LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBókaskápur, Húsgagnasmíði, Höfðaletur, Skápur, Útskurður, Veggskápur
Ártal1840-1870

StaðurBrekkukot
ByggðaheitiEfribyggð
Sveitarfélag 1950Lýtingsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiHjálmar Jónsson
GefandiFriðbjörn Snorrason 1897-1978

Nánari upplýsingar

NúmerBSK-116
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð82 x 30,5 x 63 cm
EfniFura, Málning/Litur
TækniMálun

Lýsing

Veggskápur (í innkaupaskrá Árna Sveinssonar kallaður bókaskápur) úr furu. Skápurinn var upphaflega allur trénegldur, og er
stærðin 63 x 82 cm og dýptin um 30,5 cm.

Framhliðin er öll útskorin, en hún er gerð úr tveimur þverfjölum, efst og neðst, og tveimur lóðréttum fjölum á milli, til hliðanna. Í miðjunni er svo hurð 26 x 59,5 cm. Á þverfjalirnar eru útskornir blaðteinungar og efri fjölin laufsöguð, og á hvora hliðarfjöl eru skornir átta hringir, sem eru tengdir eins og keðja, en efstu og neðstu hringirnir sjást ekki allir.

Á hurðina er skorið með höfðaletri:  hvarse / mstoc / kinaudg / rundaie /  igusini / stales / taianid / anno 1843.

Skápurinn er prýðisvel skorinn allur, en letrið er erfitt aflestrar og önnur og þriðja síðasta línan líklega bundnar. Árni Sveinsson segir í  innkaupaskrá sinni að á hurðinni standi: 
Hver sem stokkinn auðgrund á í eigu sinni, 
blessun hennar aldrei linni 
- en ekki er unnt að lesa seinni línuna út úr skammstöfunin. 

Rammafjalirnar á framhlið hafa verið málaðar rauðar, en hurðin græn (sést þó í rautt í þverskorum milli leturlína), en málningin er nú farin af nema niðri í letrinu, og e.t.v. aldrei málað nema þar. Hillur eru tvær í skápnum, en lamir eru farnar af svo og skrá, en gömul lamaför sjást utan á vinstri hlið.

Hurðin er sprungin langsum í miðju svo og vinstri lóðrétta fjölin á framhliðinni.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.