LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurRíkarður Jónsson 1888-1977
VerkheitiLágmynd, tvöföld
Ártal1962

Stærð55 x 55 x 8 cm

Nánari upplýsingar

Númer1997-94-1
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAlmenn listmunaskrá

EfniGifs
Aðferð Gifssteypa

Lýsing

Tvöföld lágmynd á tíhyrndum grunni.  Áletrað efst:  Hjaltína Guðjónsdóttir og séra Sigtryggur Guðlaugsson.  Áletrað neðst:  Frá nemendum Núpsskóla 1907-1909.

Hjaltína Guðjónsdóttir og séra Sigtryggur Guðlaugsson, Núpi, Dýrafirði. 

Séra Sigtryggur Guðlaugsson fæddist 27. september 1862, á Þröm í Garðsárdal í Eyjafirði. Hann kom að Núpi árið 1905, þá nýorðinn ekkill og tók þar við prestsembætti eftir að hafa verið prestur í Ljósavatnsprestakalli frá árunum 1899 – 1905 við Þóroddstaðarkirkju. Auk þess að þjóna sem prestur og síðar prófastur, var hann skólastjóri Unglingaskólans að Núpi frá stofnun hans 1907 til 1929.

Sr. Sigtryggur tók mið af ungmennafélagsandanum, ræktun lands og lýðs. Seinni kona Sr. Sigtryggs var Hjaltína M. Guðjónsdóttir frá Brekku á Ingjaldssandi fædd 4. júlí 1890. Þau eignuðust tvo syni, Hlyn f. 5. 11. 1921 og Þröst f. 7.7. 1929.

Sigtryggi var afar annt um garðrækt og er skrúður -skrúðgarðurinn hans gott dæmi um það. Þar mátti og sjá hundruði mismunandi plantna og trjáa á yfir 2000 fermetrar.

„Skrúður er lífvera og allar lifandi verur þurfa viðurværi og umönnun. Uppskeran er ást, friður og sátt við allt og alla“.

Sr. Sigtryggur lést á Ísafirði  3. ágúst. 1959 tæplega 97 ára að aldri. Hjaltína lést 30. janúar 1981 tæplega 91 árs.

Þetta aðfang er í Ríkarðshúsi. Safn Ríkarðs Jónssonar er staðsett á Djúpavogi en þar er að finna fjölmarga muni eftir listamanninn.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.