LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiKembulár, Lár, Ullarvinnsla, Útskurður

StaðurHrafnhóll
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiStefán Guðmundsson 1892-1976

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-56
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð31,5 x 25,5 cm
EfniFura
TækniTrésmíði

Lýsing

Kembulár úr furu, 41,5 cm langur, um 25,5 cm breiður og stuðlar um 29 cm háir og er á þá skorin tólfhyrnt höfuð efst. Slár eru tvær í hverri hlið, greyptar í stuðlana, og eru í hliðunum milli þeirra lóðréttir rimlar, gagnskornir, með tvenns konar mynstri upphaflega. Allmargir hinna upprunalegu eru týndir og hafa verið settir í staðin óvandaðir rimlar með ýmsum gerðum.

Á göflum eru rimlarnir gagnskornir stafir. Á öðrum stendur ARID og hins vegar 1690. Brotnað hefur af stafnum R, og er sett óvönduð spýta þar í.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.