LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiLoftslagsbreytingar
Ártal2019
Spurningaskrá125 Loftslagsbreytingar og framtíðin

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1960

Nánari upplýsingar

Númer2018-1-123
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.10.2018/4.3.2019
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 8 - Almennt

Hvað tengir þú helst við loftslagsbreytingar af mannavöldum? Hér getur þú látið hugann reika.

Kolavinnsla og notkun kola, allur iðnaður, notkun bensíns og olíudrifnar vélar. Ofneysla á matvælum og fatnaði. Offramleiðsla á dýrum. Skortur á votlendi, búið að höggva of mikið af regnskógum og öðrum skógi. Of mikil plastnotkun. Of mikil söfnun á rusli, ekki nóg flokkun. Sóðaskapur í náttúrunni og heiminum öllum.Kafli 2 af 8 - Eigin upplifun

Loftslagsbreytingar eru hnattrænar en hækkað hitastig á jörðinni getur einnig haft miklar staðbundnar afleiðingar. Hefur þú upplifað einhverjar afleiðingar af loftslagsbreytingunum? Hvaða afleiðingar, hvar og hvernig? Hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á líf þitt? Á hvaða hátt?

Mér ofbýður ruslið út um allt og sé ekki neina breytingar þó maður tíni upp það sem maður sér. Ég finn líka fyrir því hvað íslensk náttúra hefur tekið stakkaskiptum síðan ég var unglingur, það er mikið meira drasl út um mela og móa og þar sem maður stoppar í náttúrunni.Kafli 3 af 8 - Hvað get ég gert?

Hefur þú gert eitthvað sjálf(ur) til að draga úr loftslagsbreytingum? Hvaða máli telur þú að daglegt líf þitt eða lífstíll skipti fyrir loftslagsbreytingar?

Flokkað rusl, tínt það sem ég sé, passa upp á náttúruna, stuðla að skógrækt, ég er á móti stóriðju, ekki fleiri, það er nógu mikil útblástur á þeim nú þegar. Ferðast minna með flugi, nota umhverfisvænan bíl. Nýta matinn betur, kaupa minna, nýta fatnað betur. Reyna að hafa áhrif á aðra í kringum mig og hvetja stjórnvöld til dáða í umhverfismálum.Kafli 4 af 8 - Upplýsingagjöf

Hvar hefur þú helst fengið upplýsingar um loftslagsbreytingar (sjónvarp, netmiðlar t.d.)?

Sjónvarp, greinar, hlusta á vísindamenn, gref uppá netinu greinar.Kafli 5 af 8 - Úrræði

Telur þú að það sé hægt að takmarka hinar hnattrænu loftslagsbreytingar? Hvernig? Heldur þú að ný tækni, eins og t.d. rafmagnsbílar, skip og flugvélar, skipti máli fyrir loftslag í framtíðinni?

Já, en við verðum að bregðast við strax. Finna leið til að rafmagnið nái til bíla flugvéla og skipa. En við þurfum að finna leiðir til að búa til umhverfisvæn batterí og góða leið til að eyða þeim án þess að það sé á kostnað umhverfis.Kafli 6 af 8 - Aðrar ógnir

Eru einhverjar aðrar samfélagslegar ógnir að þínu mati sem eru uggvænlegri en loftslagsbreytingar? Ef svo er, hvaða?

Loftslagsbreytingar.Kafli 7 af 8 - Framtíðin

Flestir eða allir reyna að gera sér einhverja grein fyrir hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Við viljum gjarnan að þú segir frá hugmyndum þínum um framtíðina, væntingum, óskum eða áhyggjum. Frásögnin má bæði vera um nærumhverfi þitt og framtíð jarðarinnar, eða annað hvort, og hún þarf ekki endilega að vera um loftslagsbreytingar. Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér?

Vonandi vöknum við til lífsins stax því á morgun getur það verið of seint. Vonandi mega komandi kynslóðir njóta fallegrar náttúru og ómengaðra loft gæða.Kafli 8 af 8 - Viðbætur og athugasemdir

Hér hefur þú pláss fyrir viðbætur eða athugasemdir við spurningaskrána.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana