LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiAskja
Ártal1935-1960

ByggðaheitiSiglufjörður
Sveitarfélag 1950Siglufjörður
Núv. sveitarfélagFjallabyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiBjörgvin M. Hjelvik Snorrason 1939-, Hallgerður Ásta V Guðjónsdóttir 1945-
NotandiSnorri Mikaelsson 1901-1972

Nánari upplýsingar

Númer2019-26-65
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð2,2 x 2,2 x 6 cm
EfniViður
TækniVerkfærasmíði

Lýsing

 

Sívöl askja tilheyrir verkfærakistu Snorra Mikaelssonar. Sívöl askja úr við og hægt er að skrúfa af botninn. Texti á öskjunni er ólesanlegur.

Jón Anton Snorri Mikaelson (f.18.07.1901 – d.18.02.1972) sem kallaður var Snorri Mikaelson í daglegu tali, var smiður og byggingarmeistari frá Siglufirði. Hann vann m.a. um áratugaskeið hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði á 5. og 6.áratug 20.aldar. Snorri kvæntist Cecilie Sofie Hjelvik Mikaelsson (f.24.04.1912 – d.24.02.2009) í Reykjavík hinn 17. júní 1937 og fluttust þau til Siglufjarðar þar sem þau bjuggu til ársins 1961. Þar bjuggu þau við Aðalgötu 13, en meðfram smíðavinnu þá starfaði Snorri sem prestur hjá Sjöunda-dags aðventistum en um miðjan fjórða áratug 20. aldar sótti hann trúboðsskóla aðventista í Noregi, en það var einmitt þar sem hann kynntist Cecilie, konu sinni. 1961 fluttust þau hjónin til Hlíðardalsskóla í Ölfusi, þar sem Cecilie vann sem forstöðukona og hann staðarsmiður.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Síldarminjasafns Íslands. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt gripum og munum sem snerta líf hins dæmigerða íbúa í síldarbænum Siglufirði. Safnkosturinn er gríðarlega stór og má ætla að rúmlega helmingur hans sé skráður í aðfangabækur og spjaldaskrár en stór hluti er enn óskráður.


Síldarminjasafnið hefur haft aðild að Sarpi frá árinu 2012 og vinnur markvisst að skráningu safneignar


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.