LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


MyndefniFjall, Íbúðarhús, Kirkja, Kirkjugarðshlið, Kirkjugarður
Ártal1960-1970

StaðurBrjánslækjarkirkja
ByggðaheitiVatnsfjörður
Sveitarfélag 1950Barðastrandarhreppur
Núv. sveitarfélagVesturbyggð
SýslaV-Barðastrandarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerKIRK-388
AðalskráMynd
UndirskráÞjóðlífsmyndasafn
Stærð7 x 7 cm
GerðSvart/hvít pósitíf

Lýsing

Brjánslækjarkirkja er í Tálknafjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi. Brjánslækur er fornt höfuðból, kirkjustaður og lengi prestssetur við mynni Vatnsfjarðar á Barðaströnd. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar heilögum Gregoríusi.

Núverandi kirkja var vígð 1908. Hún var byggð eftir teikningum Rögnvalds Ólafssonar. Þórarinn B. Þorláksson, listmálari, málaði altaristöfluna 1912. Hún sýnir Krist með lamb í fanginu.

Brjánslækjarkirkja er timburhús, 6,97 m að lengd og 5,07 m á breidd, með turn við vesturstafn, 1,86 m að lengd og 1,96 m á breidd. Þak kirkju er krossreist. Á turni er tvískipt þak; lágreistur píramíti með háa ferstrenda spíru upp af. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar með sex rúðum og yfir þeim burstsett vatnsbretti og faldar. Efst á turnhliðum eru þrjú burstsett hljómop með rúðum fyrir. Fyrir kirkjudyrum er spjaldahurð með þremur rúðum og yfir þeim háreist burst.

Friðuð 1. janúar 1990


Kirkjukort

Þetta aðfang er í Skógasafni. Heildarfjöldi gripa í safninu er um 15.000. Um 10.000 gripir hafa verið skráðir í Sarp sem er um 70% safnkostsins. Um er að ræða fullnaðar-skráningu án mynda og upplýsinga um geymslustað. Jafnframt er ætlunin að skrá geymslustað og ljósmynda gripi og setja inn í Sarp. Það er ærið verk og ræðst af fjárhagsstöðu safnsins. Um 5.000 ljósmyndir hafa verið handskráðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.