LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiStafhúnn
Ártal1870-1910

StaðurSelnes
ByggðaheitiSkagi
Sveitarfélag 1950Skefilsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiÓlafur Grímsson
GefandiAndrés H. Valberg 1919-2002
NotandiOddgnýr Ólafsson 1883-1961, Ólafur Grímsson 1841-1917

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-2157/1997-130
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniBein, Fura, Silfur
TækniBeinsmíði

Lýsing

Stafhúnn úr furu, silfri og beini. Hann sýnir ljónshöfuðslíki, með makka úr silfri og vígtönnum (4) úr hvalbeini (eða ýsubeini). Augntóftirnar eru tómar og svört sletta úr límkenndu efni (málningu) er á vinstri vanga höfuðsins. Húnninn er nettur, ætlaður fyrir hólk til að setja á staf. Hann er listavel skorinn, eftir snillinginn Ólaf Grímsson, sjómann og klápasmið á Selnesi á Skaga. Hann var faðir Oddgnýs Ólafssonar, sjómanns á Sauðárkróki sem lét gefandann, Andrés H. Valberg, hafa stafhúninn.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.