LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiHúsgagnasmíði, Skápur
Ártal1860

StaðurGlaumbær
ByggðaheitiLangholt
Sveitarfélag 1950Seyluhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

NotandiHalldór Björnsson 1869-1928, Salóme Jónasdóttir 1846-1935

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-269
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð51 x 25,5 x 72 cm
EfniFura, Málning/Litur
TækniMálun

Lýsing

Skápur úr furu, 72 cm hár, 51 cm breiður og um 25,5 cm langur fram. Framhliðin nær upp fyrir skápinn, og á henni er strikheflaður listi umhverfis, en hefur þó týnst af að neðan.

Á skápnum er hurð, 31,5 cm x 50,5 cm með spjaldi. Ofan við hurðina er skúffa með upphleyptri tíglaröð á framhlið. Í miðju hurðaspjaldinu er ferhyrndur reitur með útskorunum hornum. Ein hilla er í skápnum.

Framhliðin er máluð blá og rauð. Grunnliturinn er blár, en listarnir umhverfis, hurðarramminn og innsti reiturinn í hurðinni og tíglarnir á skúffunum rauðir. Skráin og önnur lömin eru ónýt og kvarnað er úr og rifið af skápnum sums staðar. Skápurinn er íslensk smíð og er sagður yfir 100 ára 1962.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.