LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiFatageymsla, Fatakista, Hirsla, Húsgagnasmíði, Kista, Skrautmálun
Ártal1880-1942

StaðurÁs 1
ByggðaheitiHegranes
Sveitarfélag 1950Rípurhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiSigurður Ólafsson
GefandiBjörgvin Jónsson 1929-2000
NotandiGuðmundur Ólafsson 1863-1954, Sigurður Ólafsson 1856-1942

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-1502/1992-202
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð114 x 49 x 57 cm
EfniFura
TækniHandmálun

Lýsing

Kista úr furu, geirnegld með kúptu loki. Handraði með loki vinstra megin í kistunni. Skráin er enn í lagi og það er lykill í henni. Kistan er grænmáluð, ofan á loki er rauður „hálfmáni“ með fjórum grænbláum fléttum hangandi niður úr og á brúnunum eru doppur, grænbláar fjórar eða fimm saman.

Framan á er allsérkennileg skreyting, tvö blómknippi eru bundin saman með bláum mjóum borða þannig að þau mynda einskonar krans. Í hvorum blómvendi eru tveir ávextir rauðgulir, sem líkjast appelsínum. Upp úr ávöxtunum rísa blágrænar greinar og lítil blóm, hvít með rauðgulri miðju (baldursbrá).

Kistan er 112 cm löng (114 cm á loki), efst er hún 49 cm breið en neðst er hún 40,5 cm. Hæð með loki 57 cm, dýpt innanmáls 44 cm. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.