89,5 cm
EfniFura
TækniTrésmíði

Lýsing

Stóll úr furu. Hæð á bakbrún 89,5 cm, lengd um 43,5 cm, breidd um 45 cm. Fjórar grannar slár eru milli fótanna neðst, og fjórar undir setunni. Bakstuðlar strikheflaðir að framan og á úthliðum og bakið er úr fimm fjölum er liggja þversum milli stuðlanna.

Tvær fjalir eru saman í neðri hluta baksins, hin efri laufsöguð að ofan og fjögur hjörtu söguð gegnum hina neðri. (Vantar hina þriðju sem hefur verið eins og efri fjölin).

Í efra hluta baksins eru fjalirnar þrjár, hin efsta og neðsta laufsagaðar eins og hin fyrstnefnda og miðfjölin gegnsöguð í tveimur röðum. Einnig eru skornir litlir ferningar í tveimur röðum eftir fjölinni. Neðsta fjölin af hinum þremur efstu er laus frá, og brotið er af bakslánni undir setunni, og víðar kvörnuð úr smástykki. Stóllinn er ómálaður og íslensk smíð. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.