Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal1925-1935

LandÍsland

Hlutinn gerðiÓlafur Daníelsson
GefandiJóhann Björn Ævarsson 1963-
NotandiÓlafur Daníelsson 1905-1980

Nánari upplýsingar

Númer2019-82-10
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð18 x 11 cm
EfniMálmblanda, Silki
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Vélsaumur

Lýsing

Öskupoki, vélasaumaður úr hvítu silki. Faldaður efst við op. Á annarri hlið hans er mynd af sólarlagi innan blómsveiga blárra blóma á grænum stilkum. 4 blóm beggja vegna sólarinnar. Opi pokans er lokað með ljósbláum borða sem þræddur hefur verið í göt sem saumað er meðfram með bláum þræði. Slaufa er bundin á borðann. Á bakhlið pokans er boginn títuprjónn, væntanlega til að hengja pokann í einhvern. Neðst á pokanum er hvítt kögur, handsaumað á hann. 

Allir munirnir nr. Þjms. 2019-82 koma frá sama gefanda og voru í eigu afa hans, Ólafs Daníelsson (f. 1905, d. 1980), klæðskerameistara á Akureyri. Hann vann á saumastofu Gefjunar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana