Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal1925-1935

LandÍsland

Hlutinn gerðiÓlafur Daníelsson
GefandiJóhann Björn Ævarsson 1963-
NotandiÓlafur Daníelsson 1905-1980

Nánari upplýsingar

Númer2019-82-4
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð15,8 x 10,5 cm
EfniSilki
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Vélsaumur

Lýsing

Öskupoki, vélsaumaður úr hvítu silki. Faldaður efst. Á framhlið pokans er handsaumuð mynd af fölgrænni flösku með rauðum tappa og glasi við hlið hennar (hugsanlega mjólkurglasi). Á flöskunni er blómaskraut: tvö rauð blóm á stilkum og eitt grænt laufblað. Í bakhlið pokans er handsaumað, með rauðum þræði, fangamarkið „ÓD“ (þ.e. fangamark þess er átti, Ólafs Daníelssonar). Neðst á pokanum er hvítt kögur, handsaumað á pokann. Faldurinn við opið efst er festur niður með rauðum þræði og dökk-grænblárri snúru, til að rykkja opinu saman, er þrætt undir þessi rauðu spor. 

Allir munirnir nr. Þjms. 2019-82 koma frá sama gefanda og voru í eigu afa hans, Ólafs Daníelsson (f. 1905, d. 1980), klæðskerameistara á Akureyri. Hann vann á saumastofu Gefjunar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana