LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiTorfhús
Ártal1960-2019
Spurningaskrá127 Viðhorf til torfhúsa

StaðurHjartarstaðir 1
ByggðaheitiEiðaþinghá
Sveitarfélag 1950Eiðahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1952

Nánari upplýsingar

Númer2019-2-160
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.6.2019/18.6.2019
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 6 - Eigin reynsla

Þekkir þú torfhús af eigin raun? Ef svo er, með hvaða hætti? Hefur þú t.d. búið í torfbæ? Hvar voru/eru þessar byggingar staðsettar? Nefndu bæjarheiti.

Á bænum þar sem langafi og langamma höfðu búið, og síðan ömmubróðir minn, hafði verið stór og fín torfbaðstofa á tveimur hæðum, en því miður hef ég aðeins séð hana á ljósmynd. Búið var að rífa hana þegar ég kom þangað fyrst sem barn, þar sem hún var holgrafin af músum. Þá bjó sonur ömmubróður míns þar. Þetta var á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, eins og það hét þá. Það var samt smávegis eftir af torfhúsinu, göng og búr, þar sem voru skilvinda, strokkur o.fl. Í eldhúsinu var eldavél sem kynt var með mó úr mógröf nálægt bænum. Ekkert af þessu hafði ég séð áður f. sunnan.   Ég fann einmitt í Sarpi mynd frá 1929 af þessari baðstofu, þegar ég gúglaði Hjartarstaði. Þessi ljósmynd er líka til hjá mér. (Þjóðminjasafn Íslands. Ljósm. Hans Kuhn. Lpr/2003-619)


Um það bil hve oft hefur þú komið í torfhús? Hve langt er síðan þú komst seinast í þannig hús?

Ég held að ég geti sagt að viðhorfið til torfhúsa sem ég ólst upp við hafi verið tvíbent. Annars vegar voru þetta merkilegar menningarminjar, en hins vegar áttu þau lítið erindi við nútímann, og maður átti að vera þakklátur fyrir að búa ekki svona.  Það er langt síðan ég hef komið í torfhús önnur en þau á Árbæjarsafni, Glaumbæ og Laufási.Kafli 2 af 6 - Gildi torfhúsa

Fyrir hvað standa torfhús í þínum huga? Hver er fyrsta hugsun þín þegar þú hugleiðir þetta? Er hún jákvæð eða neikvæð? Vinsamleg færðu rök fyrir afstöðu þinni.

Torfhús voru mjög hagnýt og sniðug aðferð til að lifa af í landinu, ekki síst á kuldaskeiðum, eins og t.d. Hjörleifur Stefánsson hefur sýnt fram á. Það er alveg óþarfi að skammast sín fyrir þau, og vissulega er rétt að varðveita þau eins og aðrar merkilegar fornleifar, til að sýna nútímafólki við hvaða skilyrði fyrri kynslóðir bjuggu. Ég kann ekki skil á mismunandi gerðum torfhúsa, og hvort ástæða sé til að varðveita þau. Það verða þau að ákveða sem vit hafa á, og svo eigendur húsanna. Mér finnst alltaf vafasöm þessi ímynd sem verið er að selja ferðamönnum af Íslendingum hér áður, t.d. allt þetta tal um álfatrú. Eigum við að vera til á forsendum túrista og aðlaga okkur þessari ímynd? Og erum við þá ekki líka um leið að blekkja unga fólkið okkar í dag?


Hvað finnst þér merkilegast og hvað ómerkilegast við torfhús?
Í hverju felst sögulegt gildi torfhúsa einkum? En menntunar- og fræðslugildi? Segðu frá.
Hafa torfhúsin eitthvað gildi fyrir þjóðerni og sjálfsmynd Íslendinga að þínu mati? Ef svo er, hvers vegna? Ef svarið er neikvætt, hvers vegna ekki?

En ég er alin upp við að þjóðerni og sjálfsmynd Íslendinga snúist fyrst og fremst um tungumálið og þá menningu sem er sköpuð með því og tengist því, en hvorki gamaldags búninga, matargerð, húsagerð, né aðrar aðferðir við hlutina, sem betra er að gera á nútímalegan hátt. Mamma talaði um það hve frábært hefði verið að fá gúmmískóna í sveitinni, hún var reyndar alin upp í kaupstað, en var í sveit á sumrin á þessum bæ. Henni fannst ekkert rómantískt við sauðskinnsskó, leppa o.fl. sem tilheyrði gamla tímanum.


Geta torfhús haft gildi á vettvangi stjórnmálanna á einn eða annan hátt? Hvernig lýsir það sér, ef svo er?
Í hverju felst ferðamálatengt gildi torfhúsa? Nefnið dæmi.

Kafli 3 af 6 - Varðveisla og nýting

Hvað finnst þér um hvernig torfhús eru nýtt í þágu ferðamanna í dag?
Gætu torfhús nýst með öðrum hætti eða betur en þau gera í dag? Hvað er hægt að gera til að bæta úr þessu og hvað ekki? Hvað stendur helst í vegi fyrir breytingum?
Hvort ætti að varðveita fleiri eða færri torfhús en gert er? Ef fleiri, hvers vegna og þá hvernig hús (bæjarhús t.d.)? Ef nei, hvers vegna ekki?
Ef áhugi væri fyrir að fjölga vernduðum torfhúsum og nýta þau, hver ætti að bera kostnað af viðgerð og verndun þeirra að þínu mati (sveitarfélög, ríkið t.d.)?

Kafli 4 af 6 - Aldursmunur og eftirgerðir

Er mikill munur á torfhúsum eftir því hvenær þau voru byggð, svo sem á 19. öld, á fyrri hluta 20. aldar eða um miðbik aldarinnar? Hvernig lýsir sá munur sér helst, ef svo er?
Finnst þér eftirgerðir torfhúsa vera frábrugðnar gömlu torfhúsunum? Hver er munurinn að þínu mati?
Þekkir þú einhverja sem kunna handtök við torf- og grjóthleðslu? Ef svarið er jákvætt, hve margir voru þeir á að giska fyrir 25 árum? En í dag? Hver heldur þú að staðan gæti verið eftir 25 ár?

Kafli 5 af 6 - Síðasta skeið torfhúsanna

Nokkuð er til af byggingum sem kalla má síðasta stig torfhúsa, þar sem blandað er saman hefðbundunum og nýrri byggingarefnum (torfi, bárujárni og steinsteypu t.d.). Hvaða gildi finnst þér að þessi hús hafi? Ætti að varðveita þau og ef svo er, hvers vegna?

Kafli 6 af 6 - Upplýsingar um torfhús

Vinsamlega nefndu öll þau torfhús sem þér er kunnugt um og hvar þau eru staðsett á landinu (bæjarheiti, sveitarfélag). Hvaða nöfn bera þau (sérheiti)? Hvers konar hleðslur eru í þeim og viðbótarefni, ef eru? Ath. Hér er ekki verið að fiska eftir torfhúsum í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, eins og t.d. Keldum, Laufási og Burstarfelli.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana