LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiHirsla, Kistill, Skrautmálun, Útskurður

StaðurKálfsstaðir
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiHólmfríður Árnadóttir 1873-1955

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-527
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð18,2 x 30,5 x 15,9 cm
EfniFura, Látún, Málning/Litur
TækniMálun

Lýsing

Kistill úr furu, geirnegldur, um 18,2 x 30,5 cm, hæð um 15,9 cm. Botn og lok ná út fyrir kassann, og þó lokið meira.

Handraði með loki er til vinstri í kistlinum og er lokið strikheflað við frambrún. Á brúnir kistilloksins er negldur um 3,5 cm breiður listi, strikheflaður á innri rönd, og neðan á þann lista er að framanverðu og til hliðanna festur mjór listi er gengur niður á kassann. Ofan á lokinu er eikarlisti, um 7,2 x 23,35 cm, allur gagnskorinn laufverki og stöfunum H Th D A (Hólmfríður Þorláksdóttir á).

Lamir eru úr látúni, nýlegar, en læsing engin.

Kistillinn hefur fyrrum verið grænn og strikin á loklistunum rauð, en nú er hann málaður dökkblár utan svo og lokið að innan og lokið á handraðanum. Stafirnir á loklistanum eru að mestu rauðir en laufin blá og jaðarinn umhverfis rauður og blár. Eikarlistinn virðist þó allur hafa verið blár áður.

Kistillinn er prýðilegur gripur, en málningin lítillega máð af brúnum og smástykki eru felld í lok og bakið við lamirnar. Botninn er sprunginn.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.