LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiRúmfjöl, Útskurður
Ártal1775

StaðurHrafnhóll
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-450
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð112,1 x 18,3 cm
EfniFura
TækniTrésmíði

Lýsing

Rúmfjöl úr furu 18,3 x 112,1 cm. Framhliðin er öll útskorin. Meðfram brúnum eru strik og þrjár kringlur, um 11,7 cm í þvermál, ein í miðju og hvor við sinn enda. Í kringluna til vinstri er skorið með höfðaletri b g d, í miðkringluna i h s og í kringluna til hægri ártalið 1775.

Þrjár höfðaleturslínur eru á milli kringlanna og er þar skorið (vinstra megin):

v e r t u i f i r o g a l l t u m k / r i n g m e i d e i l i f r / i b l e s s a n þ i n n i s i

(og hægra megin):

t i e g u d s e i n g l a r s a / t i e g u d s e i n g l a r s / a m a n i n s r m g s.

Síðasta hluta versins vantar og partur af síðari hluta tvítekinn.

Í greinargerð frá Árna Sveinssyni segir : „Skorið út með höfðaletri versið: „Vertu yfir og allt um kring“ o.s.frv. Fangamark hjónanna langafa og langömmu Stefáns á Hrafnhóli og þeirra systkina. - “

Fjölin er nokkuð slitin til endanna og sprungin hægra megin. Kroppað er úr henni að framan neðst til hægri og upp í næstsíðasta stafinn (g). Bleikar málningarslettur framan á. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.