LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiKlyfberi, Reiðver

StaðurSyðra-Vallholt 1
ByggðaheitiVallhólmur
Sveitarfélag 1950Seyluhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiFriðbjörg Vilhjálmsdóttir 1938-
NotandiVilhjálmur Sigurðsson 1903-1993

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-1014/1990-14
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð41 cm
EfniViður
TækniTrésmíði

Lýsing

Klyfberi með tveimur klökkum. Gat er fyrir miðklakkinn en hann vantar. Hliðarfjalir eru 47,5 cm langir, ummál 3,4 x 6 cm. Þeir eru sverari fram 6,5 x 4,5 cm og 6 cm frá frambrún er sagaður af þeim skái. Boginn er 41 cm langur og 8 x 5 cm að sverleika. Öðru megin er hann spengdur við hliðarpóst með málmþynnu.

Klakkarnir eru 11 og 13 cm háir og 2,5 cm og 3 cm í ummál. Gat fyrir miðklakkinn er ferhyrnt. Þrjú göt eru í gegnum hvorn hliðarpóst fyrir móttök. Það hafa verið notaðar þrjár gjarðir á þennan klyfbera.

Frá Friðbjörgu Vilhjálmsdóttur. Úr búi Vilhjálms Sigurðssonar, Syðra-Vallholti.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.