LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiAskur, Mataraskur, Matarílát, Stafaílát, Útskurður
Ártal1857

StaðurKálfsstaðir
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiStefán Jónsson
GefandiÁrni Sveinsson 1892-1965

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-168
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð13,3 x 14,7 cm
EfniFura
TækniÍlátasmíði

Lýsing

Mataraskur (karlmanns) úr furu. Hann er 14,7 cm hár 13,3 cm víður og 10,4 cm djúpur. Á mitt lokið er skorin tólfblaða rós og utan um hana sjö mynsturhringir allt út á brúnir loksins. Er mynstrið gert með ýmiss konar fleygskurði, þríhyrningar, fleygar og líkt og tvinnaður þráður.

Til beggja hliða á lokinu er líkt og þverskornar blómakrónur, aftan og framan á lokinu eru fleygskornir bekkir og skáskornir, tvinnaður þráður og grópar líkt og hálft tungl. Á loktotunni ártalið 1857. Ofan á aftari höldustaf eru skornir tíu ferningar með x í hverjum og aftan á höldunni 17 þverrendur.

Askurinn er prýðilegur gripur og vel gerður. Girðin eru nýlega endurnýjuð og aftasti stafurinn bættur að neðan. Askurinn virðist brenndur að innan.

Askurinn er kominn frá Árna Sveinssyni bónda á Kálfstöðum.

Ragnar Ásgeirsson fullyrðir að þessi askur og aðrir sömu gerð séu smíðaðir af Stefáni B. Jónssyni að Mallandi á Skaga (d. 1868). Í safninu eru tveir askar aðrir með sama handbragði, BSk-491 og 492, a.m.k. þrír í Þjóðminjasafni (6256, 12147 og 14456) og í byggðasafninu að Reykjaskóla (einn askur og eitt lok).

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.