LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiLoftslagsbreytingar
Ártal2018
Spurningaskrá125 Loftslagsbreytingar og framtíðin

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1956

Nánari upplýsingar

Númer2018-1-128
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.10.2018/2018
TækniHandskrift

Kafli 1 af 8 - Almennt

Hvað tengir þú helst við loftslagsbreytingar af mannavöldum? Hér getur þú látið hugann reika.

Sennilega ansi margt sem mannskepnan hefur gert í gegnum tímann s.s skógeyðing, iðnbyltingin með allri sinni mengun, of ásetningur húsdýra á landnæði, eitranir í görðum, og-hvað það nú heitir sem er m.a í ísskápum sem eyðir osonlaginu.Kafli 2 af 8 - Eigin upplifun

Loftslagsbreytingar eru hnattrænar en hækkað hitastig á jörðinni getur einnig haft miklar staðbundnar afleiðingar. Hefur þú upplifað einhverjar afleiðingar af loftslagsbreytingunum? Hvaða afleiðingar, hvar og hvernig? Hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á líf þitt? Á hvaða hátt?

Hef ég upplifað afleiðingar af loftslagsbreytingum? Nei. Hafa þær haft áhrif á mig? Nei.Kafli 3 af 8 - Hvað get ég gert?

Hefur þú gert eitthvað sjálf(ur) til að draga úr loftslagsbreytingum? Hvaða máli telur þú að daglegt líf þitt eða lífstíll skipti fyrir loftslagsbreytingar?

Ég flokka sorp og reyni að nota ekki plastpoka-það er ennþá erfitt!-Því miður keyptum við nýlegan bíl og hann er bensín bíll-þar kom einungis inn staðan á buddunni-þ.e.a.s. bensín bíllinn var um 1,2 milljónum ódýrari en rafmagnsbíll. Maður er náttúrulega uppfullur af neyslu og notkun á tækjum og ég viðurkenni fúslega að ég geri ekki mikið meira einfaldlega af því að veit ekki hvað ég get gert. Já við hjónin ferðumst líka talsvert, sérstaklega núna hin síðustu ár þar sem ég er að berjast við 3 illkynja krabbamein og vil fá að sjá eins mikið af heiminum og ég get, þannig að ekki gerum við mikið til að hjálpa jörðinni í sambandi við flugvélabensín og mengun um það.Kafli 4 af 8 - Upplýsingagjöf

Hvar hefur þú helst fengið upplýsingar um loftslagsbreytingar (sjónvarp, netmiðlar t.d.)?

Sjónvarpi, fréttum, internetinu, bókum.Kafli 5 af 8 - Úrræði

Telur þú að það sé hægt að takmarka hinar hnattrænu loftslagsbreytingar? Hvernig? Heldur þú að ný tækni, eins og t.d. rafmagnsbílar, skip og flugvélar, skipti máli fyrir loftslag í framtíðinni?

Því miður hef ég ekki kunnáttu né þekkingu til að hafa einhver úrræði. Skipta rafmagnsbílar o.þ.h. tæki máli fyrir loftslagið? Ég vona það, ég veit ekki nóg um það.Kafli 6 af 8 - Aðrar ógnir

Eru einhverjar aðrar samfélagslegar ógnir að þínu mati sem eru uggvænlegri en loftslagsbreytingar? Ef svo er, hvaða?

Pólitísk staða heimsins í dag þ.e.a.s. hægri öfgastefnan sem rís nú upp sem aldrei fyrr, ég hef alveg eins miklar áhyggjur af því og loftslagsmálum, þar sem mín skoðun á mannskepnunni sem skynsemdar veru er frekar lág, sorry! Aðrar ógnir s.s. fólksflutningar til Evrópu og víðar held ég að sé vegna loftslagsbreytinga þannig að þær áhyggjur mínar flokkast þá undir loftslagsbreytingar.Kafli 7 af 8 - Framtíðin

Flestir eða allir reyna að gera sér einhverja grein fyrir hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Við viljum gjarnan að þú segir frá hugmyndum þínum um framtíðina, væntingum, óskum eða áhyggjum. Frásögnin má bæði vera um nærumhverfi þitt og framtíð jarðarinnar, eða annað hvort, og hún þarf ekki endilega að vera um loftslagsbreytingar. Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér?

Ég hef alltaf reynt að vera víðsýn (!) í gegnum tíðina og reynt að horfa til lengri framtíðar fyrir komandi kynslóðir, þrátt fyrir að eiga ekki nein börn, en núna 62 ára með 3 illkynja krabbamein, þá horfi ég nánast eingöngu á mitt nærumhverfi þ.e.a.s. við hjónin, lifum vel í núvitundinni, erum að ferðast eins mikið um heiminn og lán á fasteigninni segir til um.Kafli 8 af 8 - Viðbætur og athugasemdir

Hér hefur þú pláss fyrir viðbætur eða athugasemdir við spurningaskrána.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana