LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiHesputré

StaðurVatnshlíð
ByggðaheitiSkörð
Sveitarfélag 1950Bólstaðarhlíðarhreppur
Núv. sveitarfélagHúnavatnshreppur
SýslaA-Húnavatnssýsla
LandÍsland

GefandiPétur Herbert Ólafsson 1940-

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-4088/2005-36
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð21,3 x 60,3 cm
EfniFura
TækniTrésmíði

Lýsing

Hesputré úr furu með eldsmíðuðum krók, upphengi, sem á er skrúfstykki. Fjórar álmur, eða armar, krossleggjast og mynda tréð. Á hverri er þvertré fremst um 21,3 cm langt. Haf á milli, breiddin er 60,3 og 57,8 cm. Miðjan er felld saman og gengur járnið í gegn, fest með skrúfu og er skrúfan (járn)negld á til að hlífa trénu við hnjaski af skrúfunni.

Haldið, krókurinn, er úr ferhyrndu járni, að því er virðist eldsmíðað, með lykkju sem myndar skrúfstykki. Á henni er skrúfnagli með allstórri lykkju, til að skrúfa á borðbrún. Þvertré sem eiga að halda bandinu eru með smá haka. Þau eru felld á átturnar sem hafa verið negld með járnnöglum til að styrkja festinguna betur. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.