LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiBlöndukanna, Drykkjarílát, Kanna með loki, Kanna, Stafaílát, Tréílát, Útskurður
Ártal1800-1850

StaðurMerkigarður
ByggðaheitiTungusveit
Sveitarfélag 1950Lýtingsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiHelgi Jónsson 1877-1954

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-464
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð18,5 cm
EfniFura
TækniTrésmíði

Lýsing

Blöndukanna úr furu. Hún er sett saman úr tólf stöfum, um 18,5 cm háum og misbreiðum, og slá þeir sér út neðst og mynda nokkurs konar stétt undir könnunni. Girði eru fjögur, tvö neðst og tvö um miðju en hafa þó verið fleiri. Haldan er með aflöngu gati og þverröndum að aftan til skrauts. Gert hefur verið við könnuna og nýtt lok var smíðað 1973 af Ingólfi Nikódemussyni.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.