LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiTorfhús
Ártal2019
Spurningaskrá127 Viðhorf til torfhúsa

StaðurÁrbæjarsafn, Bustarfell I, Byggðasafn Skagfirðinga, Byggðasafnið á Skógum, Bænhús á Núpsstað, Grenjaðarstaður, Hofskirkja í Öræfum, Keldur, Keldnabærinn
ByggðaheitiAðaldalur, Árbær, Fljótshverfi, Langholt, Rangárvellir, Skógar, Vopnafjörður, Öræfi
Sveitarfélag 1950Aðaldælahreppur , A-Eyjafjallahreppur, Hofshreppur A-Skaft., Hörgslandshreppur, Rangárvallahreppur, Reykjavík, Seyluhreppur, Vopnafjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagAðaldælahreppur , Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Reykjavík, Skaftárhreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður, Vopnafjarðarhreppur
SýslaA-Skaftafellsýsla, Gullbringusýsla, N-Múlasýsla, Rangárvallasýsla, Skagafjarðarsýsla, S-Þingeyjarsýsla, V-Skaftafellsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1959

Nánari upplýsingar

Númer2019-2-243
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.6.2019/17.12.2019
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 6 - Eigin reynsla

Þekkir þú torfhús af eigin raun? Ef svo er, með hvaða hætti? Hefur þú t.d. búið í torfbæ? Hvar voru/eru þessar byggingar staðsettar? Nefndu bæjarheiti.

Já. Ég hef margoft heimsótt þau sem leiðsögumaður með ferðamenn. Síðan kvikmyndaði ég mikið á Bustarfelli vegna kvikmyndarinnar Gósenlandsins. Nei, ég hef aldrei búið í torfbæ. Þeir bæir sem ég hef heimsótt fyrir utan Bustarfell eru Árbær í Reykjavík, Keldur á Rangárvöllum, Glaumbær í Skagafirði, Grenjaðarstaður í Aðaldal og húsin að safninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Svo hef ég heimsótt torfkirkjur að Hofi í Öræfum og Núpsstað. Ég skoða svo alltaf tóttir þar sem ég get. Síðast var það tóttin af Hofstöðum, rétt hjá Skálm í Álftaveri. Það var kot.


Um það bil hve oft hefur þú komið í torfhús? Hve langt er síðan þú komst seinast í þannig hús?

Sem fyrr segir hef ég margoft heimsótt torfbæi. Síðast heimsótti ég Grenjaðarstað með ferðamenn og þar áður Bustarfell til að kvikmynda.Kafli 2 af 6 - Gildi torfhúsa

Fyrir hvað standa torfhús í þínum huga? Hver er fyrsta hugsun þín þegar þú hugleiðir þetta? Er hún jákvæð eða neikvæð? Vinsamleg færðu rök fyrir afstöðu þinni.

Hýbýli forfeðra og mæðra. Mér finnst áhugavert hvernig torfbæirnir þróuðust á nítjándu öld og inn í þá 20. eins og sjá má á Bustarfelli. Ég hef alltaf dáðst að torfbæjum, hvernig landsmenn brugðust við aðstæðum og myndi gjarnan vilja að módernískir arkitektar myndu leita hugmynda í þá átt. Aðallega vegna þess að mér finnst þetta hugvitsamleg húsarkynni, en svo er byggingarefnið fallegt. Jörðin sjálf.


Hvað finnst þér merkilegast og hvað ómerkilegast við torfhús?

Eins og fyrr segir finnst mér merkilegt hvernig stíllinn þróaðist miðað við aðstæður. Hins vegar eru þau hús sem enn standa eflaust bestu húsin og ég trúi því að þau hafi ekki verið beysin mörg hver, sbr. lýsingar á sumum þeirra hjá útlendingum á 18. öld. Síðan eru þau hættuleg ef kemur jarðskjálfti.
Mér þætti áhugavert að vita hvernig moldin og grjótið myndið bregðast við væri svona bær kynntur upp með hitaveitu.


Í hverju felst sögulegt gildi torfhúsa einkum? En menntunar- og fræðslugildi? Segðu frá.

Þetta eru hýbýli fyrri kynslóða, sem tengja okkur líka við matargerðina og bókmenntirnar, í raun við hversdag og líf fyrri kynslóða.


Hafa torfhúsin eitthvað gildi fyrir þjóðerni og sjálfsmynd Íslendinga að þínu mati? Ef svo er, hvers vegna? Ef svarið er neikvætt, hvers vegna ekki?

Íslendingar hafa margir hverjir skömm á torfbæjum og tengja þá þeirri iðju að tína fjallagrös og spinna garn. Allt þetta sé fyrirlitlegt. Sérstaklega heyrir maður þetta frá körlum, sem komnir eru yfir fimmtugt og trúa á gamaldags tækni. Reyndar veit ég það ekki. Sjálf ólst ég upp við hitaveitu og ótal fermetra af parketi. Samt dáist ég að torfbænum, þótt mér þyki vænt um módernísk hús, sérstaklega Sigvalda Thordarsen, sem ólst jú reyndar upp í torfbæ.


Geta torfhús haft gildi á vettvangi stjórnmálanna á einn eða annan hátt? Hvernig lýsir það sér, ef svo er?

Nei, það held ég ekki. Nema þjóðernishyggjumenn reyni aftur að nýta sér torfbæinn sem tákn eins og gert var á tímum Jónasar frá Hriflu. Þó eru tilfinningar Íslendinga það neikvæðar í garð torfbæjarins, að ég held að það verði ekki gert.


Í hverju felst ferðamálatengt gildi torfhúsa? Nefnið dæmi.

Ég get fullyrt að þýskir ferðamenn séu mjög áhugasamir að skoða torfbæi, að minnsta kosti einu sinni í tíu daga ferð.Kafli 3 af 6 - Varðveisla og nýting

Hvað finnst þér um hvernig torfhús eru nýtt í þágu ferðamanna í dag?

Mér finnst það ágætt. Ég hef haft mikla ánægju af því að segja þeim frá því sem ég veit.


Gætu torfhús nýst með öðrum hætti eða betur en þau gera í dag? Hvað er hægt að gera til að bæta úr þessu og hvað ekki? Hvað stendur helst í vegi fyrir breytingum?

Nú hefur fólkið á Möðrudal á Fjöllum byggt torfbæjar -„líki“. Það hefur líka verið gert í Óbyggðarsetrinu innst í Fljótsdal. Þar er gestum boðið að gista í lokrekkju eða baðstofu. Það þykir sumum gaman að gista í svona húsum. Mætti eflaust gera víðar.


Hvort ætti að varðveita fleiri eða færri torfhús en gert er? Ef fleiri, hvers vegna og þá hvernig hús (bæjarhús t.d.)? Ef nei, hvers vegna ekki?

Fleiri. Öll ef hægt er. Þau eru falleg og eiga vel við landslagið. Það er alltaf gaman að sjá þau, jafnvel þótt þau sé bara gripahús.


Ef áhugi væri fyrir að fjölga vernduðum torfhúsum og nýta þau, hver ætti að bera kostnað af viðgerð og verndun þeirra að þínu mati (sveitarfélög, ríkið t.d.)?

Það fer eftir því hvernig á að nýta þau. Eftir því sem ég best veit, setti ríkið fé í húsin að Núpsstað, en nú er fólki bannaður aðgangur. En víst styrkir ríkið endurgerð gamalla húsa, því ekki torfbæja?Kafli 4 af 6 - Aldursmunur og eftirgerðir

Er mikill munur á torfhúsum eftir því hvenær þau voru byggð, svo sem á 19. öld, á fyrri hluta 20. aldar eða um miðbik aldarinnar? Hvernig lýsir sá munur sér helst, ef svo er?

Já, það er það, sbr. rústirnar af Stöng og svo myndirnar sem maður sér eftir erlenda ferðamenn á 18. öld eða fyrstu ljósmyndir og svo þessi stórbýli sem ég þegar nefnt. Bustarfell hefur rennandi vatn, salerni og miðstöðvarkyndingu sem var lögð fyrir miðbik 20. aldar.


Finnst þér eftirgerðir torfhúsa vera frábrugðnar gömlu torfhúsunum? Hver er munurinn að þínu mati?

Er ekki steypa að hluta í þeim í Möðrudal? Sennilega eru þessi nýju byggð með jarðskjálftahættu í huga. Svo er mikill munur á húsunum eftir landsvæðum: hraun í hleðslunum að Grenjaðarstað, en mest allt torf í þeim í Glaumbæ.


Þekkir þú einhverja sem kunna handtök við torf- og grjóthleðslu? Ef svarið er jákvætt, hve margir voru þeir á að giska fyrir 25 árum? En í dag? Hver heldur þú að staðan gæti verið eftir 25 ár?

Ég kannast við þrjá menn, einn karl og tvær konur. Önnur konan vinnur við hleðslu, aðallega þó grjóthleðslu. Svo hef ég heyrt af einum til viðbótar, en veit að þeir eru fleiri. Ég þekkti einn fyrir 25 árum og eftir 25 ár verð ég sennilega dauð.Kafli 5 af 6 - Síðasta skeið torfhúsanna

Nokkuð er til af byggingum sem kalla má síðasta stig torfhúsa, þar sem blandað er saman hefðbundunum og nýrri byggingarefnum (torfi, bárujárni og steinsteypu t.d.). Hvaða gildi finnst þér að þessi hús hafi? Ætti að varðveita þau og ef svo er, hvers vegna?

Mér finnst gaman þegar reynt er eitthvað nýtt með hliðsjón af því gamla. Jafnvel þótt tilgangurinn hafi ekki verið fagurfræðilegur heldur aðeins praktískur. Mér finnst að þau ætti að varðveita og vonandi verða þau fleiri.Kafli 6 af 6 - Upplýsingar um torfhús

Vinsamlega nefndu öll þau torfhús sem þér er kunnugt um og hvar þau eru staðsett á landinu (bæjarheiti, sveitarfélag). Hvaða nöfn bera þau (sérheiti)? Hvers konar hleðslur eru í þeim og viðbótarefni, ef eru? Ath. Hér er ekki verið að fiska eftir torfhúsum í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, eins og t.d. Keldum, Laufási og Burstarfelli.

Ég þekki ekki mörg torfhús fyrir utan þau úr húsasafni Þjóðminjasafnsins.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana