LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiAskur, Ílát, Mataraskur, Matarílát, Stafaílát, Útskurður

ByggðaheitiSkagafjörður
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-67
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð13,1 x 13 x 9,7 cm
EfniFura
TækniÍlátasmíði

Lýsing

Mataraskur (karlmanns) úr furu. Hann er 13,1 cm hár, 13 cm víður og dýptin 9,7 cm. Girði eru ný svo og fremri höldustafur. Á mitt lokið er skorin eins konar tólfblaða rós innan í sexhyrndri stjörnu og þar utan yfir hringur svipaður tannhjóli.

Til beggja hliða eru skornir krossar í hringlaga fleti. Fremst og aftast á lokið eru skornir mjóir bekkir með tvenns konar mynstri, og ofan á aftari höldustaf skorin þrjú x. Lokið er sprungið og virðist það vera brennt að innan. Flísað er úr annari kinninni við þolimóðinn.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.