LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiStimpill
Ártal1960-1970

ByggðaheitiGrindavík
Sveitarfélag 1950Grindavíkurhreppur
Núv. sveitarfélagGrindavíkurbær
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2019-33-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð14 x 8,4 x 8,6 cm
EfniGúmmí, Viður
TækniPrentun

Lýsing

Stimpill frá Ríkismati sjávarafurða. Stimpillinn er úr við og gúmmí. Handfang er grænmálað og stykkið sem gúmmí er límt á er svartmálað. Á gúmmí má sjá mótað fyrir fisk (líklega síld) stöfunum RS og tölustafnum 3. 

Síldarmatsmenn á vegum Ríkismats sjávarafurða notuðu slíka stimpla við mat og yfirtöku á síld og voru trétunnubotnar stimplaðir (áður voru notaðar gataðar plötur sem svo var málað yfir og eftir sat merkið). 

Ríkismat sjávarafurða sem var starfrækt frá árunum 1935 - 1992 en þá var "opinbert eftirlit með framleiðslu og meðferð sjávarafurða sett í hendur Fiskistofu". 


Heimildir

Þórður Ásgeirsson. “Allt Gjörbreytt á Einni Nóttu.” Mbl.is, Árvakur, 3 July 1996, www.mbl.is/greinasafn/grein/273879/.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Síldarminjasafns Íslands. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt gripum og munum sem snerta líf hins dæmigerða íbúa í síldarbænum Siglufirði. Safnkosturinn er gríðarlega stór og má ætla að rúmlega helmingur hans sé skráður í aðfangabækur og spjaldaskrár en stór hluti er enn óskráður.


Síldarminjasafnið hefur haft aðild að Sarpi frá árinu 2012 og vinnur markvisst að skráningu safneignar


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.