LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal1925-1935

LandÍsland

Hlutinn gerðiÓlafur Daníelsson
GefandiJóhann Björn Ævarsson 1963-
NotandiÓlafur Daníelsson 1905-1980

Nánari upplýsingar

Númer2019-82-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð15,5 x 10,7 cm
EfniSilki
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Vélsaumur

Lýsing

Öskupoki, vélsaumaður úr hvítu silki en útsaumaður í höndum. Faldaður að ofan. Á framhliðinni er handsaumuð mynd af hvítri og grárri fljúgandi dúfu (bréfdúfu) með blátt og rautt sendibréf/umslag í gogginum. Útlínur höfuðs dúfunnar eru saumaðar með sama rauða garninu. Í bakhlið pokans er handsaumað fangamarkið „ÓD“ (þ.e. fangamark þess er átti, Ólafs Daníelssonar), saumað með með pallíettum. Faldurinn er saumaður niður með bláum þræði. Þrílit snúra (gul, rauð og blá), til að rykkja pokaopinu saman, er svo þrædd í þessi bláu spor.kar pokanum. Neðst á pokann er saumað hvítt kögur og samskeyti þess og pokans skreytt pallíettum. 

Allir munirnir nr. Þjms. 2019-82 koma frá sama gefanda og voru í eigu afa hans, Ólafs Daníelsson (f. 1905, d. 1980), klæðskerameistara á Akureyri. Hann vann á saumastofu Gefjunar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana