LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiTorfhús
Ártal1947-2019
Spurningaskrá127 Viðhorf til torfhúsa

StaðurBræðraá 1-2, Bustarfell I, Neðra-Haganes 1, Nes
ByggðaheitiFljót, Flókadalur, Haganesvík, Sléttuhlíð, Vopnafjörður
Sveitarfélag 1950Fellshreppur Skag., Haganeshreppur, Holtshreppur, Vopnafjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður, Vopnafjarðarhreppur
SýslaN-Múlasýsla, Skagafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1947

Nánari upplýsingar

Númer2019-2-169
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.6.2019/4.8.2019
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 6 - Eigin reynsla

Þekkir þú torfhús af eigin raun? Ef svo er, með hvaða hætti? Hefur þú t.d. búið í torfbæ? Hvar voru/eru þessar byggingar staðsettar? Nefndu bæjarheiti.

Ég bjó til tveggja ára aldurs á Bræðraá í Sléttuhlíð þar var torfbær að hluta og timburhús að hluta. Ég a litlar sem engar minningar þaðan en aftur á móti þá kom ég í tvo torfbæi eftir að við fluttum inn í Fljót. Í fyrsta lagi er við bjuggum í Vík Haganesvík frá 1949 kom ég í torfbæ í Neðra-Haganesi sem stóð skammt frá þar sem ég lék mér við tvö börn sem bjuggu þar með afa sínum og ömmu og seinna er við fluttum inn í Flókadal að Sigríðastöðum 1953 þá kom ég í torfbæin í Nesi sem var næsti bær fyrir innan Sigríðastaði. Í Nesi ólst Sölvi Helgason og má vera að hluti bæjarhúsana hafi verið frá æsku hans þó ég viti það ekki með vissu.


Um það bil hve oft hefur þú komið í torfhús? Hve langt er síðan þú komst seinast í þannig hús?

Nokkuð oft þar sem ég hef heimsótt flesta þá torfbæi sem hafðir eru til sýnis,man ekki hver var síðast.Kafli 2 af 6 - Gildi torfhúsa

Fyrir hvað standa torfhús í þínum huga? Hver er fyrsta hugsun þín þegar þú hugleiðir þetta? Er hún jákvæð eða neikvæð? Vinsamleg færðu rök fyrir afstöðu þinni.

Jákvæð, torfhús eru fyrir mér merki um frábæra verkmenningu sem skapaði byggingar úr því efni sem fannst í nærumhverfinu og gerði það besta úr tiltölulega rýmum kosti.


Hvað finnst þér merkilegast og hvað ómerkilegast við torfhús?

Handverkið við hleðslurnar eru oft hreint listaverk og húsin sem slík eru í fallegu jafnvægi. Ég sé ekkert ómerkilegt við torfbæi en þau þurfa auðvitað mikla umhirðu og verður að endurbyggja með jöfnu millibili en það sama má segja um flest hús sem byggð eru a Íslandi.


Í hverju felst sögulegt gildi torfhúsa einkum? En menntunar- og fræðslugildi? Segðu frá.

Húsin tengja okkur við lífskjör forfeðra okkar og hafa þannig mikið fræðsligildi. Þau eru líka menningararfur sem tegir sig langt aftur fyrir landnám. Sögulegt gildi tengist þessu hvorutveggja lífskjörum forfeðra og mæðra hvernig fólki tókst að þróa og byggja þettað harðbýla land. Þau eru minnisvarði um nánast algeran sjálfsþurftarbúskap og hvernig fornir verkhætti nýttist allt fram á 20. öld.


Hafa torfhúsin eitthvað gildi fyrir þjóðerni og sjálfsmynd Íslendinga að þínu mati? Ef svo er, hvers vegna? Ef svarið er neikvætt, hvers vegna ekki?

Já þau eru hluti af sjálfsmyndinni bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Jákvæðan þar sem þau sýna útsjónarsemi og þrautseigju fólksins og voru stolt þeirra sem náðu að reisa þau og búa i sjálfstæðu búi. Neikvæða þar sem lengi hafa þau verið töluð niður sem leka torfkofa og hreisi sem eflaust hefur verið rétt í mörgum tilfellum þó svo torfbæirnir hafi oft verið hlýrri vistarverur en timburhúsin sem byggð veru í þeirra stað á 19. öld.


Geta torfhús haft gildi á vettvangi stjórnmálanna á einn eða annan hátt? Hvernig lýsir það sér, ef svo er?

Hef ekki myndað mér skoðun á því.


Í hverju felst ferðamálatengt gildi torfhúsa? Nefnið dæmi.

Kynning á menningararfi Íslendinga rétt eins og bindiverkshús, virki, hallir, kirkjur og hof eru kynning á menningararfi annara þjóða sem vilja kynna sögu sína ferðamönnum.Kafli 3 af 6 - Varðveisla og nýting

Hvað finnst þér um hvernig torfhús eru nýtt í þágu ferðamanna í dag?

Margt gott gert í þeim efnum.


Gætu torfhús nýst með öðrum hætti eða betur en þau gera í dag? Hvað er hægt að gera til að bæta úr þessu og hvað ekki? Hvað stendur helst í vegi fyrir breytingum?

Verndun í því formi sem húsin eru í nú stendur í vegi fyrir fjölbreyttari notkun. Endurbygging eða eftirgerðir og þá nokkuð nákvæmlega mættu nýta til að leifa fólki að dvelja í, visdulega þarf þá að aðlaga vissa þætti en það má eflaust gera svo að smekklegt sé og trufli ekki um of upplifum fólks af dvöl í húsunum.


Hvort ætti að varðveita fleiri eða færri torfhús en gert er? Ef fleiri, hvers vegna og þá hvernig hús (bæjarhús t.d.)? Ef nei, hvers vegna ekki?

Fleiri það vanntar í húsa söfnin smábæi svo og útihús.


Ef áhugi væri fyrir að fjölga vernduðum torfhúsum og nýta þau, hver ætti að bera kostnað af viðgerð og verndun þeirra að þínu mati (sveitarfélög, ríkið t.d.)?

Sameiginlegt átak ríkis, sveitafélagastarfsmanna og einkaaðilaKafli 4 af 6 - Aldursmunur og eftirgerðir

Er mikill munur á torfhúsum eftir því hvenær þau voru byggð, svo sem á 19. öld, á fyrri hluta 20. aldar eða um miðbik aldarinnar? Hvernig lýsir sá munur sér helst, ef svo er?

Það er eflaust nokkur munur og þa eftir vill ekki síst eftir landshlutum en t.d í bænum á Bustafelli má sjá mörg byggingarstig i sama húsinu sem er mjög áhugavert.


Finnst þér eftirgerðir torfhúsa vera frábrugðnar gömlu torfhúsunum? Hver er munurinn að þínu mati?

Já eru oft heldur háreist svo hlutföllin tapast nokkuð.


Þekkir þú einhverja sem kunna handtök við torf- og grjóthleðslu? Ef svarið er jákvætt, hve margir voru þeir á að giska fyrir 25 árum? En í dag? Hver heldur þú að staðan gæti verið eftir 25 ár?

Ég þekki ekki lengur persónulega nokkurn mann sem kann þau verk þó veit ég að bæði afi minn og faðir kunnu að hlaða bæði hnaus og klömbru en þeir eru farnir fyrir mörgum áratugum. Ég veit að þettað verklag er kennt nútildags og býst við að svo verði áfram þó ekki væri til annars en að halda við þeim húsum sem enn standa.Kafli 5 af 6 - Síðasta skeið torfhúsanna

Nokkuð er til af byggingum sem kalla má síðasta stig torfhúsa, þar sem blandað er saman hefðbundunum og nýrri byggingarefnum (torfi, bárujárni og steinsteypu t.d.). Hvaða gildi finnst þér að þessi hús hafi? Ætti að varðveita þau og ef svo er, hvers vegna?

Varðveita mætti eitthvað af slíku sem hluta af byggingararfi okkar.Kafli 6 af 6 - Upplýsingar um torfhús

Vinsamlega nefndu öll þau torfhús sem þér er kunnugt um og hvar þau eru staðsett á landinu (bæjarheiti, sveitarfélag). Hvaða nöfn bera þau (sérheiti)? Hvers konar hleðslur eru í þeim og viðbótarefni, ef eru? Ath. Hér er ekki verið að fiska eftir torfhúsum í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, eins og t.d. Keldum, Laufási og Burstarfelli.

Þekki helst þau sem eru í húsasafninu.Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana