LeitaVinsamlega sýnið biðlund
MyndefniKirkja
Ártal1960-1970

StaðurHríseyjarkirkja
ByggðaheitiHrísey
Sveitarfélag 1950Hríseyjarhreppur
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerKIRK-483
AðalskráMynd
UndirskráÞjóðlífsmyndasafn
Stærð7 x 11 cm
GerðSvart/hvít pósitíf

Lýsing

Hríseyjarkirkja er í Hríseyjarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Kirkjur stóðu í Hrísey á öldum áður. Kirkjulaust var um tíma og steinkirkjan, sem nú stendur þar, var vígð 26. ágúst 1928 og samtímis var Hrísey gerð að sérstakri sókn.

Arkitekt var Guðjón Samúelsson og smiðir Þorsteinn Þorsteinsson frá Lóni og Jón Einarsson. Konur í kvenfélagi Hríseyjar voru frumkvöðlar að byggingu kirkjunnar. Jón Þór Vigfússon og Vigfús Jónsson frá Akureyri máluðu kirkjuna í upphafi en árin 1960 og 1990 var þar að verki Hörður Jörundsson.

 

Kirkjukort

Þetta aðfang er í Skógasafni. Heildarfjöldi gripa í safninu er um 15.000. Um 10.000 gripir hafa verið skráðir í Sarp sem er um 70% safnkostsins. Um er að ræða fullnaðar-skráningu án mynda og upplýsinga um geymslustað. Jafnframt er ætlunin að skrá geymslustað og ljósmynda gripi og setja inn í Sarp. Það er ærið verk og ræðst af fjárhagsstöðu safnsins. Um 5.000 ljósmyndir hafa verið handskráðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.