LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal1925-1935

LandÍsland

Hlutinn gerðiÓlafur Daníelsson
GefandiJóhann Björn Ævarsson 1963-
NotandiÓlafur Daníelsson 1905-1980

Nánari upplýsingar

Númer2019-82-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð18 x 10 cm
EfniSilki
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Vélsaumur

Lýsing

Öskupoki, vélsaumaður úr hvítu silki en útsaumaður í höndum. Faldaður að ofan. Í aðra hlið pokans er saumað fangamarkið „ÓD“ (þ.e. fangamark þess er átti, Ólafs Daníelssonar). Í hina hliðina er útsaumuð mynd af akkeri með taug í sem hringar sig í kringum akkerið. Hægt er að sjá pennastrikin sem teiknuð voru á pokann og saumað eftir. Allur útsaumur er með gylltum silki- eða satínþræði. Pokanum er rykkt saman að ofanverðu með snúinni snúru úr sams konar gylltum þræði. Snúran er svo þrædd í gegnum efnið með jöfnu millibili allan hringinn og festir um leið niður faldinn. Á endum snúrunnar eru dúskar/skúfar úr sama þræði. Sams konar þráður er jafnframt notaður í kögur, með eins konar möskvum, sem fest er enðst á pokann.

Allir munirnir nr. Þjms. 2019-82 koma frá sama gefanda og voru í eigu afa hans, Ólafs Daníelsson (f. 1905, d. 1980), klæðskerameistara á Akureyri. Hann vann á saumastofu Gefjunar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana