LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHilla, Rúmfjöl, Útskurður
Ártal1832

Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

NotandiKristján Gíslason 1863-1954

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-242
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð107,5 x 19 x 1,7 cm
EfniFura
TækniTrésmíði

Lýsing

Rúmfjöl úr furu, 19 x 107,5 cm, og um 1,7 cm þykk. Að framan er hún öll útskorin, laufteinungur til beggja hliða er sveigjast og vindast fram og aftur, og í miðjunni hringur með fleygskurði og skipt í tvennt með fleygskornum bekk. Í efra hluta hringsins er skorið með skrifletri GE, og í neðri hlutann JG.

Á bakhlið fjalarinnar er hringur, svipaður gerðar og hinn nema óskiptur, og í honum stendur skorið með latneskum upphafsstöfum: ANNO 1832. Yfir og undir orðunum er grannur einfaldur fléttuhnútur. Fjölin er prýðilega gerð, en nú er hún lökkuð og fest saman framan á vegghillu.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.