Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal1930

LandÍsland

Hlutinn gerðiÓlafur Daníelsson
GefandiJóhann Björn Ævarsson 1963-
NotandiÓlafur Daníelsson 1905-1980

Nánari upplýsingar

Númer2019-82-8
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð15,7 x 11,3 cm
EfniSilki
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Vélsaumur

Lýsing

Öskupoki, vélasaumaður úr hvítu silki. Faldaður efst við op. Á annarri hlið hans er eftirfarandi handsaumað: með rauðum þræði stendur „KVEÐJA“ Þar sem leggir endastafanna „K“ og „A“ ná langt niður í sveig. Innan þess sveigs er ártalið 1930 en milli 19 og 30 er útsaumað, rautt hjarta. Er sem rjúki úr hjartanu. Þar neðan við er handaband karls og konu. Útlínur handanna eru saumaðar með hvítum þræði en útlínur jakka karlsins og útlínur ermi konunnar eru saumaðar með svörtum þræði. Opi pokans efst er rykkt saman með tvílitri snúinni snúru, rauðri og hvítri, sem þrædd er í faldinn með einföldum sporum. 

Allir munirnir nr. Þjms. 2019-82 koma frá sama gefanda og voru í eigu afa hans, Ólafs Daníelsson (f. 1905, d. 1980), klæðskerameistara á Akureyri. Hann vann á saumastofu Gefjunar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana