LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiTorfhús
Ártal2019
Spurningaskrá127 Viðhorf til torfhúsa

StaðurÁrbæjarsafn, Byggðasafn Skagfirðinga, Grenjaðarstaður, Hólakot, Hólar, Laufásbær, Lýtingsstaðir, Saurbæjarkirkja í Eyjafirði, Þverá
ByggðaheitiAðaldalur, Árbær, Höfðahverfi, Langholt, Laxárdalur, Tungusveit
Sveitarfélag 1950Aðaldælahreppur , Grýtubakkahreppur, Lýtingsstaðahreppur, Reykdælahreppur, Reykjavík, Saurbæjarhreppur Eyjaf., Seyluhreppur
Núv. sveitarfélagAðaldælahreppur , Eyjafjarðarsveit , Grýtubakkahreppur, Reykjavík, Sveitarfélagið Skagafjörður, Þingeyjarsveit
SýslaEyjafjarðarsýsla, Gullbringusýsla, Skagafjarðarsýsla, S-Þingeyjarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1990

Nánari upplýsingar

Númer2019-2-247
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.6.2019/18.12.2019
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 6 - Eigin reynsla

Þekkir þú torfhús af eigin raun? Ef svo er, með hvaða hætti? Hefur þú t.d. búið í torfbæ? Hvar voru/eru þessar byggingar staðsettar? Nefndu bæjarheiti.

Já. Ég vann í 2 sumur á Árbæjarsafninu þar sem gamli bærinn var mín upppáhalds starfsstöð og svo vann ég 1 sumar á Laufási hjá Grenivìk.


Um það bil hve oft hefur þú komið í torfhús? Hve langt er síðan þú komst seinast í þannig hús?

A.m.k. 300 sinnum. Sídast á Lýtingsstödum sumar 2018.Kafli 2 af 6 - Gildi torfhúsa

Fyrir hvað standa torfhús í þínum huga? Hver er fyrsta hugsun þín þegar þú hugleiðir þetta? Er hún jákvæð eða neikvæð? Vinsamleg færðu rök fyrir afstöðu þinni.

Mér þykir mjög vænt um torfhús og hugsa oft eins og ég hafi fæðst á röngum tíma. Þau eru leifar af þjóðháttum sem stóð (med breytingum) frá landnámi þar til tiltölulega nýlega. Ég reyndi sjálf að gera rannsókn um torfbæi þegar ég var í námi í þjóðfræði en fann engan leidbeinanda sem hafdi áhuga.


Hvað finnst þér merkilegast og hvað ómerkilegast við torfhús?

Merkilegast er hlýjan, hvad það verður merkilega hlýtt inni og greinilegt að reynslan hefur kennt Íslendingum ad þróa þá eftir landshlutum og veðurfari. Og ef maður heldur bæjunum vel við þá endast þeir lengi. Ómerkilegast er vissulega kuldinn þegar er mikið frost.


Í hverju felst sögulegt gildi torfhúsa einkum? En menntunar- og fræðslugildi? Segðu frá.

Hve lengi íslenska þjóðin bjó ì þeim. Það er stórmerkilegt.


Hafa torfhúsin eitthvað gildi fyrir þjóðerni og sjálfsmynd Íslendinga að þínu mati? Ef svo er, hvers vegna? Ef svarið er neikvætt, hvers vegna ekki?

Mèr finnst eins og sumir skammist sín fyrir þennan hluta af sögu okkar því vissulega var ekki rosa dannað að sauma fína kjóla og setja brilljantín í hárið og fara svo heim í torfbæinn- en í Köben voru húsin reisulegri. Ég finn til stolts þar sem það þurfti útsjónarsemi til að búa í slíku húsi. Það var ódýrt og hagkvæmt og oftast hlýtt en kostaði mikla vinnu.


Geta torfhús haft gildi á vettvangi stjórnmálanna á einn eða annan hátt? Hvernig lýsir það sér, ef svo er?
Í hverju felst ferðamálatengt gildi torfhúsa? Nefnið dæmi.

Sagan!! Tengja hversu hratt Íslendingar þróuðust og hvernig hitaveita og rafmagn sparkaði okkur yfir í nútimann.Kafli 3 af 6 - Varðveisla og nýting

Hvað finnst þér um hvernig torfhús eru nýtt í þágu ferðamanna í dag?

Það mætti nota fleiri torfhús til að jafna álagið. Öll fara í Glaumbæ og Laufàs og þola varla áganginn á meðan, t.d. Grenjaðarstaður situr óþægilega mikið í friði.


Gætu torfhús nýst með öðrum hætti eða betur en þau gera í dag? Hvað er hægt að gera til að bæta úr þessu og hvað ekki? Hvað stendur helst í vegi fyrir breytingum?

Ætli vegalengdir standi ekki helst í vegi fyrir breytingum.


Hvort ætti að varðveita fleiri eða færri torfhús en gert er? Ef fleiri, hvers vegna og þá hvernig hús (bæjarhús t.d.)? Ef nei, hvers vegna ekki?

Fleiri. Því þegar þau hverfa þá hverfa þau og þá verður ekkert eftir nema eftirlíkingar.


Ef áhugi væri fyrir að fjölga vernduðum torfhúsum og nýta þau, hver ætti að bera kostnað af viðgerð og verndun þeirra að þínu mati (sveitarfélög, ríkið t.d.)?

Sveitarfélög, og styrkir frà ríkinu.Kafli 4 af 6 - Aldursmunur og eftirgerðir

Er mikill munur á torfhúsum eftir því hvenær þau voru byggð, svo sem á 19. öld, á fyrri hluta 20. aldar eða um miðbik aldarinnar? Hvernig lýsir sá munur sér helst, ef svo er?

Ætli það sé ekki aðallega eldhúsið sem var oft gert upp og kamínu bætt við. Gamla eldhúsið samt haft áfram.


Finnst þér eftirgerðir torfhúsa vera frábrugðnar gömlu torfhúsunum? Hver er munurinn að þínu mati?

Já. Ný torfhús eiga ekki sögur um fólk sem bjó þar. En þau eiga engu að síður allan rètt à því að vera til. Nýju hùsin viðhalda þekkingu à verklagi.


Þekkir þú einhverja sem kunna handtök við torf- og grjóthleðslu? Ef svarið er jákvætt, hve margir voru þeir á að giska fyrir 25 árum? En í dag? Hver heldur þú að staðan gæti verið eftir 25 ár?

Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum. Svo einhverjir fleiri í Skagafirði. Evelyn verður enn í fullu fjöri eftir 25 ár en hvað gerist þegar hún hættir veit ég ekki. Èg vona að torfhleðslunámskeiðin haldi áfram.Kafli 5 af 6 - Síðasta skeið torfhúsanna

Nokkuð er til af byggingum sem kalla má síðasta stig torfhúsa, þar sem blandað er saman hefðbundunum og nýrri byggingarefnum (torfi, bárujárni og steinsteypu t.d.). Hvaða gildi finnst þér að þessi hús hafi? Ætti að varðveita þau og ef svo er, hvers vegna?

Já, varðveita, sýna þróun húsagerðar og hvernig fólk bjargaði sér og gerði bærileg hús úr litlu efni.Kafli 6 af 6 - Upplýsingar um torfhús

Vinsamlega nefndu öll þau torfhús sem þér er kunnugt um og hvar þau eru staðsett á landinu (bæjarheiti, sveitarfélag). Hvaða nöfn bera þau (sérheiti)? Hvers konar hleðslur eru í þeim og viðbótarefni, ef eru? Ath. Hér er ekki verið að fiska eftir torfhúsum í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, eins og t.d. Keldum, Laufási og Burstarfelli.

Hólar í Eyjafirdi hálfrifinn, afi bjó þar, Hólakoti í Eyjafirdi bjó pabbi í, en er held ég notað sem geymsla, bær inn í Laxárdal sem ég man ekki hvað heitir. Ég hef stundað það að troða mér inn í alla torfbæi sem ég finn en er hrikalega gleymin med nöfn. Kirkjan á Saurbæ, eitthvad fleira.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana