LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHirsla, Kistill, Útskurður

ByggðaheitiHofstaðabyggð
Sveitarfélag 1950Viðvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBSK-105
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð24 x 16,2 x 16 cm
EfniFura, Málning/Litur
TækniMálun

Lýsing

Kistill úr furu 16,2 x 24 cm og hæð um 16 cm. Gaflarnir eru ekki alveg yst í kistlinum e.t.v. færðir inn síðar. Hjarir eru úr eir, með röndum, skráarlauf úr látúni, en skrá og lykil vantar.

Fjalir eru negldar neðan á lokið til endanna, falla þær út fyrir gaflana og eru skreyttar laufskurði. Á lok, hliðar og gafla er skorið stórkarlalegum, latneskum upphafsstöfum:  ÞURIDUR / GUÐMUNDSDOTTER / AÞE / NANSK / ISTIL. Kistillinn er brúnmálaður en málningin víða fallinn af. Önnur botnfjölin er nýleg.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.