LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiAskur, Mataraskur, Matarílát, Stafaílát, Útskurður
Ártal1857

StaðurKálfsstaðir
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiStefán Jónsson
GefandiÁrni Sveinsson 1892-1965

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-168
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð13,3 x 14,7 cm
EfniFura
TækniÍlátasmíði

Lýsing

Mataraskur (karlmanns) úr furu. Hann er 14,7 cm hár 13,3 cm víður og 10,4 cm djúpur. Á mitt lokið er skorin tólfblaða rós og utan um hana sjö mynsturhringir allt út á brúnir loksins. Er mynstrið gert með ýmiss konar fleygskurði, þríhyrningar, fleygar og líkt og tvinnaður þráður.

Til beggja hliða á lokinu er líkt og þverskornar blómakrónur, aftan og framan á lokinu eru fleygskornir bekkir og skáskornir, tvinnaður þráður og grópar líkt og hálft tungl. Á loktotunni ártalið 1857. Ofan á aftari höldustaf eru skornir tíu ferningar með x í hverjum og aftan á höldunni 17 þverrendur.

Askurinn er prýðilegur gripur og vel gerður. Girðin eru nýlega endurnýjuð og aftasti stafurinn bættur að neðan. Askurinn virðist brenndur að innan.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.